Nýr öflugur Defender til landsins í febrúar Njáll Gunnlaugsson skrifar 3. október 2019 08:45 Allur aukabúnaður Defender er hannaður um leið og bíllinn sjálfur. Margar lausnir eru í boði. MYND/LAND ROVER MEDIA Hin langa bið eftir nýjum Defender er nú loks á enda en hann var frumsýndur með pompi og prakt á bílasýningunni í Frankfurt í síðasta mánuði. Eflaust bíða samt margir spenntir eftir að geta prófað þennan nýja jeppa sem væntanlegur er til landsins í lok febrúar. Margar spurningar vakna um verð og búnað, útgáfur og dagsetningar og því setti blaðamaður Fréttablaðsins sig í samband við Bjarna Þ. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóra Jagúar – Land Rover á Íslandi, með það í huga. Að sögn Bjarna verður grunnverð styttri útgáfunnar eða 90 bílsins svokallaða 9,7 milljónir en lengri gerðarinnar eða 110 bílsins 10,5 milljónir. „Í upphafi verða aðeins í boði tvær vélar, 240 hestafla dísilvél og 400 hestafla, sex strokka bensínvél. Um mitt næsta ár verðum við líka komnir með 200 hestafla dísilvél en grunnverðið miðast við þá vél. Svo kemur 300 hestafla bensínvél en það er sama vél og kemur með PHEV-útgáfunni, sem kemur í lok ársins 2020. Það er sama uppsetning og í Range Rover PHEV og gefur samtals 404 hestöfl. Við finnum fyrir miklum áhuga á nýja Defender-jeppanum og strax eftir frumsýningu hans á Bílasýningunni í Frankfurt fóru að berast inn pantanir. Það verður líka partur af því þegar bíllinn er kynntur að sýna þann ríkulega aukabúnað sem í boði er fyrir þennan jeppa og getum við bæði sérpantað hann ásamt því að vera með á lager en aukabúnaður er settur á bílinn hér á Íslandi við standsetningu bílsins,“ segir Bjarni. Grunnbúnaður Defender 110 er fjórhjóladrif með Terrain Response 2 drifkerfinu og dýptarmælikerfi en uppgefið vaðhámark er 90 sm. Flutnings- og dráttargeta Defender er athyglisverð en hann getur borið 900 kg innandyra auk allt að 300 kg á þaki. Sjálf dráttargetan er hvorki meira né minna en 3.719 kg. Nýr Defender er byggður á nýjum undirvagni sem kallast D7x og er hann sá sami í grunninn hvort sem er um 90 eða 110 bílinn að ræða. Defender er hærri en aðrir jeppar í Land Rover-fjölskyldunni eða með 291 mm undir lægsta punkt og hjólin eru utar sem þýðir meira hjólhaf en í stærri Discovery sem dæmi. Grunnútgáfan verður fimm manna en hægt verður að panta auka sætaröð í farangursrýmið sem gerir hann sjö manna, og hann kemur í fjórum aukahlutapökkum. Helstu keppinautar bílsins á Íslandi eru nokkrir, en þó helstir Jeep Wrangler og Mercedes-Benz G 350d. Þó verður ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að hann mun einnig keppa við Toyota Land Cruiser í vel búnum útfærslum. Grunnútfærsla af Land Cruiser 150 í VX útfærslu kostar 10.590.000 krónur svo að verðið þar er mjög svipað. Jeep Wrangler Rubicon með 2,2 lítra dísilvélinni kostar frá 10.890.000 krónum og verð Mercedes-Benz G 350d er töluvert hærra, eða 22.530.000 krónur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Hin langa bið eftir nýjum Defender er nú loks á enda en hann var frumsýndur með pompi og prakt á bílasýningunni í Frankfurt í síðasta mánuði. Eflaust bíða samt margir spenntir eftir að geta prófað þennan nýja jeppa sem væntanlegur er til landsins í lok febrúar. Margar spurningar vakna um verð og búnað, útgáfur og dagsetningar og því setti blaðamaður Fréttablaðsins sig í samband við Bjarna Þ. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóra Jagúar – Land Rover á Íslandi, með það í huga. Að sögn Bjarna verður grunnverð styttri útgáfunnar eða 90 bílsins svokallaða 9,7 milljónir en lengri gerðarinnar eða 110 bílsins 10,5 milljónir. „Í upphafi verða aðeins í boði tvær vélar, 240 hestafla dísilvél og 400 hestafla, sex strokka bensínvél. Um mitt næsta ár verðum við líka komnir með 200 hestafla dísilvél en grunnverðið miðast við þá vél. Svo kemur 300 hestafla bensínvél en það er sama vél og kemur með PHEV-útgáfunni, sem kemur í lok ársins 2020. Það er sama uppsetning og í Range Rover PHEV og gefur samtals 404 hestöfl. Við finnum fyrir miklum áhuga á nýja Defender-jeppanum og strax eftir frumsýningu hans á Bílasýningunni í Frankfurt fóru að berast inn pantanir. Það verður líka partur af því þegar bíllinn er kynntur að sýna þann ríkulega aukabúnað sem í boði er fyrir þennan jeppa og getum við bæði sérpantað hann ásamt því að vera með á lager en aukabúnaður er settur á bílinn hér á Íslandi við standsetningu bílsins,“ segir Bjarni. Grunnbúnaður Defender 110 er fjórhjóladrif með Terrain Response 2 drifkerfinu og dýptarmælikerfi en uppgefið vaðhámark er 90 sm. Flutnings- og dráttargeta Defender er athyglisverð en hann getur borið 900 kg innandyra auk allt að 300 kg á þaki. Sjálf dráttargetan er hvorki meira né minna en 3.719 kg. Nýr Defender er byggður á nýjum undirvagni sem kallast D7x og er hann sá sami í grunninn hvort sem er um 90 eða 110 bílinn að ræða. Defender er hærri en aðrir jeppar í Land Rover-fjölskyldunni eða með 291 mm undir lægsta punkt og hjólin eru utar sem þýðir meira hjólhaf en í stærri Discovery sem dæmi. Grunnútgáfan verður fimm manna en hægt verður að panta auka sætaröð í farangursrýmið sem gerir hann sjö manna, og hann kemur í fjórum aukahlutapökkum. Helstu keppinautar bílsins á Íslandi eru nokkrir, en þó helstir Jeep Wrangler og Mercedes-Benz G 350d. Þó verður ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að hann mun einnig keppa við Toyota Land Cruiser í vel búnum útfærslum. Grunnútfærsla af Land Cruiser 150 í VX útfærslu kostar 10.590.000 krónur svo að verðið þar er mjög svipað. Jeep Wrangler Rubicon með 2,2 lítra dísilvélinni kostar frá 10.890.000 krónum og verð Mercedes-Benz G 350d er töluvert hærra, eða 22.530.000 krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent