Forsvarsmenn Könnunarsafnsins ekki af baki dottnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2019 19:30 Könnnarsafninu á Húsavík verður að óbreyttu lokað í október vegna fjárhagsvandræða. Húsnæði safnsins hefur verið sett á sölu en safnstjórinn er staðráðinn í því að koma safninu upp aftur. Safnið var opnað með pomp og prakt árið 2014 og er það helgað könnunarsögu mannsins. Frá stofnun hefur það vakið talsverða alþjóðlega athygli og hefur til að mynda verið fjallað um það í sumum af stærstu fjölmiðlum heimsins. Þessi athygli hefur hins vegar ekki skilað sér í aukinni aðsókn.Sjá einnig:„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends tímaritsÖrlygur Hnefill Örlygsson er safnstjóri safnsins.„Svona safn stendur ekki undir sér sjálft. Það þarf að hafa sterka bakhjarla. Við höfum verið að reka fjölþætta ferðaþjónustu fjölskyldan hér á Húsavík og við urðum fyrir ákveðnum áföllum í fyrra og það gerir það að verkum að við ráðum ekki við að halda þessu húsi lengur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri safnsins. Áföllin sem Örlygur vísar til eru miklar tafir á gatnaframkvæmdum Norðurþings fyrir utan gistiheimili hans á síðasta ári, sem Örlygur telur að hafi kostað fyrirtækið milljónir. „Þetta er sárt fyrir okkur. Við erum búin að setja mikla sál í þetta hús og þetta hús á sér langa sögu en við erum alveg staðráðin í því að koma safninu upp aftur,“ segir Örlygur.Sóttu um styrk en fengu ekki Örlygur hefur leitað ýmsa ráða til að að halda safninu opnu og sótti hann meðal annars um styrk til Norðurþings, sem var hafnað á dögunum. „Við reyndum þetta. Sveitarfélagið hefur styrkt hin söfnin hérna í bænum og okkur fannst vert að reyna þetta. Við erum reyndar eina safnið hér sem borgar fasteignagjöld. Við erum nú að reyna að fá leiðréttingu á því en þetta er hluti af því sem við erum að reyna,“ segir Örlygur.Geimferðahluti safnsins er jafnan sá sem vekur mesta athygli.Vísir/Tryggvi PállÞrátt fyrir að safninu verði lokað í núverandi mynd í október er Örlygur staðráðinn í því að koma því upp aftur. „Safnið er ekki að leggjast niður en við auðvitað þurfum að pakka því saman núna og höldum öllum safnmunum, það er bara húsið sem við erum að selja þannig að við erum auðvitað strax farin að leita leiða til að koma þessu safni upp aftur.“ Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél Ólafur Ragnar Grímsson lenti við höfnina á Húsavík til að vera viðstaddur opnun Könnunarsafns Íslands. 24. maí 2014 13:34 Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 „Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsögusafnsins á Húsavík, var klæddur í geimfarabúning á forsíðu ferðatímarits flugvélagsins Air Berlin. 1. október 2015 16:17 Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hefur fengið lausn frá embættisskyldum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúi. Ástæða þess er að hann ætlar sér að höfða skaðabótamál gegn sveitarfélaginu. 30. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Könnnarsafninu á Húsavík verður að óbreyttu lokað í október vegna fjárhagsvandræða. Húsnæði safnsins hefur verið sett á sölu en safnstjórinn er staðráðinn í því að koma safninu upp aftur. Safnið var opnað með pomp og prakt árið 2014 og er það helgað könnunarsögu mannsins. Frá stofnun hefur það vakið talsverða alþjóðlega athygli og hefur til að mynda verið fjallað um það í sumum af stærstu fjölmiðlum heimsins. Þessi athygli hefur hins vegar ekki skilað sér í aukinni aðsókn.Sjá einnig:„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends tímaritsÖrlygur Hnefill Örlygsson er safnstjóri safnsins.„Svona safn stendur ekki undir sér sjálft. Það þarf að hafa sterka bakhjarla. Við höfum verið að reka fjölþætta ferðaþjónustu fjölskyldan hér á Húsavík og við urðum fyrir ákveðnum áföllum í fyrra og það gerir það að verkum að við ráðum ekki við að halda þessu húsi lengur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri safnsins. Áföllin sem Örlygur vísar til eru miklar tafir á gatnaframkvæmdum Norðurþings fyrir utan gistiheimili hans á síðasta ári, sem Örlygur telur að hafi kostað fyrirtækið milljónir. „Þetta er sárt fyrir okkur. Við erum búin að setja mikla sál í þetta hús og þetta hús á sér langa sögu en við erum alveg staðráðin í því að koma safninu upp aftur,“ segir Örlygur.Sóttu um styrk en fengu ekki Örlygur hefur leitað ýmsa ráða til að að halda safninu opnu og sótti hann meðal annars um styrk til Norðurþings, sem var hafnað á dögunum. „Við reyndum þetta. Sveitarfélagið hefur styrkt hin söfnin hérna í bænum og okkur fannst vert að reyna þetta. Við erum reyndar eina safnið hér sem borgar fasteignagjöld. Við erum nú að reyna að fá leiðréttingu á því en þetta er hluti af því sem við erum að reyna,“ segir Örlygur.Geimferðahluti safnsins er jafnan sá sem vekur mesta athygli.Vísir/Tryggvi PállÞrátt fyrir að safninu verði lokað í núverandi mynd í október er Örlygur staðráðinn í því að koma því upp aftur. „Safnið er ekki að leggjast niður en við auðvitað þurfum að pakka því saman núna og höldum öllum safnmunum, það er bara húsið sem við erum að selja þannig að við erum auðvitað strax farin að leita leiða til að koma þessu safni upp aftur.“
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél Ólafur Ragnar Grímsson lenti við höfnina á Húsavík til að vera viðstaddur opnun Könnunarsafns Íslands. 24. maí 2014 13:34 Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 „Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsögusafnsins á Húsavík, var klæddur í geimfarabúning á forsíðu ferðatímarits flugvélagsins Air Berlin. 1. október 2015 16:17 Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hefur fengið lausn frá embættisskyldum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúi. Ástæða þess er að hann ætlar sér að höfða skaðabótamál gegn sveitarfélaginu. 30. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Forseti Íslands til Húsavíkur með sjóflugvél Ólafur Ragnar Grímsson lenti við höfnina á Húsavík til að vera viðstaddur opnun Könnunarsafns Íslands. 24. maí 2014 13:34
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30
„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri Könnunarsögusafnsins á Húsavík, var klæddur í geimfarabúning á forsíðu ferðatímarits flugvélagsins Air Berlin. 1. október 2015 16:17
Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Örlygur Hnefill Örlygsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hefur fengið lausn frá embættisskyldum sínum sem sveitarstjórnarfulltrúi. Ástæða þess er að hann ætlar sér að höfða skaðabótamál gegn sveitarfélaginu. 30. ágúst 2019 07:30