Trump segir Demókrata fremja valdarán Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 09:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. Eins og liggur fyrir hafa Demókratar hafi formlegt ákæruferli gegn Trump vegna samskipta hans við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem hann bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Trump segir að honum verði það nú með hverjum deginum ljósara að um valdarán sé að ræða þar sem ætlunin sé að taka valdið frá fólkinu í landinu. Auk þess sé ætlunin að taka atkvæðarétt þeirra, frelsi, réttinn til byssueignar, trúnna, herinn og landamæravegginn. Trump endurómar þannig orðræðu aðstoðarmanna sinna síðustu daga en Peter Navarro viðskiptaráðgjafi hans talaði um valdaránstilraun og Newt Gingrich, einn helsti stuðningsmaður Trumps og fyrrum forseti þingsins, hefur einnig kallað rannsóknir demókrata og mögulega ákæru á hendur forsetanum valdaránstilraun.....People, their VOTE, their Freedoms, their Second Amendment, Religion, Military, Border Wall, and their God-given rights as a Citizen of The United States of America! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 1, 2019 Með því að kalla ákæruferli Demókrata „valdarán“ er Trump að reyna að stimpla það ólögmætt og ólýðræðislegt og sömuleiðis er hann að reyna að fylkja helstu stuðningsmönnum sínum á bakvið sig. Skilaboðin eru að ef fulltrúadeildin kýs að ákæra hann og tveir þriðju þingmanna í öldungadeildinni kjósa að víkja honum úr embætti, sé það ólögmætt. Þá hefur forsetinn farið frjálslega með orð eins og landráð og njósnir síðustu daga og þar að auki hefur hann gefið í skyn að verði honum vikið úr embætti myndi það leiða til borgarastyrjaldar. USA Today birti í gærkvöldi niðurstöður könnunar sem sýnir að rúmur helmingur þeirra sem skráðir eru Repúblikanaflokksinn trúir því ekki að Trump hafi beðið Zelensky um að rannsaka Biden, jafnvel þó Trump hafi viðurkennt það margsinnis. Í sama mund hefur Trump haldið því fram að það hafi ekki verið rangt af honum.85 prósent Demókrata og 61 prósent óháðra töldu Trump hafa sagt það.Sjá einnig: Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og ZelenskyTrump og bandamenn hans hafa að undanförnu dreift innihaldslausri samsæriskenningu um að Biden hafi þvingað þáverandi yfirvöld Úkraínu til að reka saksóknara sem hafi verið að rannsaka spillingu innan úkraínsks orkufyrirtækis sem sonur Biden starfaði hjá.Sjá einnig: Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtölÞað eru þó engar sannanir fyrir því að Biden-feðgarnir hafi brotið af sér með nokkrum hætti, þó vera Hunter Biden í stjórn fyrirtækisins Burisma Holdings hafi mögulega skapað hagsmunaárekstur. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Forsetaframboð Trump stefnir að því að verja um milljarði dollara í endurkjör hans, jafnvirði um 124 milljarða íslenskra króna. 1. október 2019 21:31 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. Eins og liggur fyrir hafa Demókratar hafi formlegt ákæruferli gegn Trump vegna samskipta hans við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem hann bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Trump segir að honum verði það nú með hverjum deginum ljósara að um valdarán sé að ræða þar sem ætlunin sé að taka valdið frá fólkinu í landinu. Auk þess sé ætlunin að taka atkvæðarétt þeirra, frelsi, réttinn til byssueignar, trúnna, herinn og landamæravegginn. Trump endurómar þannig orðræðu aðstoðarmanna sinna síðustu daga en Peter Navarro viðskiptaráðgjafi hans talaði um valdaránstilraun og Newt Gingrich, einn helsti stuðningsmaður Trumps og fyrrum forseti þingsins, hefur einnig kallað rannsóknir demókrata og mögulega ákæru á hendur forsetanum valdaránstilraun.....People, their VOTE, their Freedoms, their Second Amendment, Religion, Military, Border Wall, and their God-given rights as a Citizen of The United States of America! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 1, 2019 Með því að kalla ákæruferli Demókrata „valdarán“ er Trump að reyna að stimpla það ólögmætt og ólýðræðislegt og sömuleiðis er hann að reyna að fylkja helstu stuðningsmönnum sínum á bakvið sig. Skilaboðin eru að ef fulltrúadeildin kýs að ákæra hann og tveir þriðju þingmanna í öldungadeildinni kjósa að víkja honum úr embætti, sé það ólögmætt. Þá hefur forsetinn farið frjálslega með orð eins og landráð og njósnir síðustu daga og þar að auki hefur hann gefið í skyn að verði honum vikið úr embætti myndi það leiða til borgarastyrjaldar. USA Today birti í gærkvöldi niðurstöður könnunar sem sýnir að rúmur helmingur þeirra sem skráðir eru Repúblikanaflokksinn trúir því ekki að Trump hafi beðið Zelensky um að rannsaka Biden, jafnvel þó Trump hafi viðurkennt það margsinnis. Í sama mund hefur Trump haldið því fram að það hafi ekki verið rangt af honum.85 prósent Demókrata og 61 prósent óháðra töldu Trump hafa sagt það.Sjá einnig: Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og ZelenskyTrump og bandamenn hans hafa að undanförnu dreift innihaldslausri samsæriskenningu um að Biden hafi þvingað þáverandi yfirvöld Úkraínu til að reka saksóknara sem hafi verið að rannsaka spillingu innan úkraínsks orkufyrirtækis sem sonur Biden starfaði hjá.Sjá einnig: Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtölÞað eru þó engar sannanir fyrir því að Biden-feðgarnir hafi brotið af sér með nokkrum hætti, þó vera Hunter Biden í stjórn fyrirtækisins Burisma Holdings hafi mögulega skapað hagsmunaárekstur.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Forsetaframboð Trump stefnir að því að verja um milljarði dollara í endurkjör hans, jafnvirði um 124 milljarða íslenskra króna. 1. október 2019 21:31 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Forsetaframboð Trump stefnir að því að verja um milljarði dollara í endurkjör hans, jafnvirði um 124 milljarða íslenskra króna. 1. október 2019 21:31
Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00
Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45