Eigum frábært samstarf við færustu sérfræðinga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2019 09:00 „Þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum,“ segir Dögg Matthíasdóttir. Fréttablaðið/Ernir Þetta verkefni er búið að vera lengi í vinnslu hjá okkur, það er hægt að telja þann tíma í árum,“ segir Dögg Matthíasdóttir, kynningarfulltrúi Fuglaverndar, um nýjan fræðsluvef um sjófuglabyggðir við Ísland. Markmið hans er að vera ítarefni fyrir kennslu á öllum skólastigum og almenningsfræðslu. Slóðin á hann er: fuglavernd.is/busvaedavernd/sjofuglabyggdir/. Dögg segir hann enn sýna bara brot af efninu sem til sé. „Þannig að þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum, vonandi.“ Fuglavernd er frjáls félagasamtök. Viðfangsefni þeirra felst í nafninu. Í samtökunum eru um 1.300 manns, að því er fram kemur í fréttabréfi frá þeim. Hvernig fara þau að því að vinna svona umfangsmikið starf eins og hinn nýja vef? „Þetta verkefni er byggt á rannsóknum okkar færustu vísindamanna sem eru að vinna hjá ýmsum stofnunum. Við eigum í frábæru samstarfi við bestu sérfræðinga landsins bæði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hjá Náttúrustofunum allt í kringum landið. Svo fara upplýsingar fram og til baka, við pikkum í hitt og þetta fólk og fáum það til að lesa yfir,“ segir Dögg. Erpur Snær Hansen er þekktur fyrir árlega talningu sína á sjófuglum. „Erpur er stjórnarmaður hjá okkur, það er hér sjö manna stjórn og öll í sjálfboðavinnu. En við erum tvær sem erum launaðir starfsmenn Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir er framkvæmdastjóri í fullu starfi og ég er í hálfu starfi sem kynningarfulltrúi. Það er ekki síst því að þakka að breska fuglaverndarfélagið stendur svo þétt við bakið á okkur.“Lundanum hefur fækkað um þriðjung á Íslandi á síðustu árum.Fréttablaðið/StefánEr það vegna þess að Ísland er svo alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði? „Já, Bretar hafa verið að styrkja félagastarfsemi í Afríkuríkjunum en í þessu tilfelli horfa þeir til norðurslóða. Sem er frábært.“ Dögg segir stórstígar breytingar hafa orðið á fuglalífinu á síðustu tuttugu árum – til hins verra. „Hrun í sandsílastofninum og loðnustofninum hefur fæðuskort í för með sér fyrir sjófuglana, þannig að það hefur gríðarlegar afleiðingar. Þó svo að fréttir af lundastofninum í sumar bentu til að hann virtist heldur í sókn í Ingólfshöfða og Vestmannaeyjum, sem auðvitað var jákvætt, er engin vissa fyrir því að það ástand vari. Líkurnar eru meiri á því að þróunin verði sú sem hún hefur verið síðustu 20 ár og stofnum hnigni. Þess vegna verðum við að fylgjast mjög vel með.“ Hún segir vissar tegundir teljast í útrýmingarhættu, það komi vel fram í sjófuglabyggðunum. „Á hverju svæði erum við með lista yfir hvaða fuglar eru hvar á válistanum. Fækkun lunda úr þremur milljónum í tvær er til dæmis metin mjög alvarleg og sömuleiðis er skúmurinn tegund í bráðri hættu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Þetta verkefni er búið að vera lengi í vinnslu hjá okkur, það er hægt að telja þann tíma í árum,“ segir Dögg Matthíasdóttir, kynningarfulltrúi Fuglaverndar, um nýjan fræðsluvef um sjófuglabyggðir við Ísland. Markmið hans er að vera ítarefni fyrir kennslu á öllum skólastigum og almenningsfræðslu. Slóðin á hann er: fuglavernd.is/busvaedavernd/sjofuglabyggdir/. Dögg segir hann enn sýna bara brot af efninu sem til sé. „Þannig að þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum, vonandi.“ Fuglavernd er frjáls félagasamtök. Viðfangsefni þeirra felst í nafninu. Í samtökunum eru um 1.300 manns, að því er fram kemur í fréttabréfi frá þeim. Hvernig fara þau að því að vinna svona umfangsmikið starf eins og hinn nýja vef? „Þetta verkefni er byggt á rannsóknum okkar færustu vísindamanna sem eru að vinna hjá ýmsum stofnunum. Við eigum í frábæru samstarfi við bestu sérfræðinga landsins bæði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hjá Náttúrustofunum allt í kringum landið. Svo fara upplýsingar fram og til baka, við pikkum í hitt og þetta fólk og fáum það til að lesa yfir,“ segir Dögg. Erpur Snær Hansen er þekktur fyrir árlega talningu sína á sjófuglum. „Erpur er stjórnarmaður hjá okkur, það er hér sjö manna stjórn og öll í sjálfboðavinnu. En við erum tvær sem erum launaðir starfsmenn Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir er framkvæmdastjóri í fullu starfi og ég er í hálfu starfi sem kynningarfulltrúi. Það er ekki síst því að þakka að breska fuglaverndarfélagið stendur svo þétt við bakið á okkur.“Lundanum hefur fækkað um þriðjung á Íslandi á síðustu árum.Fréttablaðið/StefánEr það vegna þess að Ísland er svo alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði? „Já, Bretar hafa verið að styrkja félagastarfsemi í Afríkuríkjunum en í þessu tilfelli horfa þeir til norðurslóða. Sem er frábært.“ Dögg segir stórstígar breytingar hafa orðið á fuglalífinu á síðustu tuttugu árum – til hins verra. „Hrun í sandsílastofninum og loðnustofninum hefur fæðuskort í för með sér fyrir sjófuglana, þannig að það hefur gríðarlegar afleiðingar. Þó svo að fréttir af lundastofninum í sumar bentu til að hann virtist heldur í sókn í Ingólfshöfða og Vestmannaeyjum, sem auðvitað var jákvætt, er engin vissa fyrir því að það ástand vari. Líkurnar eru meiri á því að þróunin verði sú sem hún hefur verið síðustu 20 ár og stofnum hnigni. Þess vegna verðum við að fylgjast mjög vel með.“ Hún segir vissar tegundir teljast í útrýmingarhættu, það komi vel fram í sjófuglabyggðunum. „Á hverju svæði erum við með lista yfir hvaða fuglar eru hvar á válistanum. Fækkun lunda úr þremur milljónum í tvær er til dæmis metin mjög alvarleg og sömuleiðis er skúmurinn tegund í bráðri hættu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira