Segir ákveðna starfsmenn hafa beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum um formannssæti Eflingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2019 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar hafi beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsætið hjá Eflingu. Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í veikindafríi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að stéttarfélagið hafi brotið gegn réttindum sínum. Lára sagði í fréttum í gær að engin sáttavilji hefði komið fram hjá Eflingu að leysa málið. Þá væru þrír starfsmannanna félagsmenn í Eflingu en hafi ekki geta leitað eftir stuðningi þar. „Hvert á fólk að leita ef það getur ekki leitað til stéttarfélagsins síns? Þetta er vandi og spurning hvernig er hægt að bregðast við og aðstoða fólkið því það virðist ekki fá hjálp frá Eflingu sem ætti að aðstoða það, því miður,“ segir Lára.VR aðstoðar einn starfsmannanna í máli gegn Eflingu Einn starfsmannanna fjögurra er í VR stéttarfélagi og hefur leitað liðsinnis VR í deilunni við Eflingu. Ragnar Þór Ingólfsson segir að þegar slík mál komi upp fari þau í hefðbundið ferli innan félagsins og lögmaður fari yfir málið með viðkomandi. „Það er leitað sátta eins og gerist í flest öllum málum og sem betur fer þá ná stéttarfélögin í 95% tilvika sáttum þegar svona mál koma upp gagnvart vinnuveitendum. Ég get staðfest að lögmaður VR er með málið á sínu borði og er að vinna það fyrir okkur. Ég get ekki svarað því hvort málið endi fyrir dómstólum. Svona mál geta verið mjög viðkvæm og miklar tilfinningar í spilinu. Ég reikna að það fara að koma niðurstaða í þessu máli. Ástæðan fyrir því að þetta hefur tekið svona langan tíma er að svona mál geta almennt tekið langan tíma,“ segir Ragnar. Starfsmenn stéttarfélaga hafa ekki alltaf verið sáttir við endurnýjun forystunnar Ragnar segir afar sjaldgæft að starfsmaður stéttarfélags fari í mál við sitt eigið félag. „Það hefur komið til tals að Alþýðusambandið setji upp einhvers konar ferla þegar slík mál koma upp og fengnir séu utanaðkomandi lögmenn til að aðstoða viðkomandi starfsmanna“ segir Ragnar. Ragnar segir ennfremur að sú mikla endurnýjun sem hafi orðið á forystu stéttarfélaga undanfarin misseri falli ekki alltaf í kramið hjá starfsfólki. „Þetta hefur verið endurnýjun sem að starfsmenn sumra stéttarfélaga hafa ekki verið alltof sáttir við. Það var viðbúið að það yrði óánægja með nýkjörna forystu Eflingar. Og aðlögunin þeirra hefur orðið erfiðari en maður hefði ætlað,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort að starfsmaðurinn sem hefur nú leitað til VR vegna máls síns við Eflingu sé einn af þeim óánægðu segir Ragnar. „Ég er einfaldlega að benda á það að það kom berlega í ljós í kosningabaráttu núverandi forystu Eflingar að ákveðnir starfsmenn beittu sér í kosningabaráttunni gegn öðrum frambjóðandanum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í veikindafríi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að stéttarfélagið hafi brotið gegn réttindum sínum. Lára sagði í fréttum í gær að engin sáttavilji hefði komið fram hjá Eflingu að leysa málið. Þá væru þrír starfsmannanna félagsmenn í Eflingu en hafi ekki geta leitað eftir stuðningi þar. „Hvert á fólk að leita ef það getur ekki leitað til stéttarfélagsins síns? Þetta er vandi og spurning hvernig er hægt að bregðast við og aðstoða fólkið því það virðist ekki fá hjálp frá Eflingu sem ætti að aðstoða það, því miður,“ segir Lára.VR aðstoðar einn starfsmannanna í máli gegn Eflingu Einn starfsmannanna fjögurra er í VR stéttarfélagi og hefur leitað liðsinnis VR í deilunni við Eflingu. Ragnar Þór Ingólfsson segir að þegar slík mál komi upp fari þau í hefðbundið ferli innan félagsins og lögmaður fari yfir málið með viðkomandi. „Það er leitað sátta eins og gerist í flest öllum málum og sem betur fer þá ná stéttarfélögin í 95% tilvika sáttum þegar svona mál koma upp gagnvart vinnuveitendum. Ég get staðfest að lögmaður VR er með málið á sínu borði og er að vinna það fyrir okkur. Ég get ekki svarað því hvort málið endi fyrir dómstólum. Svona mál geta verið mjög viðkvæm og miklar tilfinningar í spilinu. Ég reikna að það fara að koma niðurstaða í þessu máli. Ástæðan fyrir því að þetta hefur tekið svona langan tíma er að svona mál geta almennt tekið langan tíma,“ segir Ragnar. Starfsmenn stéttarfélaga hafa ekki alltaf verið sáttir við endurnýjun forystunnar Ragnar segir afar sjaldgæft að starfsmaður stéttarfélags fari í mál við sitt eigið félag. „Það hefur komið til tals að Alþýðusambandið setji upp einhvers konar ferla þegar slík mál koma upp og fengnir séu utanaðkomandi lögmenn til að aðstoða viðkomandi starfsmanna“ segir Ragnar. Ragnar segir ennfremur að sú mikla endurnýjun sem hafi orðið á forystu stéttarfélaga undanfarin misseri falli ekki alltaf í kramið hjá starfsfólki. „Þetta hefur verið endurnýjun sem að starfsmenn sumra stéttarfélaga hafa ekki verið alltof sáttir við. Það var viðbúið að það yrði óánægja með nýkjörna forystu Eflingar. Og aðlögunin þeirra hefur orðið erfiðari en maður hefði ætlað,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort að starfsmaðurinn sem hefur nú leitað til VR vegna máls síns við Eflingu sé einn af þeim óánægðu segir Ragnar. „Ég er einfaldlega að benda á það að það kom berlega í ljós í kosningabaráttu núverandi forystu Eflingar að ákveðnir starfsmenn beittu sér í kosningabaráttunni gegn öðrum frambjóðandanum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira