Óttast um afdrif frænda síns sem var skotinn í fíkniefnastríðinu á Filippseyjum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. september 2019 20:30 Íslendingur ættaður frá Filippseyjum bíður nú milli vonar og ótta fregna um afdrif systursonar síns, sem var skotinn í baráttu við fíkniefnasala í fyrradag. Hann segir að tvær hliðar séu á mannréttindamálum á Filippseyjum. Óðinn Uy Surian var einn nokkurra Íslendinga, sem eru ættaðir frá Filippseyjum, sem sátu ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum í Neskirkju í gær. Uppnám varð þegar kona gerði hróp að móður sem var að lýsa dauða sonar síns fyrir hendi lögreglu á Filippseyjum.Frændi Óðins var skotinn sjö sinnum og liggur á spítala.Vísir/Stöð 2Ættingi skotinn í fíkniefnastríðinu fyrir helgi Á ráðstefnunni í gær, sem skipuleggjendur kalla neyðarfund, voru sagðar sögur af ógnarverkum lögreglu og hers á Filippseyjum. Óðinn sótti fundinn en daginn áður hafði hann fengið þær fréttir af systursyni sínum, sem er lögreglumaður, að hann hefði verið skotinn af fíkniefnasölum. „Hann er mjög góður og heiðarlegur lögreglumaður. Hann er særður, liggur á gjörgæslu og berst fyrir lífi sínu. Hann er með sjö byssukúlur í líkama sínum. Hann birti eiturlyfjabarón handtökuskipun en þeir skutu sjö byssukúlum í hann,“ segir Óðinn. Fjöldi Íslendinga er ættaður frá Filippseyingum og í því samfélagi eru afar skiptar skoðanir á því sem er að gerast í upprunalandinu. Annars vegar eru þeir sem telja átakið gegn fíkniefnum réttlætanlegt þó að því fylgi mikið harðfylgi og jafnvel skeytingarleysi gagnvart saklausum fórnarlömbum. Hins vegar svo þeir sem segja að Filippseyjar séu á fleygiferð í átt að einræði og ógnarstjórn. „Ég tel rétt að láta rannsókn fara fram ef hún er óhlutdræg. Rannsakendur verða að skoða sjónarmið beggja. Svo virðist sem menn hafi gert upp hug sinn þess efnis að mannréttindabrot hafi í raun átt sér stað. Svo er hins vegar ekki,“ segir Óðinn.Frá fundinum í Neskirkju í gær.Vísir/Stöð 2Segir Filippseyjar jafn öruggar og Ísland Átján ríki samþykktu ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að lýsa formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filipseyjum og hvatt var til þess að stöðvaðar yrðu aftökur í landinu án dóms og laga. Ályktunin vakti litla hrifningu Rodrigo Duteres, forseta Filipseyja. Óðinn er því ekki sammála. „Spyrjið þá sem þekkja málið. Ég fer þangað þrisvar á ári. Staðan var sú að ég varð að fara með elstu dóttur mína inn í hús fyrir kl. 18. Þegar ég var þar síðast í júlí var mun öruggara þar. Mér finnst ég vera jafnöruggan þar og á Íslandi núna,“ segir Óðinn. Filippseyjar Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 „Þetta er algjört brjálæði“ Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta á Filippseyjum. 21. september 2019 21:00 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Íslendingur ættaður frá Filippseyjum bíður nú milli vonar og ótta fregna um afdrif systursonar síns, sem var skotinn í baráttu við fíkniefnasala í fyrradag. Hann segir að tvær hliðar séu á mannréttindamálum á Filippseyjum. Óðinn Uy Surian var einn nokkurra Íslendinga, sem eru ættaðir frá Filippseyjum, sem sátu ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum í Neskirkju í gær. Uppnám varð þegar kona gerði hróp að móður sem var að lýsa dauða sonar síns fyrir hendi lögreglu á Filippseyjum.Frændi Óðins var skotinn sjö sinnum og liggur á spítala.Vísir/Stöð 2Ættingi skotinn í fíkniefnastríðinu fyrir helgi Á ráðstefnunni í gær, sem skipuleggjendur kalla neyðarfund, voru sagðar sögur af ógnarverkum lögreglu og hers á Filippseyjum. Óðinn sótti fundinn en daginn áður hafði hann fengið þær fréttir af systursyni sínum, sem er lögreglumaður, að hann hefði verið skotinn af fíkniefnasölum. „Hann er mjög góður og heiðarlegur lögreglumaður. Hann er særður, liggur á gjörgæslu og berst fyrir lífi sínu. Hann er með sjö byssukúlur í líkama sínum. Hann birti eiturlyfjabarón handtökuskipun en þeir skutu sjö byssukúlum í hann,“ segir Óðinn. Fjöldi Íslendinga er ættaður frá Filippseyingum og í því samfélagi eru afar skiptar skoðanir á því sem er að gerast í upprunalandinu. Annars vegar eru þeir sem telja átakið gegn fíkniefnum réttlætanlegt þó að því fylgi mikið harðfylgi og jafnvel skeytingarleysi gagnvart saklausum fórnarlömbum. Hins vegar svo þeir sem segja að Filippseyjar séu á fleygiferð í átt að einræði og ógnarstjórn. „Ég tel rétt að láta rannsókn fara fram ef hún er óhlutdræg. Rannsakendur verða að skoða sjónarmið beggja. Svo virðist sem menn hafi gert upp hug sinn þess efnis að mannréttindabrot hafi í raun átt sér stað. Svo er hins vegar ekki,“ segir Óðinn.Frá fundinum í Neskirkju í gær.Vísir/Stöð 2Segir Filippseyjar jafn öruggar og Ísland Átján ríki samþykktu ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að lýsa formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filipseyjum og hvatt var til þess að stöðvaðar yrðu aftökur í landinu án dóms og laga. Ályktunin vakti litla hrifningu Rodrigo Duteres, forseta Filipseyja. Óðinn er því ekki sammála. „Spyrjið þá sem þekkja málið. Ég fer þangað þrisvar á ári. Staðan var sú að ég varð að fara með elstu dóttur mína inn í hús fyrir kl. 18. Þegar ég var þar síðast í júlí var mun öruggara þar. Mér finnst ég vera jafnöruggan þar og á Íslandi núna,“ segir Óðinn.
Filippseyjar Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 „Þetta er algjört brjálæði“ Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta á Filippseyjum. 21. september 2019 21:00 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03
„Þetta er algjört brjálæði“ Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta á Filippseyjum. 21. september 2019 21:00
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31
Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15