Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Sylvía Hall skrifar 22. september 2019 23:15 Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. Þar vísar hún í orð Haraldar Johannessen í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann segir það vera „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hafi gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar ef til starfsloka kæmi. Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem meðal annars var rætt um stöðuna innan lögreglunnar. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald innan lögreglunnar og sagði formaður lögreglufélags Reykjavíkur framkomu ríkislögreglustjóra langt í frá vera honum til framdráttar.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Mér finnst að það þurfi að koma upp á yfirborðið og hann þurfi að skýra sín orð betur vegna þess að það í raun og veru er mjög slæmt bara inn á við inn í lögregluna og líka fyrir okkur borgara samfélagsins, að vita það að æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu tali um spillingu innan lögreglunnar. Við þurfum bara að fá botn í það mál, af því ef svo er þá er það mjög alvarlegur hlutur og hann þarf í raun og veru að útskýra það,“ segir Rósa Björk. Hún segir það vera erfitt fyrir fólk sem ekki þekkti til innri starfsemi lögreglunnar að átta sig á þeirri stöðu sem þar er uppi. Hinn almenni borgari geti ekki vitað hvaða öfl séu að takast á. „Það er svolítið erfitt að vita nákvæmlega hvað á sér stað. Þess vegna þarf kannski bara að leiða það til lykta ef það er eitthvað sem er eins og hann gefur sterklega til kynna, einhver spilling og einhver átök sem eiga ekki að þurfa að vera innan lögreglunnar, þá þarf að leiða það til lykta.“ Þá áréttar Rósa Björk að slíkum yfirlýsingum fylgi mikil ábyrgð og þessi ummæli gætu mögulega rýrt traust almennings til lögreglunnar. „Það er auðvitað mjög slæmt ef ríkislögreglustjóri kemur ekki og útskýrir fyrir borgurunum hvað hann á nákvæmlega við eins og til að mynda í þessu tilviki. Það er ábyrgð að koma fram með svona yfirlýsingar, eins og þegar kemur að trausti í garð lögreglunnar,“ segir Rósa Björk. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Víglínan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. Þar vísar hún í orð Haraldar Johannessen í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann segir það vera „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hafi gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar ef til starfsloka kæmi. Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem meðal annars var rætt um stöðuna innan lögreglunnar. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald innan lögreglunnar og sagði formaður lögreglufélags Reykjavíkur framkomu ríkislögreglustjóra langt í frá vera honum til framdráttar.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Mér finnst að það þurfi að koma upp á yfirborðið og hann þurfi að skýra sín orð betur vegna þess að það í raun og veru er mjög slæmt bara inn á við inn í lögregluna og líka fyrir okkur borgara samfélagsins, að vita það að æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu tali um spillingu innan lögreglunnar. Við þurfum bara að fá botn í það mál, af því ef svo er þá er það mjög alvarlegur hlutur og hann þarf í raun og veru að útskýra það,“ segir Rósa Björk. Hún segir það vera erfitt fyrir fólk sem ekki þekkti til innri starfsemi lögreglunnar að átta sig á þeirri stöðu sem þar er uppi. Hinn almenni borgari geti ekki vitað hvaða öfl séu að takast á. „Það er svolítið erfitt að vita nákvæmlega hvað á sér stað. Þess vegna þarf kannski bara að leiða það til lykta ef það er eitthvað sem er eins og hann gefur sterklega til kynna, einhver spilling og einhver átök sem eiga ekki að þurfa að vera innan lögreglunnar, þá þarf að leiða það til lykta.“ Þá áréttar Rósa Björk að slíkum yfirlýsingum fylgi mikil ábyrgð og þessi ummæli gætu mögulega rýrt traust almennings til lögreglunnar. „Það er auðvitað mjög slæmt ef ríkislögreglustjóri kemur ekki og útskýrir fyrir borgurunum hvað hann á nákvæmlega við eins og til að mynda í þessu tilviki. Það er ábyrgð að koma fram með svona yfirlýsingar, eins og þegar kemur að trausti í garð lögreglunnar,“ segir Rósa Björk.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Víglínan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30