Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2019 06:00 Meðal hlutverka nýrrar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður að framfylgja stefnu stjórnvalda um aðgengi almennings að viðunandi húsnæði óháð efnahag og búsetu. Fréttablaðið/Ernir Fjórar nýjar ríkisstofnanir verða til á næstunni nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun og verður hinni nýju stofnun ætlað að „annast framkvæmd húsnæðis- og byggingarmála hér á landi og framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem er vistvænt, heilsusamlegt og uppfyllir nútímakröfur og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform“, að því er fram kemur í þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarp fjármálaráðherra um nýja Nýsköpunar- og umbótastofnun verður lagt fram í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri stofnun á þessu sviði sem heildstæð nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja frumvarp um endurupptökudóm fram að nýju en frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála var fyrst lagt fram í tíð Sigríðar Á. Andersen. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Í frumvarpinu er lagt til að endurupptökunefnd verði lögð niður og settur verði á fót sérdómstóll sem skeri úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt frumvarpinu á hinn nýi dómstóll að hafa aðsetur hjá Dómstólasýslunni. Á næstu dögum verður lagt fram að nýju frumvarp fjármálaráðherra um Þjóðarsjóð. Sjóðnum verður ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Ekki er ljóst af frumvarpinu hvort og hve mikil yfirbygging Þjóðarsjóðs verður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir áformin ekki til þess fallin að auka skilvirkni eða hagræðingu í kerfinu, það sé einfaldlega ekki innbyggt í ríkisstjórnina. „Það er alltaf gott að sameina ríkisstofnanir og reyna að ná sem mestri hagræðingu í ríkisrekstri en þessi ríkisstjórn er ekki að einfalda stjórnkerfið, hún er að flækja það,“ segir Þorgerður Katrín. „Ríkisstjórnin er ekki að spá í neitt annað en að halda sér saman, á meðan þenst ríkisbáknið út.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Fjórar nýjar ríkisstofnanir verða til á næstunni nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun og verður hinni nýju stofnun ætlað að „annast framkvæmd húsnæðis- og byggingarmála hér á landi og framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem er vistvænt, heilsusamlegt og uppfyllir nútímakröfur og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform“, að því er fram kemur í þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarp fjármálaráðherra um nýja Nýsköpunar- og umbótastofnun verður lagt fram í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri stofnun á þessu sviði sem heildstæð nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja frumvarp um endurupptökudóm fram að nýju en frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála var fyrst lagt fram í tíð Sigríðar Á. Andersen. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Í frumvarpinu er lagt til að endurupptökunefnd verði lögð niður og settur verði á fót sérdómstóll sem skeri úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt frumvarpinu á hinn nýi dómstóll að hafa aðsetur hjá Dómstólasýslunni. Á næstu dögum verður lagt fram að nýju frumvarp fjármálaráðherra um Þjóðarsjóð. Sjóðnum verður ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Ekki er ljóst af frumvarpinu hvort og hve mikil yfirbygging Þjóðarsjóðs verður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir áformin ekki til þess fallin að auka skilvirkni eða hagræðingu í kerfinu, það sé einfaldlega ekki innbyggt í ríkisstjórnina. „Það er alltaf gott að sameina ríkisstofnanir og reyna að ná sem mestri hagræðingu í ríkisrekstri en þessi ríkisstjórn er ekki að einfalda stjórnkerfið, hún er að flækja það,“ segir Þorgerður Katrín. „Ríkisstjórnin er ekki að spá í neitt annað en að halda sér saman, á meðan þenst ríkisbáknið út.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði