Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2019 18:30 Bandaríski forsetinn fór mikinn á Twitter í dag. Tjáði hann sig þar einkum um hið svokallaða Úkraínumál, sem er nú í hámæli í Bandaríkjunum. Málið snýst einna helst um símtal Trumps við Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta. Í símtalinu fór Trump fram á rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata, í Úkraínu. Trump er sagður hafa gert rannsóknina að skilyrði fyrir áframhaldandi hernaðaraðstoð. Engin gögn hafa komið fram sem benda til þess að afskipti Bidens hafi verið óeðlileg eða í þágu sonar síns, eins og Trump heldur fram. Kínverska utanríkisráðuneytið hafnaði einnig í dag þeirri staðhæfingu Trump-liða að kínversk stjórnvöld hafi gefið syni Bidens hálfan annan milljarð dala vegna samningaviðræðna ríkjanna. Á Twitter stakk Trump upp á því að Adam Schiff, formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildar þingsins, yrði handtekinn fyrir landráð. Sagði hann að Schiff hafi á ólöglegan hátt skáldað ummæli og eignað forsetanum.Tíst Trumps um Schiff í dag.„Ég ætla bara að segja þetta sjö sinnum, þannig hlustaðu vel. Ég vil að þú grafir upp skít á pólitískan andstæðing minn, skilurðu?“ Þetta er brot af þeim ummælum sem Trump vitnar til. Þau féllu á nefndarfundi á fimmtudag er Schiff var að umorða, og ýkja, það sem Trump sagði í símtalinu. Slíkt er ekki ólöglegt. Selenskíj tjáði sig sjálfur um málið í dag. Sagði Úkraínu sjálfstætt ríki sem þyrfti ekki að hlýða kröfum annarra en hélt opnum möguleikanum á rannsókn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Bandaríski forsetinn fór mikinn á Twitter í dag. Tjáði hann sig þar einkum um hið svokallaða Úkraínumál, sem er nú í hámæli í Bandaríkjunum. Málið snýst einna helst um símtal Trumps við Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta. Í símtalinu fór Trump fram á rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata, í Úkraínu. Trump er sagður hafa gert rannsóknina að skilyrði fyrir áframhaldandi hernaðaraðstoð. Engin gögn hafa komið fram sem benda til þess að afskipti Bidens hafi verið óeðlileg eða í þágu sonar síns, eins og Trump heldur fram. Kínverska utanríkisráðuneytið hafnaði einnig í dag þeirri staðhæfingu Trump-liða að kínversk stjórnvöld hafi gefið syni Bidens hálfan annan milljarð dala vegna samningaviðræðna ríkjanna. Á Twitter stakk Trump upp á því að Adam Schiff, formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildar þingsins, yrði handtekinn fyrir landráð. Sagði hann að Schiff hafi á ólöglegan hátt skáldað ummæli og eignað forsetanum.Tíst Trumps um Schiff í dag.„Ég ætla bara að segja þetta sjö sinnum, þannig hlustaðu vel. Ég vil að þú grafir upp skít á pólitískan andstæðing minn, skilurðu?“ Þetta er brot af þeim ummælum sem Trump vitnar til. Þau féllu á nefndarfundi á fimmtudag er Schiff var að umorða, og ýkja, það sem Trump sagði í símtalinu. Slíkt er ekki ólöglegt. Selenskíj tjáði sig sjálfur um málið í dag. Sagði Úkraínu sjálfstætt ríki sem þyrfti ekki að hlýða kröfum annarra en hélt opnum möguleikanum á rannsókn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30
Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00