Justin Bieber birti í vikunni fyrstu myndina af honum og Hailey Bieber frá öðru brúðkaupi þeirra hjóna þar sem vinir og vandamenn fengu að vera viðstödd. Mikil leynd hefur verið yfir brúðkaupinu, svo mikil að Hailey Bieber náði að leika á paparazzi-ljósmyndara með því að ganga inn kappelluna inni í stóru hvítu tjaldi sem nokkrir öryggisverðir héldu á til að ekki væri hægt að mynda hana.
Um 160 gestir voru í brúðkaupinu og eðlilega fjölmargar stjörnur eins og Ed Sheeran, Kendall og Kylie Jenner, Travis Scott, Usher og Jaden Smith.
Athöfnin og veislan fór fram á Montage Palmetto Bluff hótelinu í Suður-Karólínu sem þykir eitt besta hótelið í Bandaríkjunum.
Hailey Bieber hid from the paparazzi on her way to the chapel! pic.twitter.com/Mtpqd3CkGl
— Bieber-news (@yourbiebernews) October 1, 2019