Alfreð: Var verkjaður í tvö ár og þurfti verkjatöflur til að komast í gegnum leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2019 11:00 Alfreð Finnbogason ætlar sér stóra hluti með liði sínu, Augsburg, og íslenska landsliðinu á næstu vikum og mánuðum. Í apríl á þessu ári gekkst Alfreð undir aðgerð vegna þrálátra meiðsla í kálfa en hann sneri aftur á völlinn í haust. „Ég hef æft með liðinu síðasta tvo og hálfan mánuðinn og ekki verið í neinu veseni,“ sagði Alfreð en hann segir að forráðamenn liðsins hafi ákveðið að best væri að Alfreð myndi flýta sér hægt í endurkomunni. „Mér líður gríðarlega vel. Ég er í allt öðru og betra líkamlegu standi en síðustu tvö ár, þar sem maður var verkjaður á hverjum einasta degi og komst í gegnum leiki á verkjatöflum,“ útskýrir hann. „Nú er ég laus við það og horfi fram á veginn.“ Alfreð var ekki með í landsleikjunum gegn Moldóvu og Albaníu í síðasta mánuði þó svo að hann hefði getað spilað einhverjar mínútur. „Mér fannst það bara ekki sanngjarnt gagnvart félaginu mínu, sjálfum mér og landsliðinu. Ég vildi ekki fara í landsliðsverkefni án þess að hafa byrjað neinn leik á tímabilinu og verið frá í 4-5 mánuði.“ Ísland á mikilvæga leiki fyrir höndum, gegn Frakklandi á föstudag og Andorra á mánudag, í undankeppni EM 2020 en efstu tvö lið riðilsins komast beint í lokakeppnina. Ísland situr nú í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum. „Ég horfi á landsliðsverkefni sem umbun ef þú stendur þig vel með þínu liði. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu og vildi vinna í mínum grunni og fá nokkra leiki. Mér finnst rökrétt að koma í landsliðið þegar ástand mitt er gott og ég get gefið eitthvað til baka.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Erik Hamrén ræðir um hópinn sem hann valdi í dag og fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. 30. ágúst 2019 21:15 Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu? Framherjinn magnaði gekkst undir aðgerð. 22. apríl 2019 12:58 Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiks Augsburg og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 24. ágúst 2019 15:25 Alfreð úr leik næstu mánuðina Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa. 20. apríl 2019 13:55 Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg Landsliðsframherjinn verður því áfram í herbúðum Augsburg þangað til 2022. 15. ágúst 2019 08:15 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjá meira
Alfreð Finnbogason ætlar sér stóra hluti með liði sínu, Augsburg, og íslenska landsliðinu á næstu vikum og mánuðum. Í apríl á þessu ári gekkst Alfreð undir aðgerð vegna þrálátra meiðsla í kálfa en hann sneri aftur á völlinn í haust. „Ég hef æft með liðinu síðasta tvo og hálfan mánuðinn og ekki verið í neinu veseni,“ sagði Alfreð en hann segir að forráðamenn liðsins hafi ákveðið að best væri að Alfreð myndi flýta sér hægt í endurkomunni. „Mér líður gríðarlega vel. Ég er í allt öðru og betra líkamlegu standi en síðustu tvö ár, þar sem maður var verkjaður á hverjum einasta degi og komst í gegnum leiki á verkjatöflum,“ útskýrir hann. „Nú er ég laus við það og horfi fram á veginn.“ Alfreð var ekki með í landsleikjunum gegn Moldóvu og Albaníu í síðasta mánuði þó svo að hann hefði getað spilað einhverjar mínútur. „Mér fannst það bara ekki sanngjarnt gagnvart félaginu mínu, sjálfum mér og landsliðinu. Ég vildi ekki fara í landsliðsverkefni án þess að hafa byrjað neinn leik á tímabilinu og verið frá í 4-5 mánuði.“ Ísland á mikilvæga leiki fyrir höndum, gegn Frakklandi á föstudag og Andorra á mánudag, í undankeppni EM 2020 en efstu tvö lið riðilsins komast beint í lokakeppnina. Ísland situr nú í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum. „Ég horfi á landsliðsverkefni sem umbun ef þú stendur þig vel með þínu liði. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu og vildi vinna í mínum grunni og fá nokkra leiki. Mér finnst rökrétt að koma í landsliðið þegar ástand mitt er gott og ég get gefið eitthvað til baka.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Erik Hamrén ræðir um hópinn sem hann valdi í dag og fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. 30. ágúst 2019 21:15 Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu? Framherjinn magnaði gekkst undir aðgerð. 22. apríl 2019 12:58 Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiks Augsburg og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 24. ágúst 2019 15:25 Alfreð úr leik næstu mánuðina Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa. 20. apríl 2019 13:55 Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg Landsliðsframherjinn verður því áfram í herbúðum Augsburg þangað til 2022. 15. ágúst 2019 08:15 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjá meira
Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Erik Hamrén ræðir um hópinn sem hann valdi í dag og fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. 30. ágúst 2019 21:15
Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu? Framherjinn magnaði gekkst undir aðgerð. 22. apríl 2019 12:58
Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiks Augsburg og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 24. ágúst 2019 15:25
Alfreð úr leik næstu mánuðina Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa. 20. apríl 2019 13:55
Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg Landsliðsframherjinn verður því áfram í herbúðum Augsburg þangað til 2022. 15. ágúst 2019 08:15