„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 20:30 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki ætla að styðja frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem fjallar um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Vísir/Vilhelm „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Það er óhætt að segja að það er ekki oft sem að Brynjar og Helga Vala, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, eru sammála, en í þessu máli eru þau sammála um það að geta ekki stutt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ bætti Brynjar við.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumHonum er grín þó ekki ofarlega í huga hvað snýr að umræddu frumvarpi sem Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir í kvöld. „ Ég er mjög hugsi yfir tilgangi með þessu frumvarpi og þegar maður les greinargerðirnar með virðist tilgangurinn vera fyrst og fremst sá að sýna fram á vilja stjórnvalda og löggjafans um að greiða hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra sanngjarnar bætur,“ sagði Brynjar. „Þetta er raunverulega algjörlega með ólíkindum. Ég líta á alla þessa málsmeðferð sem bara aðför að dómsvaldinu í landinu, hvað sem okkur kann að finnast um það,“ bætti Brynjar við. Honum finnist meðferð málsins vera „fullkomið hneyksli,“ og hann geti alls ekki stutt frumvarpið. Brynjar og Helga Vala, sem bæði eru lögmenn, eru þó ekki í einu og öllu sammála. „Það var áhugaverð ræðan hjá háttvirtum þingmanni Brynjari Níelssyni sem ég verð að játa að ég var að einhverju leyti sammála. Það er eiginlega alveg rosalegt. En ég er hreint ekki sammála öllu sem hann sagði,“ sagði Helga Vala. Hún sé aðeins sammála honum í því efni er lýtur að lagatæknilegum þáttum frumvarpsins og málatilbúnað. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Það er óhætt að segja að það er ekki oft sem að Brynjar og Helga Vala, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, eru sammála, en í þessu máli eru þau sammála um það að geta ekki stutt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ bætti Brynjar við.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumHonum er grín þó ekki ofarlega í huga hvað snýr að umræddu frumvarpi sem Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir í kvöld. „ Ég er mjög hugsi yfir tilgangi með þessu frumvarpi og þegar maður les greinargerðirnar með virðist tilgangurinn vera fyrst og fremst sá að sýna fram á vilja stjórnvalda og löggjafans um að greiða hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra sanngjarnar bætur,“ sagði Brynjar. „Þetta er raunverulega algjörlega með ólíkindum. Ég líta á alla þessa málsmeðferð sem bara aðför að dómsvaldinu í landinu, hvað sem okkur kann að finnast um það,“ bætti Brynjar við. Honum finnist meðferð málsins vera „fullkomið hneyksli,“ og hann geti alls ekki stutt frumvarpið. Brynjar og Helga Vala, sem bæði eru lögmenn, eru þó ekki í einu og öllu sammála. „Það var áhugaverð ræðan hjá háttvirtum þingmanni Brynjari Níelssyni sem ég verð að játa að ég var að einhverju leyti sammála. Það er eiginlega alveg rosalegt. En ég er hreint ekki sammála öllu sem hann sagði,“ sagði Helga Vala. Hún sé aðeins sammála honum í því efni er lýtur að lagatæknilegum þáttum frumvarpsins og málatilbúnað.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira