Duga Erik Hamrén 16 mínútur hjá Birki Bjarna? Benedikt Bóas skrifar 4. október 2019 09:00 Birkir Bjarnason er fastamaður í íslenska landsliðinu þrátt fyrir fáar mínútur. vísir/getty Birkir Bjarnason er enn án félags en verður væntanlega valinn í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður í dag. Birkir hefur verið án félags síðan leiðir hans og Aston Villa skildi í ágúst. Birkir var inn og út úr liðinu hjá Aston Villa. Eftir að hafa byrjað árið á því að spila 90 mínútur gegn QPR, 63 mínútur gegn Wigan 11 dögum síðar og 75 mínútur gegn Hull þann 19. janúar hefur Birkir varla snert knattspyrnugras í keppnisleik fyrir félagslið. Raunar hafa fætur hans aðeins snert grasið 16 mínútur. Sex gegn Birmingham þann 10. mars og hann fékk 10 mínútur gegn Norwich þann 5. maí. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði um Birki í vikunni og spurði hvort Eric Hamrén gæti varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri æfingu. Ómögulegt hefur verið að ná í Birki undanfarnar vikur um næstu skref á ferli hans. Síminn hans virðist alltaf verða eftir á náttborðinu og ekki hringir hann til baka. Sama hvað er reynt. Ensku blöðin hafa verið að orða Birki við hin og þessi lið en það hefur reynst ekkert nema orðrómur. Ítalska liðið Sampdoria var einnig orðað við kappann og FCK í Danmörku. Birkir sagði sjálfur við Fréttablaðið fyrir síðustu landsleiki að það hefði verið kominn samningur á borðið hjá einhverju liði en það hafi ekki gengið. „Ég hef fengið nokkur tilboð eftir að ég losnaði undan samningi hjá Aston Villa en rétta félagið hefur ekki komið upp á borðið að mínu mati. Það er ekkert stress á mér og þetta er ekki farið að hafa áhrif á mig andlega,“ sagði Birkir í byrjun september. Fyrir áhugasama um dagsetningar þá er hægt að benda á að október er nýhafinn. Hamrén sagði á fréttamannafundi í ágúst að hann hefði engar áhyggjur af hvorki Birki né Emil. Þeir hefðu sýnt gæði sín og reynslu í júníverkefnunum. Það var hins vegar augljóst, eins og Guðmundur benti réttilega á, að hvorugur þeirra var í neinni leikæfingu í nýlegum verkefnum gegn Albaníu og Moldóvu. Og gegn Frökkum þurfa allir að vera í toppmálum til að liðið eigi séns. Allavega búnir að spila meira en 16 mínútur. Emil hefur spilað 135 mínútur, sem er einn og hálfur fótboltaleikur síðasta árið. Hann varð fyrir meiðslum og spilaði þessar 135 mínútur gegn Inter, Frosinone og síðast Cagliari 26. maí. Hópurinn verður kynntur klukkan 13.15 í dag í höfuðstövðum KSÍ. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Birkir Bjarnason er enn án félags en verður væntanlega valinn í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður í dag. Birkir hefur verið án félags síðan leiðir hans og Aston Villa skildi í ágúst. Birkir var inn og út úr liðinu hjá Aston Villa. Eftir að hafa byrjað árið á því að spila 90 mínútur gegn QPR, 63 mínútur gegn Wigan 11 dögum síðar og 75 mínútur gegn Hull þann 19. janúar hefur Birkir varla snert knattspyrnugras í keppnisleik fyrir félagslið. Raunar hafa fætur hans aðeins snert grasið 16 mínútur. Sex gegn Birmingham þann 10. mars og hann fékk 10 mínútur gegn Norwich þann 5. maí. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði um Birki í vikunni og spurði hvort Eric Hamrén gæti varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri æfingu. Ómögulegt hefur verið að ná í Birki undanfarnar vikur um næstu skref á ferli hans. Síminn hans virðist alltaf verða eftir á náttborðinu og ekki hringir hann til baka. Sama hvað er reynt. Ensku blöðin hafa verið að orða Birki við hin og þessi lið en það hefur reynst ekkert nema orðrómur. Ítalska liðið Sampdoria var einnig orðað við kappann og FCK í Danmörku. Birkir sagði sjálfur við Fréttablaðið fyrir síðustu landsleiki að það hefði verið kominn samningur á borðið hjá einhverju liði en það hafi ekki gengið. „Ég hef fengið nokkur tilboð eftir að ég losnaði undan samningi hjá Aston Villa en rétta félagið hefur ekki komið upp á borðið að mínu mati. Það er ekkert stress á mér og þetta er ekki farið að hafa áhrif á mig andlega,“ sagði Birkir í byrjun september. Fyrir áhugasama um dagsetningar þá er hægt að benda á að október er nýhafinn. Hamrén sagði á fréttamannafundi í ágúst að hann hefði engar áhyggjur af hvorki Birki né Emil. Þeir hefðu sýnt gæði sín og reynslu í júníverkefnunum. Það var hins vegar augljóst, eins og Guðmundur benti réttilega á, að hvorugur þeirra var í neinni leikæfingu í nýlegum verkefnum gegn Albaníu og Moldóvu. Og gegn Frökkum þurfa allir að vera í toppmálum til að liðið eigi séns. Allavega búnir að spila meira en 16 mínútur. Emil hefur spilað 135 mínútur, sem er einn og hálfur fótboltaleikur síðasta árið. Hann varð fyrir meiðslum og spilaði þessar 135 mínútur gegn Inter, Frosinone og síðast Cagliari 26. maí. Hópurinn verður kynntur klukkan 13.15 í dag í höfuðstövðum KSÍ.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira