Telja fulltrúa Viðreisnar hafa farið með dylgjur Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 22:53 Ummæli Jóns Garðars voru í tengslum við meðferð á umsókn um stækkun hús við Mosabarð í Hafnarfirði. Fréttablaðið/Ernir Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðarbæjar hafi farið út fyrir mörk háttvísi og farið með dylgjur þegar hann ýjaði að pólitískri spillingu í blaðaviðtali í sumar. Lagt er til að Hafnarfjarðarbæ bæti af þessu tilefni háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðsins, og forsetanefnd bæjarins óskuðu eftir áliti siðanefndarinnar á ummælum Jóns Garðars Snædal Jónssonar, áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í ráðinu í Fréttablaðinu 7. júní. Í viðtalinu gagnrýndi Jón Garðar ákvörðun ráðsins um að samþykkja stækkun á einbýlishúsi í Mosabarði. Fullyrti Jón Garðar að ráðið hefði brotið lög þar sem stækkunin væri hlutfallslega meiri en gert væri ráð fyrir í deiliskipulagi Jón Garðar gekk hins vegar lengra í viðtalinu þegar hann gat sér til um hvað byggi að baki samþykktinni. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin,“ lét Jón Garðar hafa eftir sér.Fór út fyrir mörk háttvísi Þessi ummæli telur siðanefndin hafa verið dylgjur í áliti sem hún sendi forsetanefnd Hafnarfjarðarbæjar 21. ágúst og kynnt var í bæjarstjórn í gær. „Þarna er gefið í skyn að pólitísk spilling liggi að baki þeirri ákvörðun meirihluta ráðsins að samþykkja stækkunina. Þetta er ekki fullyrt beint og ekki rökstutt umfram þá staðhæfingu að ákvörðunin hafi, að mati Jóns Garðars, brotið í bága við lög. Sú staðhæfing dugar þó engan veginn til ályktunar um spillingu,“ segir í álitinu. Siðanefndin telur að í dylgjunum felist alvarleg ásökun sem snerti heiður og mannorð þeirra sem eiga í hlut og þeim gefið að sök að hafa brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Telur nefndin ekki hafi verið réttlætanlegt hjá Jóni Garðari að fara fram með dylgjur og róg í fjölmiðlum ef tilgangur hans var að stuðla að því að ákvarðanir ráðsins væru vandaðar, löglegar og siðlegar. Niðurstaða nefndarinnar var því að ummæli Jóns Garðars hafi farið út fyrir mörk háttvísi sem ætlast megi til af kjörnum fulltrúum. Telur nefndin ástæðu til að bætt verði háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í ljósi málsins. Ekki var gerð athugasemd við þau ummæli Jóns Garðar að samþykktin hefði verið ólögleg þar sem siðanefndin taldi að þau hefðu verið rökstudd gagnrýni. Í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær kemur fram að forsetanefnd hafi ekki talið ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og hún telji því lokið af sinni hálfu. Áliti hafi þegar verið kynnt málsaðilum. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Viðreisn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðarbæjar hafi farið út fyrir mörk háttvísi og farið með dylgjur þegar hann ýjaði að pólitískri spillingu í blaðaviðtali í sumar. Lagt er til að Hafnarfjarðarbæ bæti af þessu tilefni háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðsins, og forsetanefnd bæjarins óskuðu eftir áliti siðanefndarinnar á ummælum Jóns Garðars Snædal Jónssonar, áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í ráðinu í Fréttablaðinu 7. júní. Í viðtalinu gagnrýndi Jón Garðar ákvörðun ráðsins um að samþykkja stækkun á einbýlishúsi í Mosabarði. Fullyrti Jón Garðar að ráðið hefði brotið lög þar sem stækkunin væri hlutfallslega meiri en gert væri ráð fyrir í deiliskipulagi Jón Garðar gekk hins vegar lengra í viðtalinu þegar hann gat sér til um hvað byggi að baki samþykktinni. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin,“ lét Jón Garðar hafa eftir sér.Fór út fyrir mörk háttvísi Þessi ummæli telur siðanefndin hafa verið dylgjur í áliti sem hún sendi forsetanefnd Hafnarfjarðarbæjar 21. ágúst og kynnt var í bæjarstjórn í gær. „Þarna er gefið í skyn að pólitísk spilling liggi að baki þeirri ákvörðun meirihluta ráðsins að samþykkja stækkunina. Þetta er ekki fullyrt beint og ekki rökstutt umfram þá staðhæfingu að ákvörðunin hafi, að mati Jóns Garðars, brotið í bága við lög. Sú staðhæfing dugar þó engan veginn til ályktunar um spillingu,“ segir í álitinu. Siðanefndin telur að í dylgjunum felist alvarleg ásökun sem snerti heiður og mannorð þeirra sem eiga í hlut og þeim gefið að sök að hafa brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Telur nefndin ekki hafi verið réttlætanlegt hjá Jóni Garðari að fara fram með dylgjur og róg í fjölmiðlum ef tilgangur hans var að stuðla að því að ákvarðanir ráðsins væru vandaðar, löglegar og siðlegar. Niðurstaða nefndarinnar var því að ummæli Jóns Garðars hafi farið út fyrir mörk háttvísi sem ætlast megi til af kjörnum fulltrúum. Telur nefndin ástæðu til að bætt verði háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í ljósi málsins. Ekki var gerð athugasemd við þau ummæli Jóns Garðar að samþykktin hefði verið ólögleg þar sem siðanefndin taldi að þau hefðu verið rökstudd gagnrýni. Í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær kemur fram að forsetanefnd hafi ekki talið ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og hún telji því lokið af sinni hálfu. Áliti hafi þegar verið kynnt málsaðilum.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Viðreisn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira