Toyota Land Cruiser nær 10 milljón seldum eintökum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. september 2019 11:30 Toyota Land Cruiser og Kazuhiro Okada verkefnastjóri þróunar nýrra bíla hjá Toyota Getty Hinn goðsagnakenndi Land Cruiser á 68 ára afmæli í ár og hefur selst í yfir 10 milljónum eintaka um allan heim. Land Cruiser leit fyrst dagsins ljós árið 1951 og var hugsaður sem tæki fyrir löggæsluyfirvöld í Japan til að tækla hrjóstugar aðstæður. Þegar Land Cruiser BJ var kynntur til sögunnar var skyndilega kominn bíll sem gat farið leiðir sem áður voru einungis færar á hestbaki. BJ bíllinn var notaður í hernaði. Eftir að fyrsta kynslóðin sló í gegn var kynnt til sögunnar 20 línan. Við hönnun hennar var lögð áhersla á aukin þægindi og japanski herinn ekki lengur eini viðskiptavinurinn. Trú á óbilandi Land Cruiser bíla hóf að festast í sessi hjá vissum hópum viðskiptavina.Í gegnum tíðina hafa 14 kynslóðir komið út og hefur Toyota selt yfir 10 milljonir eintaka af Land Cruiser. Engin undirtegunda Toyota hefur verið framleidd lengur en Land Cruiser. Toyota Corolla hefur þó selst í rúmlega 44 milljónum eintaka um allan heim og er mest seldi bíll í heiminum. Bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
Hinn goðsagnakenndi Land Cruiser á 68 ára afmæli í ár og hefur selst í yfir 10 milljónum eintaka um allan heim. Land Cruiser leit fyrst dagsins ljós árið 1951 og var hugsaður sem tæki fyrir löggæsluyfirvöld í Japan til að tækla hrjóstugar aðstæður. Þegar Land Cruiser BJ var kynntur til sögunnar var skyndilega kominn bíll sem gat farið leiðir sem áður voru einungis færar á hestbaki. BJ bíllinn var notaður í hernaði. Eftir að fyrsta kynslóðin sló í gegn var kynnt til sögunnar 20 línan. Við hönnun hennar var lögð áhersla á aukin þægindi og japanski herinn ekki lengur eini viðskiptavinurinn. Trú á óbilandi Land Cruiser bíla hóf að festast í sessi hjá vissum hópum viðskiptavina.Í gegnum tíðina hafa 14 kynslóðir komið út og hefur Toyota selt yfir 10 milljonir eintaka af Land Cruiser. Engin undirtegunda Toyota hefur verið framleidd lengur en Land Cruiser. Toyota Corolla hefur þó selst í rúmlega 44 milljónum eintaka um allan heim og er mest seldi bíll í heiminum.
Bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent