Darri Freyr: Höfum öll spil á okkar hendi Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 9. október 2019 21:33 Darri Freyr hefur gert frábæra hluti með lið Vals vísir/bára Darri Freyr Atlason, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var stóískur eftir leik liðsins gegn Snæfell í Origo-höllinni í Dominosdeild kvenna í kvöld. Valur gjörsigraði Snæfell 110-75. Nærri helmingur stiganna hjá Val kom inni í teig á meðan að gestirnir áttu í mestu basli með að skora í kringum körfuna. „Við erum náttúrulega frekar stórar miðað við flest lið, líka á vængjunum. Sylvía Rán og Guðbjörg eru vængmenn hjá okkur en væru flottar inni í teig hjá flestum öðrum liðum,“ sagði Darri, enda töluðu hann og Valsstúlkurnar um að þeirra styrkleikar lægju nær körfunni á móti Snæfell. Þó að þessi leikur hafi ekki verið mjög spennandi má búast við að sá næsti verði öllu jafnari, enda mæta Valsstúlkur þá KR, eina liðinu sem gat unnið þær á seinasta tímabili eftir að Helena Sverrisdóttir bættist í hópinn. Darri Freyr sagði að undirbúningur fyrir þann leik hefðist fyrst núna, enda tækju Valsarar bara einn leik í einu. Valsliðið virðist miklu sterkara framan af en það var í fyrra og Darri tók undir þá staðhæfingu með semingi. „Á þessum tímapunkti erum við betri [en liðið í fyrra]. Við hefðum unnið leik fimm á móti okkur í fyrra eins og staðan er núna,“ sagði hann en taldi þó að liðið gæti vaxið ennþá meira. „Við höfum öll spil á okkar hendi til að verða miklu betri en við vorum í fyrra,“ sagði Darri Freyr að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Darri Freyr Atlason, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var stóískur eftir leik liðsins gegn Snæfell í Origo-höllinni í Dominosdeild kvenna í kvöld. Valur gjörsigraði Snæfell 110-75. Nærri helmingur stiganna hjá Val kom inni í teig á meðan að gestirnir áttu í mestu basli með að skora í kringum körfuna. „Við erum náttúrulega frekar stórar miðað við flest lið, líka á vængjunum. Sylvía Rán og Guðbjörg eru vængmenn hjá okkur en væru flottar inni í teig hjá flestum öðrum liðum,“ sagði Darri, enda töluðu hann og Valsstúlkurnar um að þeirra styrkleikar lægju nær körfunni á móti Snæfell. Þó að þessi leikur hafi ekki verið mjög spennandi má búast við að sá næsti verði öllu jafnari, enda mæta Valsstúlkur þá KR, eina liðinu sem gat unnið þær á seinasta tímabili eftir að Helena Sverrisdóttir bættist í hópinn. Darri Freyr sagði að undirbúningur fyrir þann leik hefðist fyrst núna, enda tækju Valsarar bara einn leik í einu. Valsliðið virðist miklu sterkara framan af en það var í fyrra og Darri tók undir þá staðhæfingu með semingi. „Á þessum tímapunkti erum við betri [en liðið í fyrra]. Við hefðum unnið leik fimm á móti okkur í fyrra eins og staðan er núna,“ sagði hann en taldi þó að liðið gæti vaxið ennþá meira. „Við höfum öll spil á okkar hendi til að verða miklu betri en við vorum í fyrra,“ sagði Darri Freyr að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira