Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 21:43 Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar fylgjast með ræðu Donald Trump. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi.Pelosi tilkynnti fyrr í kvöld að fulltrúadeildin myndi hefja rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Í kjölfar yfirlýsingar Pelosi, sem sýnd var í beinni útsendingu, hélt Trump á Twitter þar sem hann lét vaða á demókrata vegna málsins.„Svo mikilvægur dagur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo mikil vinna og svo mikill árangur, og Demókratarnir þurfa að skemma og niðra hann með því meira af brjótandi Nornaveiðarusli. Svo slæmt fyrir þjóðina,“ skrifar Trump.Such an important day at the United Nations, so much work and so much success, and the Democrats purposely had to ruin and demean it with more breaking news Witch Hunt garbage. So bad for our Country! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.Trump hafði þangað til í dag ekki viljað gefa út nákvæmlega hvað fór á milli hans og Selenskíj en fyrr í dag heimilaði hann að afrit af samtalinu yrði gefið út.Mun það koma fyrir sjónir almennings á morgun.„Þeir hafa ekki einu sinni séð afrit af símtalinu. Algjörar nornaveiðar,“ skrifar Trump og bætir reyndar um betur. „FORSETALEG ÁREITNI“They never even saw the transcript of the call. A total Witch Hunt! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019PRESIDENTIAL HARASSMENT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Fjórði forsetinn sem þingið rannsakar fyrir möguleg embættisbrot Öldungardeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, samþykkti samhljóða í kvöld ályktun þar sem farið er fram á það við Hvíta húsið að þingið fái afrit af kvörtun sem uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram vegna símtalsins. Kvörtunin er það sem kom málinu af stað.Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna um aðhefja hið formlega ferli sem gæti á endanumleitt til þess að Trump fari úr embætti, verði hann ákærður og fundinn sekur um að hafa framið embættisbrot. Aðeins tveir forsetar í sögu Bandaríkjanna hafa verið formlega ákærðir. Andrew Johnson og Bill Clinton. Clinton var sýknaður en ekki náðist tilskyldur meirihluti á Bandaríkjaþingi til að sakfella Johnson. Báðir sátu því áfram í embætti.Bandaríkjaþing hóf einnig formlegt ferli til þess að rannsaka hvort að Richard Nixon hafði gerst sekur um embættisbrot, en hann sagði af sér embætti árið 1974, áður en að formleg ákvörðun um hvort ákæra ætti hann var tekin. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi.Pelosi tilkynnti fyrr í kvöld að fulltrúadeildin myndi hefja rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Í kjölfar yfirlýsingar Pelosi, sem sýnd var í beinni útsendingu, hélt Trump á Twitter þar sem hann lét vaða á demókrata vegna málsins.„Svo mikilvægur dagur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo mikil vinna og svo mikill árangur, og Demókratarnir þurfa að skemma og niðra hann með því meira af brjótandi Nornaveiðarusli. Svo slæmt fyrir þjóðina,“ skrifar Trump.Such an important day at the United Nations, so much work and so much success, and the Democrats purposely had to ruin and demean it with more breaking news Witch Hunt garbage. So bad for our Country! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.Trump hafði þangað til í dag ekki viljað gefa út nákvæmlega hvað fór á milli hans og Selenskíj en fyrr í dag heimilaði hann að afrit af samtalinu yrði gefið út.Mun það koma fyrir sjónir almennings á morgun.„Þeir hafa ekki einu sinni séð afrit af símtalinu. Algjörar nornaveiðar,“ skrifar Trump og bætir reyndar um betur. „FORSETALEG ÁREITNI“They never even saw the transcript of the call. A total Witch Hunt! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019PRESIDENTIAL HARASSMENT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Fjórði forsetinn sem þingið rannsakar fyrir möguleg embættisbrot Öldungardeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, samþykkti samhljóða í kvöld ályktun þar sem farið er fram á það við Hvíta húsið að þingið fái afrit af kvörtun sem uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram vegna símtalsins. Kvörtunin er það sem kom málinu af stað.Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna um aðhefja hið formlega ferli sem gæti á endanumleitt til þess að Trump fari úr embætti, verði hann ákærður og fundinn sekur um að hafa framið embættisbrot. Aðeins tveir forsetar í sögu Bandaríkjanna hafa verið formlega ákærðir. Andrew Johnson og Bill Clinton. Clinton var sýknaður en ekki náðist tilskyldur meirihluti á Bandaríkjaþingi til að sakfella Johnson. Báðir sátu því áfram í embætti.Bandaríkjaþing hóf einnig formlegt ferli til þess að rannsaka hvort að Richard Nixon hafði gerst sekur um embættisbrot, en hann sagði af sér embætti árið 1974, áður en að formleg ákvörðun um hvort ákæra ætti hann var tekin.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35
Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06