Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. september 2019 22:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. Ríkisstjórn Íslands kom saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun þar sem samþykkt var að frumvarp forsætisráðherra um að sanngirnisbætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu yrðu lagðar fyrir Alþingi. Frumvarpið kveður á um heimild ráðherra til að greiða sanngirnisbætur til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar, fyrir sléttu ári í dag og að bætur verði einnig greiddar til aðstandenda þeirra sýknuðu sem fallnir eru frá. „Frumvarpið sjálft er bara mjög einfalt, bara þrjár greinar og síðan er greinargerð sem rekur í raun og veru grundvöllinn sem sáttanefndin var að vinna á og þetta byggir á þeim drögum sem að komu frá henni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fram hefur komið að ríkislögmaður skilaði inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, en þar er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Forsætisráðherra segir að ekki sé lög til sérstök upphæð í frumvarpinu. „En það er hins vegar greint frá því í greinargerð að sú upphæð sem síðast var unnið með af hálfu sáttanefndar var í heils sinni 759 milljónir og hvernig hún skiptist niður á einstaka aðila,“ segir Katrín. Framvarpið verður lagt fyrir Alþingi í næstu viku. Náist samstaða um afgreiðslu þess gengur það gegn greinargerð ríkislögmanns í síðustu viku. „Ef Alþingi samþykkir slíka heimild þá er það auðvitað skýr vilji löggjafans um að ná samkomulagi á þessum grunni,“ segir Katrín. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Þú sagðir þetta Katrín Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson. 23. september 2019 21:34 Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. Ríkisstjórn Íslands kom saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun þar sem samþykkt var að frumvarp forsætisráðherra um að sanngirnisbætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu yrðu lagðar fyrir Alþingi. Frumvarpið kveður á um heimild ráðherra til að greiða sanngirnisbætur til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar, fyrir sléttu ári í dag og að bætur verði einnig greiddar til aðstandenda þeirra sýknuðu sem fallnir eru frá. „Frumvarpið sjálft er bara mjög einfalt, bara þrjár greinar og síðan er greinargerð sem rekur í raun og veru grundvöllinn sem sáttanefndin var að vinna á og þetta byggir á þeim drögum sem að komu frá henni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fram hefur komið að ríkislögmaður skilaði inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, en þar er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Forsætisráðherra segir að ekki sé lög til sérstök upphæð í frumvarpinu. „En það er hins vegar greint frá því í greinargerð að sú upphæð sem síðast var unnið með af hálfu sáttanefndar var í heils sinni 759 milljónir og hvernig hún skiptist niður á einstaka aðila,“ segir Katrín. Framvarpið verður lagt fyrir Alþingi í næstu viku. Náist samstaða um afgreiðslu þess gengur það gegn greinargerð ríkislögmanns í síðustu viku. „Ef Alþingi samþykkir slíka heimild þá er það auðvitað skýr vilji löggjafans um að ná samkomulagi á þessum grunni,“ segir Katrín.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54 Þú sagðir þetta Katrín Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson. 23. september 2019 21:34 Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00
Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 26. september 2019 11:54
Þú sagðir þetta Katrín Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson. 23. september 2019 21:34
Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03