Rannsökuðu slóð minnisblaðsins og yfirheyrðu vitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 18:54 Rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi eigenda Euro-Market hófst árið 2017. Fréttablaðið/Eyþór Embætti ríkissaksóknara aflaði upplýsinga um vörslu minnisblaðs, sem rataði til verjanda í svokölluðu EuroMarket-máli, og tók skýrslur af vitnum innan hlutaðeigandi embætta. Þetta kemur fram í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist þó að upplýsa hver hefði lekið skjalinu, sem innihélt viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og rannsókn var hætt í júlí síðastliðnum, líkt og Mbl greindi frá í vikunni. Í svari ríkissaksóknara segir jafnframt að enginn hafi fengið réttarstöðu sakbornings í málinu. Ekki er unnt að veita upplýsingar um það hversu margir hafi verið yfirheyrðir í málinu eða hversu margir starfsmenn lögregluembætta, ríkislögreglustjóra og tollstjóra hafi haft aðgang að skjalinu. Yfirmönnum viðkomandi embætta sé þó kunnugt um að rannsakað hafi verið hverjir innan embættanna hefðu haft minnisblaðið í sinni vörslu. Þá hefði nefnd um eftirlit með lögreglu einnig verið upplýst um það. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um hvort gripið hafi verið til ráðstafana af hálfu þessara aðila í tengslum við rannsókn málsins.“ Umrætt EuroMarket-mál er ein umfansgmesta rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og sneri m.a. að fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu.RÚV greindi frá því í október í fyrra að lögregla hefði til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda sakbornings í EuroMarket-málinu. Á blaðinu voru talin upp ýmis sakamál sem lögregla hafði meintað höfuðpaur í málinu grunaðan um að tengjast undanfarin áratug.Umræddur lögmaður, Steinbergur Finnbogason, var í febrúar kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna minnisblaðsins, sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings síns. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið eftir skýrslutökuna að hann hefði ekki brugðist trúnaðarskyldu við skjólstæðing sinn. Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31 Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00 Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00 33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara aflaði upplýsinga um vörslu minnisblaðs, sem rataði til verjanda í svokölluðu EuroMarket-máli, og tók skýrslur af vitnum innan hlutaðeigandi embætta. Þetta kemur fram í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist þó að upplýsa hver hefði lekið skjalinu, sem innihélt viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og rannsókn var hætt í júlí síðastliðnum, líkt og Mbl greindi frá í vikunni. Í svari ríkissaksóknara segir jafnframt að enginn hafi fengið réttarstöðu sakbornings í málinu. Ekki er unnt að veita upplýsingar um það hversu margir hafi verið yfirheyrðir í málinu eða hversu margir starfsmenn lögregluembætta, ríkislögreglustjóra og tollstjóra hafi haft aðgang að skjalinu. Yfirmönnum viðkomandi embætta sé þó kunnugt um að rannsakað hafi verið hverjir innan embættanna hefðu haft minnisblaðið í sinni vörslu. Þá hefði nefnd um eftirlit með lögreglu einnig verið upplýst um það. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um hvort gripið hafi verið til ráðstafana af hálfu þessara aðila í tengslum við rannsókn málsins.“ Umrætt EuroMarket-mál er ein umfansgmesta rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og sneri m.a. að fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu.RÚV greindi frá því í október í fyrra að lögregla hefði til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda sakbornings í EuroMarket-málinu. Á blaðinu voru talin upp ýmis sakamál sem lögregla hafði meintað höfuðpaur í málinu grunaðan um að tengjast undanfarin áratug.Umræddur lögmaður, Steinbergur Finnbogason, var í febrúar kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna minnisblaðsins, sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings síns. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið eftir skýrslutökuna að hann hefði ekki brugðist trúnaðarskyldu við skjólstæðing sinn.
Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31 Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00 Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00 33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31
Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00
Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00
33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30