Ferðamenn fari með gát vegna vatnavaxta á Vesturlandi og Vestfjörðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2019 13:27 Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Veðurfræðingur biðlar til almennings að fylgjast vel með veðurfréttum. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að framlengja úrkomuviðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Á síðasta sólarhring hefur rignt gríðarlega á vesturhelmingi landsins og útlit er fyrir enn meiri ofankomu á næstu klukkutímum. Á Vestfjörðum er gul úrkomuviðvörun í gildi til klukkan átta í kvöld en appelsínugul í Faxaflóa og Breiðafirði til klukkan sex síðdegis. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands ráðleggur íbúum á Vesturhluta landsins að fylgjast vel með fréttum, ástandi vega og vefsvæði veðurstofunnar því ástandið verður endurmetið jafnóðum. „Það verður aðeins aukning á úrkomunni núna á næstu klukkutímum á Snæfellsnesi og Mýrum og svo inná Breiðafirði þar sem úrkomubakki er að ferðast yfir. Það dró svolítið úr úrkomunni á Vestfjörðum og við Breiðafjörð í gærkvöldi og í nótt þannig að við eigum von á að aukist núna aðeins aftur og verði jafnvel mikil úrkoma á ákveðnum stöðum,“ segir Hrafn.Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar er svona mikil ofankoma?„Fylgjast vel með fréttum og Vegagerðinni, ástandi vega, það hafa einhverjir vegir rofnað þarna, aðallega í Skagaströnd og einhverjar skriður fallið ekki mikið samt, en það eru alltaf líkur á því að það gerist í dag.“ Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Sjá nánar: Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggðaEr sniðugt að fólk sé mikið á ferli á þessum slóðum í dag?„Kannski ekki akkúrat núna en þetta á nú eftir að lagast. Þetta er bara rétt í dag og dregur síðan úr úrkomunni suðvestanlands svo hjaðnar þetta væntanlega smám saman en á morgun verður úrkomulítið. Þannig að þetta er nú bara svona rétt núna á meðan þetta úrkomusvæði er að ganga yfir sem þarf að hafa varann á ef fólk er á ferðinni,“ segir Hrafn. Hrafn segir að erfitt sé að segja til um það hvort fleiri vegir fari í sundur í dag. „Það eru alveg líkur á því, það gerðist í gær og úrkoman er að aukast aftur núna næstu klukkutímana og þetta er þá bara viðbót. Viðkvæmur jarðvegurinn tekur ekki eins vel við. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Hrafn. Veður Tengdar fréttir Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15 Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10 Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10 Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að framlengja úrkomuviðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Á síðasta sólarhring hefur rignt gríðarlega á vesturhelmingi landsins og útlit er fyrir enn meiri ofankomu á næstu klukkutímum. Á Vestfjörðum er gul úrkomuviðvörun í gildi til klukkan átta í kvöld en appelsínugul í Faxaflóa og Breiðafirði til klukkan sex síðdegis. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands ráðleggur íbúum á Vesturhluta landsins að fylgjast vel með fréttum, ástandi vega og vefsvæði veðurstofunnar því ástandið verður endurmetið jafnóðum. „Það verður aðeins aukning á úrkomunni núna á næstu klukkutímum á Snæfellsnesi og Mýrum og svo inná Breiðafirði þar sem úrkomubakki er að ferðast yfir. Það dró svolítið úr úrkomunni á Vestfjörðum og við Breiðafjörð í gærkvöldi og í nótt þannig að við eigum von á að aukist núna aðeins aftur og verði jafnvel mikil úrkoma á ákveðnum stöðum,“ segir Hrafn.Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar er svona mikil ofankoma?„Fylgjast vel með fréttum og Vegagerðinni, ástandi vega, það hafa einhverjir vegir rofnað þarna, aðallega í Skagaströnd og einhverjar skriður fallið ekki mikið samt, en það eru alltaf líkur á því að það gerist í dag.“ Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Sjá nánar: Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggðaEr sniðugt að fólk sé mikið á ferli á þessum slóðum í dag?„Kannski ekki akkúrat núna en þetta á nú eftir að lagast. Þetta er bara rétt í dag og dregur síðan úr úrkomunni suðvestanlands svo hjaðnar þetta væntanlega smám saman en á morgun verður úrkomulítið. Þannig að þetta er nú bara svona rétt núna á meðan þetta úrkomusvæði er að ganga yfir sem þarf að hafa varann á ef fólk er á ferðinni,“ segir Hrafn. Hrafn segir að erfitt sé að segja til um það hvort fleiri vegir fari í sundur í dag. „Það eru alveg líkur á því, það gerðist í gær og úrkoman er að aukast aftur núna næstu klukkutímana og þetta er þá bara viðbót. Viðkvæmur jarðvegurinn tekur ekki eins vel við. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Hrafn.
Veður Tengdar fréttir Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15 Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10 Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10 Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15
Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10
Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10
Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43