Alfreð: Var verkjaður í tvö ár og þurfti verkjatöflur til að komast í gegnum leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2019 11:00 Alfreð Finnbogason ætlar sér stóra hluti með liði sínu, Augsburg, og íslenska landsliðinu á næstu vikum og mánuðum. Í apríl á þessu ári gekkst Alfreð undir aðgerð vegna þrálátra meiðsla í kálfa en hann sneri aftur á völlinn í haust. „Ég hef æft með liðinu síðasta tvo og hálfan mánuðinn og ekki verið í neinu veseni,“ sagði Alfreð en hann segir að forráðamenn liðsins hafi ákveðið að best væri að Alfreð myndi flýta sér hægt í endurkomunni. „Mér líður gríðarlega vel. Ég er í allt öðru og betra líkamlegu standi en síðustu tvö ár, þar sem maður var verkjaður á hverjum einasta degi og komst í gegnum leiki á verkjatöflum,“ útskýrir hann. „Nú er ég laus við það og horfi fram á veginn.“ Alfreð var ekki með í landsleikjunum gegn Moldóvu og Albaníu í síðasta mánuði þó svo að hann hefði getað spilað einhverjar mínútur. „Mér fannst það bara ekki sanngjarnt gagnvart félaginu mínu, sjálfum mér og landsliðinu. Ég vildi ekki fara í landsliðsverkefni án þess að hafa byrjað neinn leik á tímabilinu og verið frá í 4-5 mánuði.“ Ísland á mikilvæga leiki fyrir höndum, gegn Frakklandi á föstudag og Andorra á mánudag, í undankeppni EM 2020 en efstu tvö lið riðilsins komast beint í lokakeppnina. Ísland situr nú í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum. „Ég horfi á landsliðsverkefni sem umbun ef þú stendur þig vel með þínu liði. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu og vildi vinna í mínum grunni og fá nokkra leiki. Mér finnst rökrétt að koma í landsliðið þegar ástand mitt er gott og ég get gefið eitthvað til baka.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Erik Hamrén ræðir um hópinn sem hann valdi í dag og fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. 30. ágúst 2019 21:15 Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu? Framherjinn magnaði gekkst undir aðgerð. 22. apríl 2019 12:58 Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiks Augsburg og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 24. ágúst 2019 15:25 Alfreð úr leik næstu mánuðina Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa. 20. apríl 2019 13:55 Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg Landsliðsframherjinn verður því áfram í herbúðum Augsburg þangað til 2022. 15. ágúst 2019 08:15 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Alfreð Finnbogason ætlar sér stóra hluti með liði sínu, Augsburg, og íslenska landsliðinu á næstu vikum og mánuðum. Í apríl á þessu ári gekkst Alfreð undir aðgerð vegna þrálátra meiðsla í kálfa en hann sneri aftur á völlinn í haust. „Ég hef æft með liðinu síðasta tvo og hálfan mánuðinn og ekki verið í neinu veseni,“ sagði Alfreð en hann segir að forráðamenn liðsins hafi ákveðið að best væri að Alfreð myndi flýta sér hægt í endurkomunni. „Mér líður gríðarlega vel. Ég er í allt öðru og betra líkamlegu standi en síðustu tvö ár, þar sem maður var verkjaður á hverjum einasta degi og komst í gegnum leiki á verkjatöflum,“ útskýrir hann. „Nú er ég laus við það og horfi fram á veginn.“ Alfreð var ekki með í landsleikjunum gegn Moldóvu og Albaníu í síðasta mánuði þó svo að hann hefði getað spilað einhverjar mínútur. „Mér fannst það bara ekki sanngjarnt gagnvart félaginu mínu, sjálfum mér og landsliðinu. Ég vildi ekki fara í landsliðsverkefni án þess að hafa byrjað neinn leik á tímabilinu og verið frá í 4-5 mánuði.“ Ísland á mikilvæga leiki fyrir höndum, gegn Frakklandi á föstudag og Andorra á mánudag, í undankeppni EM 2020 en efstu tvö lið riðilsins komast beint í lokakeppnina. Ísland situr nú í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum. „Ég horfi á landsliðsverkefni sem umbun ef þú stendur þig vel með þínu liði. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu og vildi vinna í mínum grunni og fá nokkra leiki. Mér finnst rökrétt að koma í landsliðið þegar ástand mitt er gott og ég get gefið eitthvað til baka.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Erik Hamrén ræðir um hópinn sem hann valdi í dag og fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. 30. ágúst 2019 21:15 Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu? Framherjinn magnaði gekkst undir aðgerð. 22. apríl 2019 12:58 Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiks Augsburg og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 24. ágúst 2019 15:25 Alfreð úr leik næstu mánuðina Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa. 20. apríl 2019 13:55 Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg Landsliðsframherjinn verður því áfram í herbúðum Augsburg þangað til 2022. 15. ágúst 2019 08:15 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Erik Hamrén ræðir um hópinn sem hann valdi í dag og fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. 30. ágúst 2019 21:15
Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu? Framherjinn magnaði gekkst undir aðgerð. 22. apríl 2019 12:58
Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiks Augsburg og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 24. ágúst 2019 15:25
Alfreð úr leik næstu mánuðina Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa. 20. apríl 2019 13:55
Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg Landsliðsframherjinn verður því áfram í herbúðum Augsburg þangað til 2022. 15. ágúst 2019 08:15