„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í kvöld. „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Frumvarpið mælir fyrir um heimild til sanngirnisbóta til þeirra fimm einstaklinga sem sýknaðir voru og eftir atvikum til fjölskyldna þeirra. Samhliða er kveðið á um að samningaviðræður um bætur haldi áfram undir handleiðslu forsætisráðherra. Bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu efasemdnum um frumvarpið í umræðu um það sem nú stendur yfir á Alþingi.Sjá einnig: Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði kvatt sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta áður en Katrín mælti fyrir frumvarpinu og lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi með öllu óeðlilegt að verið væri að taka málið fyrir á vettvangi Alþingis. „Ég get ekki fallist á þann málflutning,” sagði Katrín. Katrín sagði meðal annars að ríkisstjórnin hafi þegar beðið sakborninga og aðra sem átt hafi um sárt að binda vegna málsins afsökunar. Þetta frumvarp lúti aðeins að fjárhagslegum hliðum málsins og bótagreiðslum. Ríkisstjórnin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna málsins síðan greinagerð ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninganna sem sýknaðir voru í endurupptöku málsins í fyrra, komst í kastljós fjölmiðla.Ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum Ekki hefur hingað til tekist að semja um bótagreiðslur á vettvangi sáttanefndar og því höfðaði Guðjón Skarphéðinsson bótamál fyrir dómstólum. Í greinagerð setts ríkislögmanns er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Fram kom í máli Katrínar á Alþingi í kvöld að ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum í málinu verði frumvarpið sem hún mælti fyrir í kvöld að lögum. Það sé eitt af því sem komið hafi út úr fundum hennar með settum ríkislögmanni í málinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar kveðst hvorki skilja upp né niður í frumvarpinu. Þegar séu til lög sem heimili bótagreiðslur til þeirra sem sýknaðir eru í sakamálum. „Af hverju að leggja þetta fram, af hverju er látið eins og þetta sé nauðsynleg lagasetning, ég bara átta mig alls ekki á því,” sagði Helga Vala. Í svari sínu sagði Katrín að lögfræðingar hennar í forsætisráðuneytinu hafi metið það svo að gera þyrfti slíka lagabreytingu, meðal annars til þess að sérstök heimild verði til staðar til að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem látnir eru. „Það er ástæðan fyrir því að þetta kemur inn í formi lagafrumvarps,” sagði Katrín. Þá spurði Helga Vala einnig um stöðu Erlu Bolladóttur en mál hennar var ekki endurupptekið en hún hlaut á sínum tíma aðeins dóm fyrir rangar sakagiftir en ekki fyrir aðild að mannshvarfi eða manndrápi. Frumvarpið nær ekki til Erlu Bolladóttur þar sem hún er ekki í hópi þeirra sem sýknaðir voru. En það voru ekki aðeins þingmenn stjórnarandstöðunnar sem lýstu efasemdum um þá leið sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara í málinu. „Er ekki eðlilegast að ljúka þessu máli fyrir dómstólum?” spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kveðst hugsi yfir frumvarpinu. Katrín svaraði meðal annars á þá leið að „landslið lögfræðinga” sem hafi skoðað málið meti það sem svo að ekki dugi að ljúka því fyrir dómstólum. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Sjá meira
„Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Frumvarpið mælir fyrir um heimild til sanngirnisbóta til þeirra fimm einstaklinga sem sýknaðir voru og eftir atvikum til fjölskyldna þeirra. Samhliða er kveðið á um að samningaviðræður um bætur haldi áfram undir handleiðslu forsætisráðherra. Bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu efasemdnum um frumvarpið í umræðu um það sem nú stendur yfir á Alþingi.Sjá einnig: Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði kvatt sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta áður en Katrín mælti fyrir frumvarpinu og lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi með öllu óeðlilegt að verið væri að taka málið fyrir á vettvangi Alþingis. „Ég get ekki fallist á þann málflutning,” sagði Katrín. Katrín sagði meðal annars að ríkisstjórnin hafi þegar beðið sakborninga og aðra sem átt hafi um sárt að binda vegna málsins afsökunar. Þetta frumvarp lúti aðeins að fjárhagslegum hliðum málsins og bótagreiðslum. Ríkisstjórnin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna málsins síðan greinagerð ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninganna sem sýknaðir voru í endurupptöku málsins í fyrra, komst í kastljós fjölmiðla.Ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum Ekki hefur hingað til tekist að semja um bótagreiðslur á vettvangi sáttanefndar og því höfðaði Guðjón Skarphéðinsson bótamál fyrir dómstólum. Í greinagerð setts ríkislögmanns er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Fram kom í máli Katrínar á Alþingi í kvöld að ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum í málinu verði frumvarpið sem hún mælti fyrir í kvöld að lögum. Það sé eitt af því sem komið hafi út úr fundum hennar með settum ríkislögmanni í málinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar kveðst hvorki skilja upp né niður í frumvarpinu. Þegar séu til lög sem heimili bótagreiðslur til þeirra sem sýknaðir eru í sakamálum. „Af hverju að leggja þetta fram, af hverju er látið eins og þetta sé nauðsynleg lagasetning, ég bara átta mig alls ekki á því,” sagði Helga Vala. Í svari sínu sagði Katrín að lögfræðingar hennar í forsætisráðuneytinu hafi metið það svo að gera þyrfti slíka lagabreytingu, meðal annars til þess að sérstök heimild verði til staðar til að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem látnir eru. „Það er ástæðan fyrir því að þetta kemur inn í formi lagafrumvarps,” sagði Katrín. Þá spurði Helga Vala einnig um stöðu Erlu Bolladóttur en mál hennar var ekki endurupptekið en hún hlaut á sínum tíma aðeins dóm fyrir rangar sakagiftir en ekki fyrir aðild að mannshvarfi eða manndrápi. Frumvarpið nær ekki til Erlu Bolladóttur þar sem hún er ekki í hópi þeirra sem sýknaðir voru. En það voru ekki aðeins þingmenn stjórnarandstöðunnar sem lýstu efasemdum um þá leið sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara í málinu. „Er ekki eðlilegast að ljúka þessu máli fyrir dómstólum?” spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kveðst hugsi yfir frumvarpinu. Katrín svaraði meðal annars á þá leið að „landslið lögfræðinga” sem hafi skoðað málið meti það sem svo að ekki dugi að ljúka því fyrir dómstólum.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum