Ríkisendurskoðun með ársreikning ÁTVR til meðferðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. september 2019 06:00 ÁTVR aðgreinir ekki reksturinn milli áfengis og tóbaks. Fréttablaðið/Eyþór Ríkisendurskoðun hefur nú til skoðunar hvort ársreikningur ÁTVR sé fullnægjandi og samrýmist kröfu sem gerð er til ríkisfyrirtækja um að rekstur skili viðunandi arðsemi. Hagnaður ársins 2018 var rúmur 1,1 milljarður en líkur eru á að hagnaðurinn sé allur á tóbakssölunni en tap á áfengissölu. Ársreikningurinn var birtur í mars en í sumar barst embættinu erindi þar sem dregið er í efa að reikningurinn samrýmist viðunandi arðsemiskröfu. Á það þá við áfengishlutann því í erindinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er reikningurinn greindur og leiddar líkur að því að taprekstur sé á þeirri hlið starfseminnar. Í lögum um starfsemi ÁTVR segir að miðað sé við að reksturinn sé hagkvæmur og afli tekna til að greiða rekstrarkostnað og skila hæfilegum arði til ríkissjóðs. „Málið er í meðferð,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. En samkvæmt embættinu er ábyrgð þess falin í að meta í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum. Aðspurð um málið sagði Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, að ríkisfyrirtækið sinni smásölu áfengis og heildsölu tóbaks. „Reksturinn miðar við þetta hlutverk og er því ein heild sem skýrir hvers vegna rekstrargjöld eru ekki sundurliðuð enda margir þættir í starfseminni sem sinna bæði áfengi og tóbaki.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir "Vangaveltur um að rekstur ÁTVR sé ekki að skila hagnaði eiga því ekki við nein rök að styðjast“ Ríkisverslunin svarar fyrir sig vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur. 20. janúar 2016 11:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur nú til skoðunar hvort ársreikningur ÁTVR sé fullnægjandi og samrýmist kröfu sem gerð er til ríkisfyrirtækja um að rekstur skili viðunandi arðsemi. Hagnaður ársins 2018 var rúmur 1,1 milljarður en líkur eru á að hagnaðurinn sé allur á tóbakssölunni en tap á áfengissölu. Ársreikningurinn var birtur í mars en í sumar barst embættinu erindi þar sem dregið er í efa að reikningurinn samrýmist viðunandi arðsemiskröfu. Á það þá við áfengishlutann því í erindinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er reikningurinn greindur og leiddar líkur að því að taprekstur sé á þeirri hlið starfseminnar. Í lögum um starfsemi ÁTVR segir að miðað sé við að reksturinn sé hagkvæmur og afli tekna til að greiða rekstrarkostnað og skila hæfilegum arði til ríkissjóðs. „Málið er í meðferð,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. En samkvæmt embættinu er ábyrgð þess falin í að meta í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum. Aðspurð um málið sagði Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, að ríkisfyrirtækið sinni smásölu áfengis og heildsölu tóbaks. „Reksturinn miðar við þetta hlutverk og er því ein heild sem skýrir hvers vegna rekstrargjöld eru ekki sundurliðuð enda margir þættir í starfseminni sem sinna bæði áfengi og tóbaki.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir "Vangaveltur um að rekstur ÁTVR sé ekki að skila hagnaði eiga því ekki við nein rök að styðjast“ Ríkisverslunin svarar fyrir sig vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur. 20. janúar 2016 11:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
"Vangaveltur um að rekstur ÁTVR sé ekki að skila hagnaði eiga því ekki við nein rök að styðjast“ Ríkisverslunin svarar fyrir sig vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur. 20. janúar 2016 11:08