Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2019 10:51 Einar Bollason, Magnús Leópoldsson og Erla Bolladóttir. Einar og Magnús hittust á dögunum í fyrsta skipti síðan árið 1976. Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. Eina forsenda þess væri sú ef Erla yrði sýknuð í málinu af hlutlausum og óvilhöllum dómi. Mennirnir þrír, þeir Einar Bollason, Magnús Leópoldsson og Valdimar Olsen, hittust í fyrsta skipti á dögunum síðan þeir voru leystir úr gæsluvarðhaldi árið 1976. Þeir benda á að Erla hafi aldrei opinberlega beðið þá afsökunar á að hafa ítrekað bendlað þá við Geirfinnsmálið. Þetta kemur fram í bréfi sem Valtýr Sigurðsson lögmaður sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þann 30. ágúst síðastliðinn fyrir hönd mannanna þriggja. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í gær. Bréfið, sem lesa má í heild sinni hér, var sent tíu dögum eftir að mennirnir lásu í frétt í Morgunblaðinu að Erla legði til að samið yrði við hana um bætur vegna sakfellingar. Hún heldur því fram að röngu sakargiftirnar hafi komið til vegna pressu frá rannsóknarlögreglumönnum á sínum tíma. Hafþórs Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu sömuleiðis til varnar í grein í dag og bendir á að Valtýr lögmaður eigi sjálfur mikilla hagsmuna að gæta í málinu. Hæstiréttur sýknaði í september 2018 þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Erla Bolladóttir fagnaði niðurstöðunni á sínum tíma og sagði að með henni væri verið að lýsa framburð hennar í málinu ómarktækan. Hann hafi verið þvingaður fram og ekkert að marka hann. Hún fór sjálf fram á endurupptöku á máli hennar en var hafnað. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra upplýsti í maí að hún hefði fundað með Erlu og í framhaldinu óskað eftir því að mál Erlu yrði skoðað sérstaklega í dómsmálaráðuneytinu.Valtýr Sigurðsson lögmaður og fyrrverandi ríkissaksóknari og dómari.Samantekin ráð Í bréfinu sem Valtýr sendir fyrir hönd Einars Bollasonar, bróður Erlu, Magnúsar Leópoldssonar og Valdimars Olsen er rifjuð upp atburðarásin á árunum 1975 og 1976 sem leiddi til þess að þremenningarnir sátu samfellt í gæsluvarðhaldi í 105 daga. Í dómi Hæstaréttar frá 1980 segir í kaflanum um rangar sakagiftir að það hafi það verið samantekin ráð þeirra Erlu, Sævars og Kristjáns að velja fjóra nafngreinda menn og bendla þá við atburðinn til þess að torvelda rannsókn málsins. Tilgangi sínum hafi þau náð, mennirnir hafi verið handteknir, þeir sætt gæsluvarðhaldi, rannsókn málsins torveldast og beinst á rangar brautir þar til upp komst. Þessi þáttur málsins um rangar sakargiftir stendur óhaggaður þrátt fyrir dóm Hæstaréttar 27. september 2018, segir í bréfi Valtýs. Ljóst er af bréfinu að gæsluvarðhaldsvistin situr enn í þremenningunum rúmum fjörutíu árum seinna. Þeir þekkjast ekki innbyrðis en ákváðu að hittast í fyrsta skipti síðan þeir voru leystir úr gæsluvarðhaldi því þeim blöskraði fregnir af því að Erla legði til bætur til sín án þess að hún hefði verið sýknuð af sakargiftum.Magnús Leopoldsson segir framburð Erlu hafa verið mjög sannfærandi. Hún bar vel á annan tug sinnum, í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi, að þremenningarnir hefðu átt aðild að máli Geirfinns Einarssonar.Fréttablaðið/GVAErla hafi verið mjög sannfærandi Magnús Leópoldsson segir í bréfinu að eftirminnilegast og um leið það erfiðasta hafa verið þegar hann var samprófaður við Erlu að viðstöddum nokkrum lögreglumönnum og lögmönnum þeirra beggja. „Þar horfði ég á og hlustaði á Erlu segja frá hvernig ég hefði tekið þátt í vígi Geirfinns. Það gerði hún sjálfstætt og á mjög sannfærandi hátt og blekkti þar með blygðunarlaust alla. Hóf hún frásögn sína á að segja frá bílferð og tiltók fólk sem átti að hafa verið með okkur tveimur í bifreið. Lýsti hún einnig í smáatriðum bifreiðinni sem hún sagði að ég hefði átt eða verið með og farið í til Keflavíkur þar sem við áttum að hafa hitt Geirfinn. Þar hefði komið til ryskinga og ég hefði tekið í handlegg Geirfinns og þar með stöðvað för hans en aðrir hefðu síðan vegið hann,“ segir Magnús. Þessi reynsla hafi fyllt hann miklum harmi enda frásögn Erlu uppspuni frá rótum. Einar Bollason talar sömuleiðis um þá erfiðu reynslu í samprófun þegar Erla hafi beðið hann með grátstafinn í kverkunum að játa á sig sakargiftir og bent á að honum myndi þá líða betur.Guðmundar og Geirfinnsmálið fyrir Hæstarétti í janúar 1980.Ljósmyndasafn ReykjavíkurLífið allt snúist um að skýra frá sakleysi Valtýr Sigurðsson, lögmaður þremenninganna, segir eftirmálin hafa tekið verulega á umbjóðendur sína þrjá. Valtýr stýrði frumrannsókninni á hvarfi Geirfinns Einarssonar sem fulltrúi sýslumanns í Keflavík á sínum tíma, „Einn umbjóðenda minna kveður allt hans líf hafa raunar snúist meira eða minna um að upplýsa að hann hafi ekki átt hlut að andláti Geirfinns,“ segir Valtýr. „Eftir að fram kom í fjölmiðlum að Erla Bolladóttir hygðist fara fram á endurupptöku málsins og eftir atvikum að fá greiddar bætur vegna sakfellingar hennar fyrir rangar sakargiftir, hittust umbjóðendur mínir í fyrsta skiptið eftir að þeir voru leystir úr gæsluvarðhaldi. Tilefnið var að þeim var misboðið og þeir spurðu sig þeirrar spurningar hvaða þýðingu það hefði fyrir þá ef dómurinn um rangar sakargiftir yrði tekinn upp og niðurstaðan sú að Erla hafi verið ranglega sakfelId eða þá að henni yrðu greiddar bætur án dómsmeðferðar.“Erla sat í á fremsta bekk þegar dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í september 2018. Hinir dæmdu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir en eftir stendur dómur Erlu fyrir rangar sakargiftir.Fréttablaðið/EyþórLátlaus fréttaflutningur fyrir augunum Þremenningarnir séu ósáttir við hvernig þessi mál hafa þróast. Þeir telja niðurstöðu endurupptökunefndar og sérstaks saksóknara í málinu hafa vakið upp fleiri spurningar en rannsókn hans svaraði. Þeir hafi þagað í áratugi og horft upp á það að þeir sem báru ábyrgð á langri einangrunarvist þeirra hafi nú verið sýknaðir í Hæstarétti. Ennfremur hafi þeir mátt hlusta á látlausan fréttaflutningi af málinu án þess að glæpurinn gagnvart þeim hafi verið mikið nefndur. Þá hafi Hæstiréttur ekkert fjallaði um málið, hvorki til að fara yfir röksemdir né aðrar forsendur enda hafi kröfur sérstaks saksóknara ekki gefið færi á því. „Umbjóðendur mínir telja rétt að koma fram á þessu stigi og gera grein fyrir málinu frá sínum bæjardyrum áður en eitthvað verður frekar aðhafst vegna málsins eins og þér hafið boðað,“ segir Valtýr í bréfinu til Katrínar forsætisráðherra. Fyrir liggi að endurupptökunefnd hafnaði því með rökstuddum hætti að taka upp þennan þátt málsins og að ekki sé réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur fyrir sakafellingu um rangar sakargiftir án þess að hlutlaus og óvilhallur dómur fari yfir þann þátt málsins og komist að þeirri niðurstöðu að hún skuli vera sýkn saka.Erla Bolladóttir heldur lokaræðu sína fyrir Hæstarétti árið 1980.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Bjarnleifur BjarnleifssonTvítug stúlka með nýfætt barn Erla Bolladóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið í maí að henni sviði framkoma gagnvart íslensku samfélagi ef stjórnvöld vildu skilja svona við málið. „Vill fólk ljúka þessu máli með því að innsigla að tvítug stúlka með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á þeim darraðardansi sem upphófst í dómsmálakerfinu í desember 1975? Að hún beri ekki aðeins þá sök að aðrir menn voru sviptir frelsi heldur einnig þær sakir sem lögreglu- og dómsvald landsins varð uppvíst að í þessu máli,“ sagði Erla. „Því staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra.“ Þá hefur Erla sakað rannsóknarlögreglumenn um að hafa nauðgað sér á meðan hún var í varðhaldi. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, gagnrýnir bréf þremenninganna sem Valtýr sendir harðlega í pistli sem lesa má hér.„Valtýr hefur persónulega og mikilla hagsmuna að gæta hér, í þessu máli að „Klúbbmálið“ haldi áfram að vera skrifað á ungmennin en ekki meinta rannsóknaraðila sem eru viðriðnir málið,“ segir Sævar. Hann noti orðið „meinta“ vegna þess að þeir hafi aldrei verið að rannsaka neitt heldur búa til tiltekna sögu.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fundað með Erlu Bolladóttur og hefur nú bréf þremenninganna á borði sínu.Vísir/VilhelmStefna að sáttum Forsætisráðuneytið áréttar í yfirlýsingu á vefsíðu sinni í morgun að ríkislögmaður annist vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar. Auk Erlu Bolladóttur hefur Guðjón Skarphéðinsson, sem sýknaður var í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í september í fyrra eftir að hafa verið sakfelldur á sínum tíma, stefnt ríkinu og krafist 1,3 milljarðs króna í bætur. „Eins og ítrekað hefur komið fram hefur ríkisstjórnin stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Settur ríkislögmaður hefur átt í viðræðum og leitað sátta við aðila máls. Þá hefur ríkisstjórnin verið reiðubúin að undirbyggja slíka sátt með því að beita sér fyrir sérstakri lagasetningu.“Íslenska ríkið hefur hafnað 1,3 milljarða kröfu Guðjóns og krefst sýknu í málinu.Forsætisráðherra skipaði nefnd í kjölfar sýknudómsins í september 2018 til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við þá sem voru sýknaðir og aðstandendur þeirra sem látnir voru en sýknaðir í sama dómi. Kristrún Heimisdóttir var formaður nefndarinnar en þar voru einnig fulltrúar dómsmálaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis.Andri Árnason, lögmaður.Jafnframt var Andri Árnason lögmaður settur sem ríkislögmaður til að fara með meðferð bótakrafna í þessu máli. Nefndin skilaði af sér 3. júní sl. Kom fram að sáttaumleitanir hefðu ekki borið árangur, að minnsta kosti væru ekki horfur á að hægt væri að ná sátt við alla aðila málsins. „Málið er því nú fyrst og fremst í höndum setts ríkislögmanns. Hann er að undirbúa greinargerð í máli sem Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur höfðað fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Þá er mál Erlu Bolladóttur og erindi annarra, sem tengjast málinu, samhliða til skoðunar hjá settum ríkislögmanni,“ segir í tilkynningunni. Af hálfu stjórnvalda hafi verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir væru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. Ríkisstjórnin muni halda áfram athugun á slíkri lausn, sem aðilar gætu verið sáttir við. Tengd skjöl:Bréf þremenninganna til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Vegna frétta um erindi Valtýs Sigurðssonar, lögmanns Klúbbmanna og co. 20. september 2019 12:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. Eina forsenda þess væri sú ef Erla yrði sýknuð í málinu af hlutlausum og óvilhöllum dómi. Mennirnir þrír, þeir Einar Bollason, Magnús Leópoldsson og Valdimar Olsen, hittust í fyrsta skipti á dögunum síðan þeir voru leystir úr gæsluvarðhaldi árið 1976. Þeir benda á að Erla hafi aldrei opinberlega beðið þá afsökunar á að hafa ítrekað bendlað þá við Geirfinnsmálið. Þetta kemur fram í bréfi sem Valtýr Sigurðsson lögmaður sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þann 30. ágúst síðastliðinn fyrir hönd mannanna þriggja. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í gær. Bréfið, sem lesa má í heild sinni hér, var sent tíu dögum eftir að mennirnir lásu í frétt í Morgunblaðinu að Erla legði til að samið yrði við hana um bætur vegna sakfellingar. Hún heldur því fram að röngu sakargiftirnar hafi komið til vegna pressu frá rannsóknarlögreglumönnum á sínum tíma. Hafþórs Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu sömuleiðis til varnar í grein í dag og bendir á að Valtýr lögmaður eigi sjálfur mikilla hagsmuna að gæta í málinu. Hæstiréttur sýknaði í september 2018 þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Erla Bolladóttir fagnaði niðurstöðunni á sínum tíma og sagði að með henni væri verið að lýsa framburð hennar í málinu ómarktækan. Hann hafi verið þvingaður fram og ekkert að marka hann. Hún fór sjálf fram á endurupptöku á máli hennar en var hafnað. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra upplýsti í maí að hún hefði fundað með Erlu og í framhaldinu óskað eftir því að mál Erlu yrði skoðað sérstaklega í dómsmálaráðuneytinu.Valtýr Sigurðsson lögmaður og fyrrverandi ríkissaksóknari og dómari.Samantekin ráð Í bréfinu sem Valtýr sendir fyrir hönd Einars Bollasonar, bróður Erlu, Magnúsar Leópoldssonar og Valdimars Olsen er rifjuð upp atburðarásin á árunum 1975 og 1976 sem leiddi til þess að þremenningarnir sátu samfellt í gæsluvarðhaldi í 105 daga. Í dómi Hæstaréttar frá 1980 segir í kaflanum um rangar sakagiftir að það hafi það verið samantekin ráð þeirra Erlu, Sævars og Kristjáns að velja fjóra nafngreinda menn og bendla þá við atburðinn til þess að torvelda rannsókn málsins. Tilgangi sínum hafi þau náð, mennirnir hafi verið handteknir, þeir sætt gæsluvarðhaldi, rannsókn málsins torveldast og beinst á rangar brautir þar til upp komst. Þessi þáttur málsins um rangar sakargiftir stendur óhaggaður þrátt fyrir dóm Hæstaréttar 27. september 2018, segir í bréfi Valtýs. Ljóst er af bréfinu að gæsluvarðhaldsvistin situr enn í þremenningunum rúmum fjörutíu árum seinna. Þeir þekkjast ekki innbyrðis en ákváðu að hittast í fyrsta skipti síðan þeir voru leystir úr gæsluvarðhaldi því þeim blöskraði fregnir af því að Erla legði til bætur til sín án þess að hún hefði verið sýknuð af sakargiftum.Magnús Leopoldsson segir framburð Erlu hafa verið mjög sannfærandi. Hún bar vel á annan tug sinnum, í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi, að þremenningarnir hefðu átt aðild að máli Geirfinns Einarssonar.Fréttablaðið/GVAErla hafi verið mjög sannfærandi Magnús Leópoldsson segir í bréfinu að eftirminnilegast og um leið það erfiðasta hafa verið þegar hann var samprófaður við Erlu að viðstöddum nokkrum lögreglumönnum og lögmönnum þeirra beggja. „Þar horfði ég á og hlustaði á Erlu segja frá hvernig ég hefði tekið þátt í vígi Geirfinns. Það gerði hún sjálfstætt og á mjög sannfærandi hátt og blekkti þar með blygðunarlaust alla. Hóf hún frásögn sína á að segja frá bílferð og tiltók fólk sem átti að hafa verið með okkur tveimur í bifreið. Lýsti hún einnig í smáatriðum bifreiðinni sem hún sagði að ég hefði átt eða verið með og farið í til Keflavíkur þar sem við áttum að hafa hitt Geirfinn. Þar hefði komið til ryskinga og ég hefði tekið í handlegg Geirfinns og þar með stöðvað för hans en aðrir hefðu síðan vegið hann,“ segir Magnús. Þessi reynsla hafi fyllt hann miklum harmi enda frásögn Erlu uppspuni frá rótum. Einar Bollason talar sömuleiðis um þá erfiðu reynslu í samprófun þegar Erla hafi beðið hann með grátstafinn í kverkunum að játa á sig sakargiftir og bent á að honum myndi þá líða betur.Guðmundar og Geirfinnsmálið fyrir Hæstarétti í janúar 1980.Ljósmyndasafn ReykjavíkurLífið allt snúist um að skýra frá sakleysi Valtýr Sigurðsson, lögmaður þremenninganna, segir eftirmálin hafa tekið verulega á umbjóðendur sína þrjá. Valtýr stýrði frumrannsókninni á hvarfi Geirfinns Einarssonar sem fulltrúi sýslumanns í Keflavík á sínum tíma, „Einn umbjóðenda minna kveður allt hans líf hafa raunar snúist meira eða minna um að upplýsa að hann hafi ekki átt hlut að andláti Geirfinns,“ segir Valtýr. „Eftir að fram kom í fjölmiðlum að Erla Bolladóttir hygðist fara fram á endurupptöku málsins og eftir atvikum að fá greiddar bætur vegna sakfellingar hennar fyrir rangar sakargiftir, hittust umbjóðendur mínir í fyrsta skiptið eftir að þeir voru leystir úr gæsluvarðhaldi. Tilefnið var að þeim var misboðið og þeir spurðu sig þeirrar spurningar hvaða þýðingu það hefði fyrir þá ef dómurinn um rangar sakargiftir yrði tekinn upp og niðurstaðan sú að Erla hafi verið ranglega sakfelId eða þá að henni yrðu greiddar bætur án dómsmeðferðar.“Erla sat í á fremsta bekk þegar dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í september 2018. Hinir dæmdu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru sýknaðir en eftir stendur dómur Erlu fyrir rangar sakargiftir.Fréttablaðið/EyþórLátlaus fréttaflutningur fyrir augunum Þremenningarnir séu ósáttir við hvernig þessi mál hafa þróast. Þeir telja niðurstöðu endurupptökunefndar og sérstaks saksóknara í málinu hafa vakið upp fleiri spurningar en rannsókn hans svaraði. Þeir hafi þagað í áratugi og horft upp á það að þeir sem báru ábyrgð á langri einangrunarvist þeirra hafi nú verið sýknaðir í Hæstarétti. Ennfremur hafi þeir mátt hlusta á látlausan fréttaflutningi af málinu án þess að glæpurinn gagnvart þeim hafi verið mikið nefndur. Þá hafi Hæstiréttur ekkert fjallaði um málið, hvorki til að fara yfir röksemdir né aðrar forsendur enda hafi kröfur sérstaks saksóknara ekki gefið færi á því. „Umbjóðendur mínir telja rétt að koma fram á þessu stigi og gera grein fyrir málinu frá sínum bæjardyrum áður en eitthvað verður frekar aðhafst vegna málsins eins og þér hafið boðað,“ segir Valtýr í bréfinu til Katrínar forsætisráðherra. Fyrir liggi að endurupptökunefnd hafnaði því með rökstuddum hætti að taka upp þennan þátt málsins og að ekki sé réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur fyrir sakafellingu um rangar sakargiftir án þess að hlutlaus og óvilhallur dómur fari yfir þann þátt málsins og komist að þeirri niðurstöðu að hún skuli vera sýkn saka.Erla Bolladóttir heldur lokaræðu sína fyrir Hæstarétti árið 1980.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Bjarnleifur BjarnleifssonTvítug stúlka með nýfætt barn Erla Bolladóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið í maí að henni sviði framkoma gagnvart íslensku samfélagi ef stjórnvöld vildu skilja svona við málið. „Vill fólk ljúka þessu máli með því að innsigla að tvítug stúlka með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á þeim darraðardansi sem upphófst í dómsmálakerfinu í desember 1975? Að hún beri ekki aðeins þá sök að aðrir menn voru sviptir frelsi heldur einnig þær sakir sem lögreglu- og dómsvald landsins varð uppvíst að í þessu máli,“ sagði Erla. „Því staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra.“ Þá hefur Erla sakað rannsóknarlögreglumenn um að hafa nauðgað sér á meðan hún var í varðhaldi. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, gagnrýnir bréf þremenninganna sem Valtýr sendir harðlega í pistli sem lesa má hér.„Valtýr hefur persónulega og mikilla hagsmuna að gæta hér, í þessu máli að „Klúbbmálið“ haldi áfram að vera skrifað á ungmennin en ekki meinta rannsóknaraðila sem eru viðriðnir málið,“ segir Sævar. Hann noti orðið „meinta“ vegna þess að þeir hafi aldrei verið að rannsaka neitt heldur búa til tiltekna sögu.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fundað með Erlu Bolladóttur og hefur nú bréf þremenninganna á borði sínu.Vísir/VilhelmStefna að sáttum Forsætisráðuneytið áréttar í yfirlýsingu á vefsíðu sinni í morgun að ríkislögmaður annist vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar. Auk Erlu Bolladóttur hefur Guðjón Skarphéðinsson, sem sýknaður var í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í september í fyrra eftir að hafa verið sakfelldur á sínum tíma, stefnt ríkinu og krafist 1,3 milljarðs króna í bætur. „Eins og ítrekað hefur komið fram hefur ríkisstjórnin stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Settur ríkislögmaður hefur átt í viðræðum og leitað sátta við aðila máls. Þá hefur ríkisstjórnin verið reiðubúin að undirbyggja slíka sátt með því að beita sér fyrir sérstakri lagasetningu.“Íslenska ríkið hefur hafnað 1,3 milljarða kröfu Guðjóns og krefst sýknu í málinu.Forsætisráðherra skipaði nefnd í kjölfar sýknudómsins í september 2018 til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við þá sem voru sýknaðir og aðstandendur þeirra sem látnir voru en sýknaðir í sama dómi. Kristrún Heimisdóttir var formaður nefndarinnar en þar voru einnig fulltrúar dómsmálaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis.Andri Árnason, lögmaður.Jafnframt var Andri Árnason lögmaður settur sem ríkislögmaður til að fara með meðferð bótakrafna í þessu máli. Nefndin skilaði af sér 3. júní sl. Kom fram að sáttaumleitanir hefðu ekki borið árangur, að minnsta kosti væru ekki horfur á að hægt væri að ná sátt við alla aðila málsins. „Málið er því nú fyrst og fremst í höndum setts ríkislögmanns. Hann er að undirbúa greinargerð í máli sem Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur höfðað fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Þá er mál Erlu Bolladóttur og erindi annarra, sem tengjast málinu, samhliða til skoðunar hjá settum ríkislögmanni,“ segir í tilkynningunni. Af hálfu stjórnvalda hafi verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir væru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. Ríkisstjórnin muni halda áfram athugun á slíkri lausn, sem aðilar gætu verið sáttir við. Tengd skjöl:Bréf þremenninganna til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Vegna frétta um erindi Valtýs Sigurðssonar, lögmanns Klúbbmanna og co. 20. september 2019 12:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira