Alls ekki ætlunin að draga upp mynd af Jókernum sem hetju Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2019 14:54 Joaquin Phoenix fer með hlutverk Jókersins í myndinni. Það er alls ekki ætlunin að karakterinn Jókerinn, eða samnefnd kvikmynd sem frumsýnd verður í næsta mánuði, sé hvatning til ofbeldisverka. Ekki sé heldur ætlunin myndarinnar, kvikmyndagerðarmannanna eða framleiðslufyrirtækisins að draga upp mynd af persónunni sem hetju. Þetta kemur fram í svari bandaríski kvikmyndaframleiðandans Warner Bros. vegna ákalls aðstandenda fórnarlamba skotárásarinnar í kvikmyndahúsi í Aurora í Colorado árið 2012 þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum vegna sýningar myndarinnar og hvetja fyrirtækið til að ganga til liðs við baráttuna gegn skotárásum. Alls fórust tólf manns í árásinni í kvikmyndahúsinu í Aurora 2012 þar sem verið var að sýna The Dark Knight Rises.Gekk út úr viðtali Talsverð umræða hefur skapast um skotárásir í aðdraganda frumsýningar myndarinnar og þannig gekk Joaquin Phoenix, sem fer með titilhlutverkið í myndinni, út úr viðtali þegar hann var spurður um málið. Aðstandendur fórnarlamba árásarinnar í Aurora sögðu að það hafi runnið á það tvær grímur þegar fréttir bárust af framleiðslu myndar um Jókerinn, þar sem upp er dregin samúðarfull mynd af aðalpersónunni og einu illmenni Gotham-borgar, Jókersins.Engin hetja Í yfirlýsingu frá Warner Bros. segir að skotárásir í samfélaginu séu alvarlegt mál og að aðstandendum séu sendar innilegar samúðarkveðjur vegna missis þeirra. Bendir fyrirtækið á að það hafi lengi lagt fé til fórnarlamba ofbeldis og hvatt til lagasetningar til að bregðast við þessum faraldri. Joaquin Phoenix.Getty„Samtímis þá trúir Warner Bros. að það sé eitt af hlutverkum frásagnarlistarinnar að ýta undir erfiðar umræður um flókin viðfangsefni. Ekki veljast í nokkrum vafa; hvorki sögupersónan Jókerinn, né myndin, er hvatning til nokkurs konar ofbeldis í raunheimum. Það er ekki ætlun myndarinnar, kvikmyndagerðarmannanna eða framleiðslufyrirtækisins að draga upp mynd af persónunni sem hetju.“Ekki tekin til sýninga Upphaflega bárust fréttir af því að Jókerinn hafi veitt árásarmanninum í Aurora innblástur til voðaverkanna, en fyrir dómi kom fram að svo var í raun ekki. Jókerinn verður ekki tekin til sýninga í kvikmyndahúsinu í Aurora þar sem voðaverkin árið 2012. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ummæli sem rötuðu ekki í viðtal ýta undir kenningar um að nýi Batman muni kljást við nýja Jókerinn Sagði Pattinson við blaðamanninn að hann væri ekki vanur því að þurfa að halda trúnaði varðandi verkefnin sín. 4. september 2019 11:22 Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. 31. ágúst 2019 19:03 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Það er alls ekki ætlunin að karakterinn Jókerinn, eða samnefnd kvikmynd sem frumsýnd verður í næsta mánuði, sé hvatning til ofbeldisverka. Ekki sé heldur ætlunin myndarinnar, kvikmyndagerðarmannanna eða framleiðslufyrirtækisins að draga upp mynd af persónunni sem hetju. Þetta kemur fram í svari bandaríski kvikmyndaframleiðandans Warner Bros. vegna ákalls aðstandenda fórnarlamba skotárásarinnar í kvikmyndahúsi í Aurora í Colorado árið 2012 þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum vegna sýningar myndarinnar og hvetja fyrirtækið til að ganga til liðs við baráttuna gegn skotárásum. Alls fórust tólf manns í árásinni í kvikmyndahúsinu í Aurora 2012 þar sem verið var að sýna The Dark Knight Rises.Gekk út úr viðtali Talsverð umræða hefur skapast um skotárásir í aðdraganda frumsýningar myndarinnar og þannig gekk Joaquin Phoenix, sem fer með titilhlutverkið í myndinni, út úr viðtali þegar hann var spurður um málið. Aðstandendur fórnarlamba árásarinnar í Aurora sögðu að það hafi runnið á það tvær grímur þegar fréttir bárust af framleiðslu myndar um Jókerinn, þar sem upp er dregin samúðarfull mynd af aðalpersónunni og einu illmenni Gotham-borgar, Jókersins.Engin hetja Í yfirlýsingu frá Warner Bros. segir að skotárásir í samfélaginu séu alvarlegt mál og að aðstandendum séu sendar innilegar samúðarkveðjur vegna missis þeirra. Bendir fyrirtækið á að það hafi lengi lagt fé til fórnarlamba ofbeldis og hvatt til lagasetningar til að bregðast við þessum faraldri. Joaquin Phoenix.Getty„Samtímis þá trúir Warner Bros. að það sé eitt af hlutverkum frásagnarlistarinnar að ýta undir erfiðar umræður um flókin viðfangsefni. Ekki veljast í nokkrum vafa; hvorki sögupersónan Jókerinn, né myndin, er hvatning til nokkurs konar ofbeldis í raunheimum. Það er ekki ætlun myndarinnar, kvikmyndagerðarmannanna eða framleiðslufyrirtækisins að draga upp mynd af persónunni sem hetju.“Ekki tekin til sýninga Upphaflega bárust fréttir af því að Jókerinn hafi veitt árásarmanninum í Aurora innblástur til voðaverkanna, en fyrir dómi kom fram að svo var í raun ekki. Jókerinn verður ekki tekin til sýninga í kvikmyndahúsinu í Aurora þar sem voðaverkin árið 2012.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ummæli sem rötuðu ekki í viðtal ýta undir kenningar um að nýi Batman muni kljást við nýja Jókerinn Sagði Pattinson við blaðamanninn að hann væri ekki vanur því að þurfa að halda trúnaði varðandi verkefnin sín. 4. september 2019 11:22 Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. 31. ágúst 2019 19:03 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Ummæli sem rötuðu ekki í viðtal ýta undir kenningar um að nýi Batman muni kljást við nýja Jókerinn Sagði Pattinson við blaðamanninn að hann væri ekki vanur því að þurfa að halda trúnaði varðandi verkefnin sín. 4. september 2019 11:22
Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. 31. ágúst 2019 19:03