Krefja Pence varaforseta um gögn vegna þrýstings á Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 23:47 Pence hefur staðið þétt að baki Trump. Fréttir hafa borist undanfarna daga af því að Pence hafi mögulega leikið hlutverk í að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld fyrir hönd Trump. Vísir/EPA Fulltrúadeild Bandaríkjaþings krafði Mike Pence, varaforseta, um gögn sem tengjast fundum hans og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, og símtali Trump forseta við úkraínska starfsbróður hans í dag. Frekari upplýsingar hafa komið fram sem benda til þess að Trump hafi haldið eftir hernaðaraðstoð við Úkraínu til að þrýsta á um að þarlend stjórnvöld gerðu honum pólitískan greiða. Pence hefur fram að þessu staðið með Trump forseta vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum í tengslum við óeðlilegan þrýsting á stjórnvöld í Kænugarði um að þau rannsökuðu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótherja Trump í forsetakosningum á næsta ári. Varaforsetinn hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af símtali Trump og Zelenskíj þar sem bandaríski forsetinn þrýsti ítrekað á þann úkraínska að rannsaka Biden og stoðlausa og samhengislausa samsæriskenningu um tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins. Hvorki Trump né bandamenn hans hafa lagt fram nokkrar sannanir fyrir því að Biden-feðganir hafi gert nokkuð saknæmt þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir þeirra um stórfellda spillingu. Nú krefjast demókratar sem fara með formennsku í nefndum fulltrúadeildarinnar sem rannsaka Trump að Pence og Hvíta húsið afhendi öll gögn sem hann hefur um símtal Trump og Zelenskíj 25. júlí og fund Pence og Zelenskíj 1. september. Þegar símtal Trump og Zelenskíj átti sér stað hafði Trump nýlega stöðvað afgreiðslu á hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu sem átti að hjálpa stjórnvöldum þar að berjast við uppreisnarmenn sem Rússar styðja í austurhluta landsins. Engin skýring hefur fengist á hvers vegna Trump stöðvaði styrkinn en hann var afgreiddur í september þegar þingmenn fóru að grennslast fyrir um hvað ylli töfinni.Neita að afhenda gögn Demókratar vísa til nýlegra frétta af því að Pence gæti hafa átt þátt í að þrýsta á Zelenskíj að fara að vilja Trump um rannsókn á Biden og syni hans Hunter sem sat í stjórn úkraínsks olíufyrirtækis um það leyti sem Biden krafðist þess að stjórnvöld í Kænugarði rækju saksóknara sem vesturlöndum þótti ekki standa sig í að uppræta spillingu.New York Times segir að gögnin sem þingnefndirnar sem demókratarnir stjórna krefjast séu afar viðkvæm og gætu fallið undir trúnað sem forsetinn getur krafist. Þau geti hins vegar varpað frekara ljósi á hvað fór á milli Trump og Zelenskíj. Fulltrúar Pence hafa þegar gefið út að þeir ætli ekki að verða við kröfunni. Óljóst er hvort þingnefndir sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump fái nokkrar upplýsingar frá Hvíta húsinu en það hefur hafnað flestum beiðnum þingsins um gögn, bæði í þessu máli og öðrum. Hvíta húsið hafði frest þar til í dag til að afhenda gögn sjálfviljugt en lét hann líða. Demókratar gáfu þá út stefnur um gögnin.Volker sagði þingnefnd í gær að hann legði ekki trúnað á ásakanir um að Joe Biden hefði gert nokkuð rangt.AP/Jose Luis MaganaTöldu að hernaðaraðstoðin væri notuð til að þrýsta á Zelenskíj Tilraunir Trump til að þrýsta á Úkraínu um hjálp gegn pólitískum andstæðingi urðu opinberar eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar sendi inn formlega kvörtun til innri endurskoðanda leyniþjónustunnar. Kvartaði hann undan því að forsetinn hefði misbeitt valdi sínu í símtali við Zelenskíj og að Hvíta húsið hafi misnotað tölvukerfi sem er ætlað fyrir leynilegar upplýsingar til að halda því leyndu. Hvíta húsið birti síðar sjálft samantekt á símtali Trump og Zelenskíj. Þar kom fram að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka Biden. Ólöglegt er fyrir bandaríska frambjóðendur að njóta aðstoðar erlends ríkis. Kurt Volker, fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu, bar vitni fyrir þingnefnd í gær en hann sagði af sér skyndilega á föstudag eftir að kvörtun uppljóstrarans varð opinber. Demókratar birtu hluta af textaskilaboðum Volker og annarra sendifulltrúa Bandaríkjanna sem Volker afhenti þinginu. Í skilaboðunum kom fram að einhverjir sendifulltrúa ríkisstjórnarinnar töldu ljóst að Trump forseti héldi eftir hernaðaraðstoð við Úkraínu til að tryggja sér persónulegan pólitískan greiða. Skilaboð sem Volker sjálfur sendi ráðgjafa Zelenskíj benti enn frekar til þess að Trump hefði sett það skilyrði fyrir því að funda með Zelenskíj að hann lofaði að rannsaka Biden.Lögfræðingur CIA ætlaði að vísa kvörtun til sakamálarannsóknar Meðferð á kvörtun uppljóstarans innan ríkisstjórnarinnar hefur verið tortryggð. Upphaflega kom uppljóstrarinn áhyggjum sínum á framfæri við yfirlögfræðing leyniþjónustunnar CIA. Sá hafði samband við Hvíta húsið og dómsmálaráðuneytið um viðbrögð. Þegar uppljóstrarinn taldi að verið væri að þagga kvörtunina niður leitaði hann fyrst til leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar þingsins sem vísaði honum á innri endurskoðanda leyniþjónustunnar. Endurskoðandinn taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi en þegar þau skilyrði eru uppfyllt ber að afhenda þinginu afrit af kvörtunum uppljóstrara. Það var hins vegar ekki gert því starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar leitaði fyrst til dómsmálaráðuneytisins sem kvað upp úr um að ekki mætti afhenda þinginu kvörtunina þar sem hún varðaði forsetann.Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar hefur nú greint frá því að yfirlögfræðingur CIA vísað kvörtun uppljóstrarans til dómsmálaráðuneytisins til sakamálarannsóknar í símtali. Dómsmálaráðuneytið hóf hins vegar enga slíka rannsókn. Fulltrúar þess segja nú að þeir hafi ekki litið á að lögfræðingurinn hefði vísað málinu til rannsóknar því það hafi verið gert í símtali en ekki skriflega. Einn þáttakandi í símtali yfirlögfræðings CIA og dómsmálaráðuneytisins var lögfræðingur hjá þjóðaröryggisráð Hvíta hússins en hann er talinn hafa átt þátt í að færa eftirrit af símtali Trump og Zelenskíj í sérstakt tölvukerfi fyrir háleynilegar upplýsingar til að takmarka aðgang embættismanna að því.CIA's top lawyer made what she considered a criminal referral to US Justice Dept. about the whistleblower's allegations that Pres. Trump abused his office in pressuring the Ukrainian president, US officials familiar with the matter tell @NBCNews https://t.co/MWmVkemCpg— NBC News (@NBCNews) October 4, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings krafði Mike Pence, varaforseta, um gögn sem tengjast fundum hans og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, og símtali Trump forseta við úkraínska starfsbróður hans í dag. Frekari upplýsingar hafa komið fram sem benda til þess að Trump hafi haldið eftir hernaðaraðstoð við Úkraínu til að þrýsta á um að þarlend stjórnvöld gerðu honum pólitískan greiða. Pence hefur fram að þessu staðið með Trump forseta vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum í tengslum við óeðlilegan þrýsting á stjórnvöld í Kænugarði um að þau rannsökuðu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótherja Trump í forsetakosningum á næsta ári. Varaforsetinn hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af símtali Trump og Zelenskíj þar sem bandaríski forsetinn þrýsti ítrekað á þann úkraínska að rannsaka Biden og stoðlausa og samhengislausa samsæriskenningu um tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins. Hvorki Trump né bandamenn hans hafa lagt fram nokkrar sannanir fyrir því að Biden-feðganir hafi gert nokkuð saknæmt þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir þeirra um stórfellda spillingu. Nú krefjast demókratar sem fara með formennsku í nefndum fulltrúadeildarinnar sem rannsaka Trump að Pence og Hvíta húsið afhendi öll gögn sem hann hefur um símtal Trump og Zelenskíj 25. júlí og fund Pence og Zelenskíj 1. september. Þegar símtal Trump og Zelenskíj átti sér stað hafði Trump nýlega stöðvað afgreiðslu á hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu sem átti að hjálpa stjórnvöldum þar að berjast við uppreisnarmenn sem Rússar styðja í austurhluta landsins. Engin skýring hefur fengist á hvers vegna Trump stöðvaði styrkinn en hann var afgreiddur í september þegar þingmenn fóru að grennslast fyrir um hvað ylli töfinni.Neita að afhenda gögn Demókratar vísa til nýlegra frétta af því að Pence gæti hafa átt þátt í að þrýsta á Zelenskíj að fara að vilja Trump um rannsókn á Biden og syni hans Hunter sem sat í stjórn úkraínsks olíufyrirtækis um það leyti sem Biden krafðist þess að stjórnvöld í Kænugarði rækju saksóknara sem vesturlöndum þótti ekki standa sig í að uppræta spillingu.New York Times segir að gögnin sem þingnefndirnar sem demókratarnir stjórna krefjast séu afar viðkvæm og gætu fallið undir trúnað sem forsetinn getur krafist. Þau geti hins vegar varpað frekara ljósi á hvað fór á milli Trump og Zelenskíj. Fulltrúar Pence hafa þegar gefið út að þeir ætli ekki að verða við kröfunni. Óljóst er hvort þingnefndir sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump fái nokkrar upplýsingar frá Hvíta húsinu en það hefur hafnað flestum beiðnum þingsins um gögn, bæði í þessu máli og öðrum. Hvíta húsið hafði frest þar til í dag til að afhenda gögn sjálfviljugt en lét hann líða. Demókratar gáfu þá út stefnur um gögnin.Volker sagði þingnefnd í gær að hann legði ekki trúnað á ásakanir um að Joe Biden hefði gert nokkuð rangt.AP/Jose Luis MaganaTöldu að hernaðaraðstoðin væri notuð til að þrýsta á Zelenskíj Tilraunir Trump til að þrýsta á Úkraínu um hjálp gegn pólitískum andstæðingi urðu opinberar eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar sendi inn formlega kvörtun til innri endurskoðanda leyniþjónustunnar. Kvartaði hann undan því að forsetinn hefði misbeitt valdi sínu í símtali við Zelenskíj og að Hvíta húsið hafi misnotað tölvukerfi sem er ætlað fyrir leynilegar upplýsingar til að halda því leyndu. Hvíta húsið birti síðar sjálft samantekt á símtali Trump og Zelenskíj. Þar kom fram að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka Biden. Ólöglegt er fyrir bandaríska frambjóðendur að njóta aðstoðar erlends ríkis. Kurt Volker, fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu, bar vitni fyrir þingnefnd í gær en hann sagði af sér skyndilega á föstudag eftir að kvörtun uppljóstrarans varð opinber. Demókratar birtu hluta af textaskilaboðum Volker og annarra sendifulltrúa Bandaríkjanna sem Volker afhenti þinginu. Í skilaboðunum kom fram að einhverjir sendifulltrúa ríkisstjórnarinnar töldu ljóst að Trump forseti héldi eftir hernaðaraðstoð við Úkraínu til að tryggja sér persónulegan pólitískan greiða. Skilaboð sem Volker sjálfur sendi ráðgjafa Zelenskíj benti enn frekar til þess að Trump hefði sett það skilyrði fyrir því að funda með Zelenskíj að hann lofaði að rannsaka Biden.Lögfræðingur CIA ætlaði að vísa kvörtun til sakamálarannsóknar Meðferð á kvörtun uppljóstarans innan ríkisstjórnarinnar hefur verið tortryggð. Upphaflega kom uppljóstrarinn áhyggjum sínum á framfæri við yfirlögfræðing leyniþjónustunnar CIA. Sá hafði samband við Hvíta húsið og dómsmálaráðuneytið um viðbrögð. Þegar uppljóstrarinn taldi að verið væri að þagga kvörtunina niður leitaði hann fyrst til leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar þingsins sem vísaði honum á innri endurskoðanda leyniþjónustunnar. Endurskoðandinn taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi en þegar þau skilyrði eru uppfyllt ber að afhenda þinginu afrit af kvörtunum uppljóstrara. Það var hins vegar ekki gert því starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar leitaði fyrst til dómsmálaráðuneytisins sem kvað upp úr um að ekki mætti afhenda þinginu kvörtunina þar sem hún varðaði forsetann.Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar hefur nú greint frá því að yfirlögfræðingur CIA vísað kvörtun uppljóstrarans til dómsmálaráðuneytisins til sakamálarannsóknar í símtali. Dómsmálaráðuneytið hóf hins vegar enga slíka rannsókn. Fulltrúar þess segja nú að þeir hafi ekki litið á að lögfræðingurinn hefði vísað málinu til rannsóknar því það hafi verið gert í símtali en ekki skriflega. Einn þáttakandi í símtali yfirlögfræðings CIA og dómsmálaráðuneytisins var lögfræðingur hjá þjóðaröryggisráð Hvíta hússins en hann er talinn hafa átt þátt í að færa eftirrit af símtali Trump og Zelenskíj í sérstakt tölvukerfi fyrir háleynilegar upplýsingar til að takmarka aðgang embættismanna að því.CIA's top lawyer made what she considered a criminal referral to US Justice Dept. about the whistleblower's allegations that Pres. Trump abused his office in pressuring the Ukrainian president, US officials familiar with the matter tell @NBCNews https://t.co/MWmVkemCpg— NBC News (@NBCNews) October 4, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45
Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08
Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30