Hagræðing vegna sameiningar sveitarfélaga geti numið fimm milljörðum á ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2019 14:34 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Hægt væri að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúaafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem fljótlega kemur til kasta Alþingis er meðal annars stefnt að því að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sem miðist við þúsund íbúa frá árinu 2026. Sérfræðingar voru fengnir til að kanna hagræn áhrif þessa til að undirbyggja tillöguna að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra. „Það er niðurstaða þeirra að þessi ávinningur gæti verið á bilinu þrír og hálfur til fimm milljarðar króna á ári sem að eru þá fjármunir sem að sameinuð sveitarfélög gætu nýtt til þess að bæta þjónustu við íbúana, ekki síst börn og unglinga, greiða niður skuldir og lækka þar með kostnað og skapa þannig líka frekari grundvöll til að færa fleiri verkefni frá ríkis til sveitarfélaga sem að eykur jú sjálfsábyrgð og lýðræðislega aðkomu íbúanna á sveitarstjórnarstiginu að staðbundnum málefnum,“ segir Sigurður Ingi.Vífill Karlsson hagfræðingur.Vísir/SkjáskotVífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, er annar skýrsluhöfunda. „Ef þú núvirðir þetta þá er þetta miklu hærri upphæð því að auðvitað er þetta summa sem kemur inn á ári og þetta er hagræðing sem varir samt um nánast alla eilífð ef að líkum lætur,“ segir Vífill.Ekki sjálfgefið að takist að innleysa hagræðinguna Engu að síður nemi möguleg hagræðing innan við 2% af heildarútgjöldum sveitarfélaganna eða á bilinu 1,3-1,7%. „Jafnvel þó að þetta sé stór tala þá er þetta kannski ekki stórt sem hlutfall af heildinni,“ segir Vífill, enda sé rekstur sveitarfélaga gríðarlega umfangsmikill. Hann segir að mestu muni um hagræðinguna sem kemur til vegna sparnaðar í stjórnunarkostnaði sveitarfélaga. „Hins vegar fáum við það út að það er einn liður sem að bólgnar út við þetta og það er félagsþjónustan. Það kemur til af því að í smærri sveitarfélögum er oft dulinn kostnaður, það er ekki verið að mæta í rauninni oft og tíðum þjónustu sem er aðkallandi og flokkast til félagsþjónustu,“ útskýrir Vífill. „En um leið og sveitarfélagið stækkar þá formgerist það miklu frekar og birtist frekar í bókhaldi og sem raunveruleg útgjöld náttúrlega og þá auðvitað meiri þjónusta við þá sem að þurfa á slíkri þjónustu að halda.“ Hann tekur einnig fram að greiningum á borð við þessa séu alltaf einhver takmörk sett. Hafa þurfi í huga að jafnvel þótt greiningin segi til um að hægt sé að ná fram hagræðingu þá sé hins vegar munur á því hvort að menn geti síðan í raun innleyst þann mögulega ávinning sem sé í kortunum. „Það veltur á ýmsu og það er margt sem getur hindrað það,“ segir Vífill og bætir við að reynslan hafi sýnt að mönnum hafi ekki alltaf tekist að nýta þá möguleika sem skapist til hagræðingar. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Hægt væri að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúaafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem fljótlega kemur til kasta Alþingis er meðal annars stefnt að því að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sem miðist við þúsund íbúa frá árinu 2026. Sérfræðingar voru fengnir til að kanna hagræn áhrif þessa til að undirbyggja tillöguna að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra. „Það er niðurstaða þeirra að þessi ávinningur gæti verið á bilinu þrír og hálfur til fimm milljarðar króna á ári sem að eru þá fjármunir sem að sameinuð sveitarfélög gætu nýtt til þess að bæta þjónustu við íbúana, ekki síst börn og unglinga, greiða niður skuldir og lækka þar með kostnað og skapa þannig líka frekari grundvöll til að færa fleiri verkefni frá ríkis til sveitarfélaga sem að eykur jú sjálfsábyrgð og lýðræðislega aðkomu íbúanna á sveitarstjórnarstiginu að staðbundnum málefnum,“ segir Sigurður Ingi.Vífill Karlsson hagfræðingur.Vísir/SkjáskotVífill Karlsson, dósent í hagfræði við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, er annar skýrsluhöfunda. „Ef þú núvirðir þetta þá er þetta miklu hærri upphæð því að auðvitað er þetta summa sem kemur inn á ári og þetta er hagræðing sem varir samt um nánast alla eilífð ef að líkum lætur,“ segir Vífill.Ekki sjálfgefið að takist að innleysa hagræðinguna Engu að síður nemi möguleg hagræðing innan við 2% af heildarútgjöldum sveitarfélaganna eða á bilinu 1,3-1,7%. „Jafnvel þó að þetta sé stór tala þá er þetta kannski ekki stórt sem hlutfall af heildinni,“ segir Vífill, enda sé rekstur sveitarfélaga gríðarlega umfangsmikill. Hann segir að mestu muni um hagræðinguna sem kemur til vegna sparnaðar í stjórnunarkostnaði sveitarfélaga. „Hins vegar fáum við það út að það er einn liður sem að bólgnar út við þetta og það er félagsþjónustan. Það kemur til af því að í smærri sveitarfélögum er oft dulinn kostnaður, það er ekki verið að mæta í rauninni oft og tíðum þjónustu sem er aðkallandi og flokkast til félagsþjónustu,“ útskýrir Vífill. „En um leið og sveitarfélagið stækkar þá formgerist það miklu frekar og birtist frekar í bókhaldi og sem raunveruleg útgjöld náttúrlega og þá auðvitað meiri þjónusta við þá sem að þurfa á slíkri þjónustu að halda.“ Hann tekur einnig fram að greiningum á borð við þessa séu alltaf einhver takmörk sett. Hafa þurfi í huga að jafnvel þótt greiningin segi til um að hægt sé að ná fram hagræðingu þá sé hins vegar munur á því hvort að menn geti síðan í raun innleyst þann mögulega ávinning sem sé í kortunum. „Það veltur á ýmsu og það er margt sem getur hindrað það,“ segir Vífill og bætir við að reynslan hafi sýnt að mönnum hafi ekki alltaf tekist að nýta þá möguleika sem skapist til hagræðingar.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira