Viðræður tekið langan tíma en miðar áfram Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. september 2019 08:15 Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Vísir/Friðrik „Það er nóg að gera og nú er staðan sú að við höfum átt í samtali síðan í vor. Þetta hefur sannarlega tekið langan tíma en okkur hefur miðað áfram,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins (SNR) um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. BSRB ákvað í vikunni að slíta viðræðum sínum við SNR og vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Helsta ágreiningsefnið er stytting vinnuvikunnar en BSRB sættir sig ekki við tilboð stjórnvalda í þeim efnum. „Sumum hentar að stytta hvern dag, öðrum hentar að hætta fyrr á föstudögum og svo eru einhverjir sem hafa gagn af auknum sveigjanleika. Okkar upplegg er að það sé verið að bæta starfsumhverfið og tillaga okkar gengur út á það að vinnustaðir, starfsfólk og stjórnendur sjálfir, útfæri vinnutímann í nærumhverfinu,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris standa viðræður við aðra hópa á svipuðum stað. Áfram verði fundað með BHM í vikunni og þeirri næstu en þar að auki sé í gangi gott samtal við Félag hjúkrunarfræðinga, Læknafélagið, Kennarafélag Íslands og fleiri hópa. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er miðað við þær forsendur að laun ríkisstarfsmanna hækki að meðaltali um fjögur prósent á árinu og um þrjú prósent á því næsta. Byggir það mat á samningum á almennum vinnumarkaði. „Tilboð samninganefndar ríkisins er ekki lakara en það sem gengur og gerist á vinnumarkaði um þessar mundir. Hvort sem það varðar vinnutíma eða önnur atriði,“ segir Sverrir. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
„Það er nóg að gera og nú er staðan sú að við höfum átt í samtali síðan í vor. Þetta hefur sannarlega tekið langan tíma en okkur hefur miðað áfram,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins (SNR) um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. BSRB ákvað í vikunni að slíta viðræðum sínum við SNR og vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Helsta ágreiningsefnið er stytting vinnuvikunnar en BSRB sættir sig ekki við tilboð stjórnvalda í þeim efnum. „Sumum hentar að stytta hvern dag, öðrum hentar að hætta fyrr á föstudögum og svo eru einhverjir sem hafa gagn af auknum sveigjanleika. Okkar upplegg er að það sé verið að bæta starfsumhverfið og tillaga okkar gengur út á það að vinnustaðir, starfsfólk og stjórnendur sjálfir, útfæri vinnutímann í nærumhverfinu,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris standa viðræður við aðra hópa á svipuðum stað. Áfram verði fundað með BHM í vikunni og þeirri næstu en þar að auki sé í gangi gott samtal við Félag hjúkrunarfræðinga, Læknafélagið, Kennarafélag Íslands og fleiri hópa. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er miðað við þær forsendur að laun ríkisstarfsmanna hækki að meðaltali um fjögur prósent á árinu og um þrjú prósent á því næsta. Byggir það mat á samningum á almennum vinnumarkaði. „Tilboð samninganefndar ríkisins er ekki lakara en það sem gengur og gerist á vinnumarkaði um þessar mundir. Hvort sem það varðar vinnutíma eða önnur atriði,“ segir Sverrir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira