Zidane ætlar að berjast til síðasta blóðdropa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2019 10:00 Zidane á hliðarlínunni. Vísir/Getty Þrátt fyrir að Real Madrid sitji á toppi spænsku 1. deildarinnar gustar um knattspyrnustjórann Zinedine Zidane í spænsku höfuðborginni. Helsta ástæðan er slæm byrjun liðsins á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu. Real tapaði 3-0 fyrir PSG í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og mátti svo þakka fyrir að hafa náð 2-2 jafntefli gegn Club Brugge á heimavelli í vikunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Liðið er ósigrað á Spáni en hefur þó gert jafntefli í þremur leikjum. Í dag mætir það Granada sem gerði sér lítið fyrir og skellti Barcelona, 2-0, fyrr á leiktíðinni. „Ég veit hvar ég starfa og þetta er alltaf staðan,“ sagði Zidane spurður um álagið sem fylgir því að þjálfa Real Madrid. „Staðan er þó ekki jafn slæm og fólk sem stendur utan við félagið heldur fram. Þetta er Real Madrid og við erum einbeittir að því að standa okkur inni á vellinum. Í þessum leik fáum við tækifæri til að sýna af hverjum við erum á toppi deildarinnar.“ Hann segir að gagnrýnin hafi ekki áhrif á sig. „Þetta eru hlutskipti þjálfarans og svona er þetta fyrir okkur alla. Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa vegna þess að ég nýt þess sem ég geri og mér finnst að ég hafi það sem þarf til að sinna þessu starfi.“ Zidane er eins og flestir vita goðsögn hjá Real Madrid. Hann lék með liðinu við afar góðan orðstír frá 2001 til 2006 og tók svo við þjálfun þess árið 2016. Undir stjórn Zidane varð Real Evrópumeistari þrjú ár í röð auk þess að vinna fjölda annarra titla. Hann hætti skyndilega eftir tímabilið 2018 en sneri aftur innan við ári síðar eftir slæmt gengi liðsins undir stjórn Julen Lopetegui og síðar Santiago Solari. Granada er í öðru sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, einu stigi á eftir Real Madrid, en liðin mætast klukkan 14.00 í dag. „Við ætlum okkur að vera á toppnum eftir þennan leik. Hér mætast liðin í fyrsta og öðru sæti og það skiptir miklu máli. Við munum mæta liði sem hefur staðið sig vel á tímabilinu, rétt eins og við sjálfir,“ sagði Zidane. Viðureign liðanna verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 13.55. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Real Madrid sitji á toppi spænsku 1. deildarinnar gustar um knattspyrnustjórann Zinedine Zidane í spænsku höfuðborginni. Helsta ástæðan er slæm byrjun liðsins á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu. Real tapaði 3-0 fyrir PSG í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og mátti svo þakka fyrir að hafa náð 2-2 jafntefli gegn Club Brugge á heimavelli í vikunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Liðið er ósigrað á Spáni en hefur þó gert jafntefli í þremur leikjum. Í dag mætir það Granada sem gerði sér lítið fyrir og skellti Barcelona, 2-0, fyrr á leiktíðinni. „Ég veit hvar ég starfa og þetta er alltaf staðan,“ sagði Zidane spurður um álagið sem fylgir því að þjálfa Real Madrid. „Staðan er þó ekki jafn slæm og fólk sem stendur utan við félagið heldur fram. Þetta er Real Madrid og við erum einbeittir að því að standa okkur inni á vellinum. Í þessum leik fáum við tækifæri til að sýna af hverjum við erum á toppi deildarinnar.“ Hann segir að gagnrýnin hafi ekki áhrif á sig. „Þetta eru hlutskipti þjálfarans og svona er þetta fyrir okkur alla. Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa vegna þess að ég nýt þess sem ég geri og mér finnst að ég hafi það sem þarf til að sinna þessu starfi.“ Zidane er eins og flestir vita goðsögn hjá Real Madrid. Hann lék með liðinu við afar góðan orðstír frá 2001 til 2006 og tók svo við þjálfun þess árið 2016. Undir stjórn Zidane varð Real Evrópumeistari þrjú ár í röð auk þess að vinna fjölda annarra titla. Hann hætti skyndilega eftir tímabilið 2018 en sneri aftur innan við ári síðar eftir slæmt gengi liðsins undir stjórn Julen Lopetegui og síðar Santiago Solari. Granada er í öðru sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, einu stigi á eftir Real Madrid, en liðin mætast klukkan 14.00 í dag. „Við ætlum okkur að vera á toppnum eftir þennan leik. Hér mætast liðin í fyrsta og öðru sæti og það skiptir miklu máli. Við munum mæta liði sem hefur staðið sig vel á tímabilinu, rétt eins og við sjálfir,“ sagði Zidane. Viðureign liðanna verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 13.55.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira