Landsréttur staðfesti sýknudóm í nauðgunarmáli Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 21:42 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í janúar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni frá því í desember árið 2018 var staðfestur í Landsrétti í dag. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir nauðgun í febrúar árið 2018 og var gefin út ákæra í júnímánuði sama ár. Brotaþoli og ákærði lýstu málsatvikum með ólíkum hætti. Í dómi héraðsdóms segir að þau hafi bæði verið stöðug í framburði sínum og röktu aðdragandann með skýrum og greinargóðum hætti en mikið hafi borið á milli varðandi atriði sem skiptu máli fyrir úrlausn málsins, til að mynda hvort ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi. Manninum var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, sem hafði áður unnið hjá honum. Hún segir manninn hafa rifið hana að sér og byrjað að káfa á henni utanklæða og við það hafi hún frosið. Hann hafi síðan farið inn á hana, káfað á kynfærum hennar, girt niður um hana og fleygt henni á fjórar fætur. Í vitnisburði konunnar segist hún hafa klemmt saman lærin en ákærði tekið í þau og fært í sundur til þess að ná vilja sínum fram. Ákærði lýsti atvikum á annan hátt og sagði konuna meðal annars hafa hvatt hann áfram og beðið hann um að „taka sig“. Þessu hafnaði konan og sagðist hún hafa spurt ákærða hvað hann „væri eiginlega að gera“ og bent honum á að það væri „eitthvað rangt við þetta“. Daginn eftir leitaði konan á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og gekkst undir skoðun. Við skoðun fannst nýlegur marblettur á konunni og kom fram að hún væri aum í leggangaopi og á spöng. Í skýrslu læknis kom fram að konan hefði verið „skýr og skelegg“ og segði skýrt frá atburðarásinni án allrar tilfinningasemi. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún vildi þetta ekki og fyndi fyrir reiði. Hún væri ekki hrædd við ákærða en henni byði við honum. Ekki þótti sannað að ákærði hafi haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ofbeldi. Því var ákærði sýknaður af öllum kröfum. Dómsmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni frá því í desember árið 2018 var staðfestur í Landsrétti í dag. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir nauðgun í febrúar árið 2018 og var gefin út ákæra í júnímánuði sama ár. Brotaþoli og ákærði lýstu málsatvikum með ólíkum hætti. Í dómi héraðsdóms segir að þau hafi bæði verið stöðug í framburði sínum og röktu aðdragandann með skýrum og greinargóðum hætti en mikið hafi borið á milli varðandi atriði sem skiptu máli fyrir úrlausn málsins, til að mynda hvort ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi. Manninum var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna, sem hafði áður unnið hjá honum. Hún segir manninn hafa rifið hana að sér og byrjað að káfa á henni utanklæða og við það hafi hún frosið. Hann hafi síðan farið inn á hana, káfað á kynfærum hennar, girt niður um hana og fleygt henni á fjórar fætur. Í vitnisburði konunnar segist hún hafa klemmt saman lærin en ákærði tekið í þau og fært í sundur til þess að ná vilja sínum fram. Ákærði lýsti atvikum á annan hátt og sagði konuna meðal annars hafa hvatt hann áfram og beðið hann um að „taka sig“. Þessu hafnaði konan og sagðist hún hafa spurt ákærða hvað hann „væri eiginlega að gera“ og bent honum á að það væri „eitthvað rangt við þetta“. Daginn eftir leitaði konan á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og gekkst undir skoðun. Við skoðun fannst nýlegur marblettur á konunni og kom fram að hún væri aum í leggangaopi og á spöng. Í skýrslu læknis kom fram að konan hefði verið „skýr og skelegg“ og segði skýrt frá atburðarásinni án allrar tilfinningasemi. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún vildi þetta ekki og fyndi fyrir reiði. Hún væri ekki hrædd við ákærða en henni byði við honum. Ekki þótti sannað að ákærði hafi haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ofbeldi. Því var ákærði sýknaður af öllum kröfum.
Dómsmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira