Lífið

Jon­a­t­han Van Ness greindur með HIV

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jonathan Van Ness, stjarna Queer Eye þáttanna, var greindur með eyðni þegar hann var 25 ára.
Jonathan Van Ness, stjarna Queer Eye þáttanna, var greindur með eyðni þegar hann var 25 ára. getty/Jeff Kravitz
Jonathan Van Ness, stjarna raunveruleikaþáttanna Queer Eye, opinberaði í viðtali við New York Times í gær að hann hafi greinst með HIV. Hann fór um víðan völl í viðtalinu en það var tekið í tilefni útgáfu sjálfsævisögu hans, sem ber titilinn Over the Top.

Í viðtalinu ræðir Van Ness það einnig að hann hafi verið misnotaður sem barn af eldri strák og að hann hafi orðið fyrir einelti í skóla vegna kynhneigðar sinnar.

Þá greinir hann frá því að hann hafi orðið háður metamfetamíni þegar hann var rétt rúmlega tvítugur og hafi farið tvisvar sinnum í meðferð vegna þess. Hann segir þá að hann taki ekki lengur „hörð“ eiturlyf en reyki og drekki marijúana.

Van Ness segir að hann hafi verið 25 ára gamall þegar hann greindist með HIV. Hann hafi þá unnið á hárgreiðslustofu og það hafi liðið yfir hann en einu einkennin sem hann fann fyrir hafi verið flensu einkenni. Hann hafi farið á heilsugæslustöð og þá greinst með HIV.

„Ég er stoltur meðlimur í samfélagi þeirra sem greinst hafa með HIV,“ segir Van Ness í viðtalinu og bætir við að hann sé við hestaheilsu.







Van Ness hefur notið mikilla vinsælda í þáttunum Queer Eye vegna þess hve opinn og tilfinninganæmur hann er.

Nýlega opinberaði Van Ness það í viðtali að hann sé kynsegin. „Ég er feginn að ég geti talað opinskátt um þá hluti sem hafa áhrif á líf mitt,“ skrifaði Van Ness í yfirskrift við mynd sem hann birti á Instagram eftir viðtalið.

Eftir viðtalið við New York Times leituðu margir til Internetsins til að sýna Van Ness stuðning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×