Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. september 2019 19:30 Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. Í tilefni af forvarnardeginum 2019, sem er á miðvikudaginn, var í morgun haldinn kynningarfundur í Fellaskóla. Á fundinum voru auk forseta Íslands landlæknir, borgarstjóri og fulltrúar þeirra samtaka sem standa að deginum. Í ár verður lögð sérstök áhersla á rafrettunotkun barna og ungmenna og einnig verður sjónum beint að svefnvenjum. Nemendur í Fellaskóla voru viðstaddir fundinn og segja þau sem fréttastofa ræddi við að þau ætli aldrei að veipa. „Ég mun aldrei veipa eða reykja,“ segir Neand Knezevik, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla. Karítas Rós Herdísardóttir, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla, tekur í sama streng. „Foreldrar mínir sögðu að þau ætluðu að borga fyrir mig bílpróf ef ég myndi ekki veipa og ég ætla að halda mig við það.“ Ný könnun frá rannsóknum og greiningu sýnir að 42 prósent ungmenna í 9.bekk og 54 prósent ungmenna í 10 bekk fá ekki nægan svefn. Í framhaldsskólum sofa nemendur enn minn og er talið að neysla orkudrykkja með koffíni hafi áhrif á það. Neysla orkudrykkjanna hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á tveimur árum. Á fundinum í morgun kom fram að koffínneysla hafi mjög slæm áhrif á svefnvenjur, þrek og líðan unga fólksins. Forseti íslands tekur virkan þátt í framkvæmd forvarnardagsins. „Þeir dagar koma að maður finnur það í sál og sinni að maður þarf meiri svefn og fyrir unglinga sem eru að taka út þennan mikla vöxt og þurfa meiri hvíld er þetta ennþá brýnna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hvetur foreldra að ræða við börnin sín og ganga fram með góðu fordæmi. „Við ætlum ekki a vera vakandi fram eftir nóttu því það er einn þáttur sem við verðum að horfa á,“ segir Guðni Th. Krakkarnir segja að hlutverk foreldrana sé stórt í að koma í veg fyrir að þau noti rafrettur. „Foreldrar mínir tala mikið við mig og það hjálpar mér mjög mikið,“ segir Neand Knezevik. Börn og uppeldi Rafrettur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. Í tilefni af forvarnardeginum 2019, sem er á miðvikudaginn, var í morgun haldinn kynningarfundur í Fellaskóla. Á fundinum voru auk forseta Íslands landlæknir, borgarstjóri og fulltrúar þeirra samtaka sem standa að deginum. Í ár verður lögð sérstök áhersla á rafrettunotkun barna og ungmenna og einnig verður sjónum beint að svefnvenjum. Nemendur í Fellaskóla voru viðstaddir fundinn og segja þau sem fréttastofa ræddi við að þau ætli aldrei að veipa. „Ég mun aldrei veipa eða reykja,“ segir Neand Knezevik, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla. Karítas Rós Herdísardóttir, nemandi í 9. bekk í Fellaskóla, tekur í sama streng. „Foreldrar mínir sögðu að þau ætluðu að borga fyrir mig bílpróf ef ég myndi ekki veipa og ég ætla að halda mig við það.“ Ný könnun frá rannsóknum og greiningu sýnir að 42 prósent ungmenna í 9.bekk og 54 prósent ungmenna í 10 bekk fá ekki nægan svefn. Í framhaldsskólum sofa nemendur enn minn og er talið að neysla orkudrykkja með koffíni hafi áhrif á það. Neysla orkudrykkjanna hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á tveimur árum. Á fundinum í morgun kom fram að koffínneysla hafi mjög slæm áhrif á svefnvenjur, þrek og líðan unga fólksins. Forseti íslands tekur virkan þátt í framkvæmd forvarnardagsins. „Þeir dagar koma að maður finnur það í sál og sinni að maður þarf meiri svefn og fyrir unglinga sem eru að taka út þennan mikla vöxt og þurfa meiri hvíld er þetta ennþá brýnna,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hvetur foreldra að ræða við börnin sín og ganga fram með góðu fordæmi. „Við ætlum ekki a vera vakandi fram eftir nóttu því það er einn þáttur sem við verðum að horfa á,“ segir Guðni Th. Krakkarnir segja að hlutverk foreldrana sé stórt í að koma í veg fyrir að þau noti rafrettur. „Foreldrar mínir tala mikið við mig og það hjálpar mér mjög mikið,“ segir Neand Knezevik.
Börn og uppeldi Rafrettur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira