Flutningshringekja kallar á alvarlega athugun Fiskistofu Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2019 07:30 Skýrt er í lögum að ekki má flytja veiðiheimildir frá krókaaflamarksbátum yfir á aflamarksbáta. Það hefur hins vegar verið gert. Fréttablaðið/Pjetur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent Fiskistofu leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd laga um stjórnun fiskveiða þar sem útgerðir höfðu flutt makrílkvóta á krókaaflamarksskip í jöfnum skiptum fyrir þorsk yfir á aflamarksbáta. Í lögum um stjórn fiskveiða er á hreinu að flutningur veiðiheimilda frá krókaaflamarki til aflamarksbáta er með öllu óheimill. Þegar lög voru sett um stjórn veiða á makríl var úthlutað bæði til aflamarksbáta og krókaaflamarksbáta. Síðan gerist það að hægt var að flytja aflamark í makríl frá aflamarksskipum til krókaaflamarksskipa og jafna það út með veiðiheimildum í öðrum tegundum. Ráðuneytið hefur því ákveðið að útskýra lög um stjórn fiskveiða fyrir Fiskistofu. Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að Landssamband smábátaeigenda, LS, teldi krókaaflamarkskerfið hafa orðið fyrir skipulegri árás þar sem útgerðarmenn hafi nýtt sér gloppu í regluverkinu. Telja þeir óskiljanlegt að leyft hafi verið að flytja aflamark úr krókaaflamarkskerfinu yfir á skip í aflamarki. Í bréfi ráðuneytisins segir að flutningur krókaflamarks í bolfisk úr krókaaflamarkskerfinu sé takmarkaður og ekki sé ætlunin að opna fyrir flutning bolfiskheimilda úr krókaaflamarkskerfinu yfir á aflamarksbáta.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra„Af framangreindu leiðir að þær tilfærslur þar sem krókaflamark hefur verið látið til aflamarksskipa í B flokk í skiptum fyrir aflamark í makríl eru í bága við ákvæði laga um stjórn fiskveiða. Ákvörðun um flutning aflamarks á milli skipa er stjórnvaldsákvörðun,“ segir í bréfi ráðuneytisins til Fiskistofu. „Um afturköllun ólögmætra ákvarðana er fjallað í 25. gr. stjórnsýslulaga og telur ráðuneytið tilefni til að Fiskistofa skoði hvort ástæða sé að beita þeim heimildum varðandi flutning á krókaflamarki til aflamarksskipa fyrir aflamark í makríl.“ Í lögum um stjórn fiskveiða segir að útgerðaraðila fiskiskips er heimilt að flytja aflamarkið milli skipa ef veiðiheimildir skipsins verði ekki umfram getu skipsins til veiða. Ráðuneytið bendir Fiskistofu á að kerfisbundnar færslur sem hafI þann tilgang að sniðganga ákvæði laga um stjórn fiskveiða með einskonar „flutnings-hringekju“ kalli á alvarlega athugun Fiskistofu um það hvort slíkir aflamarksflutnignar rúmist innan heimildar ákvæðisins. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent Fiskistofu leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd laga um stjórnun fiskveiða þar sem útgerðir höfðu flutt makrílkvóta á krókaaflamarksskip í jöfnum skiptum fyrir þorsk yfir á aflamarksbáta. Í lögum um stjórn fiskveiða er á hreinu að flutningur veiðiheimilda frá krókaaflamarki til aflamarksbáta er með öllu óheimill. Þegar lög voru sett um stjórn veiða á makríl var úthlutað bæði til aflamarksbáta og krókaaflamarksbáta. Síðan gerist það að hægt var að flytja aflamark í makríl frá aflamarksskipum til krókaaflamarksskipa og jafna það út með veiðiheimildum í öðrum tegundum. Ráðuneytið hefur því ákveðið að útskýra lög um stjórn fiskveiða fyrir Fiskistofu. Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að Landssamband smábátaeigenda, LS, teldi krókaaflamarkskerfið hafa orðið fyrir skipulegri árás þar sem útgerðarmenn hafi nýtt sér gloppu í regluverkinu. Telja þeir óskiljanlegt að leyft hafi verið að flytja aflamark úr krókaaflamarkskerfinu yfir á skip í aflamarki. Í bréfi ráðuneytisins segir að flutningur krókaflamarks í bolfisk úr krókaaflamarkskerfinu sé takmarkaður og ekki sé ætlunin að opna fyrir flutning bolfiskheimilda úr krókaaflamarkskerfinu yfir á aflamarksbáta.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra„Af framangreindu leiðir að þær tilfærslur þar sem krókaflamark hefur verið látið til aflamarksskipa í B flokk í skiptum fyrir aflamark í makríl eru í bága við ákvæði laga um stjórn fiskveiða. Ákvörðun um flutning aflamarks á milli skipa er stjórnvaldsákvörðun,“ segir í bréfi ráðuneytisins til Fiskistofu. „Um afturköllun ólögmætra ákvarðana er fjallað í 25. gr. stjórnsýslulaga og telur ráðuneytið tilefni til að Fiskistofa skoði hvort ástæða sé að beita þeim heimildum varðandi flutning á krókaflamarki til aflamarksskipa fyrir aflamark í makríl.“ Í lögum um stjórn fiskveiða segir að útgerðaraðila fiskiskips er heimilt að flytja aflamarkið milli skipa ef veiðiheimildir skipsins verði ekki umfram getu skipsins til veiða. Ráðuneytið bendir Fiskistofu á að kerfisbundnar færslur sem hafI þann tilgang að sniðganga ákvæði laga um stjórn fiskveiða með einskonar „flutnings-hringekju“ kalli á alvarlega athugun Fiskistofu um það hvort slíkir aflamarksflutnignar rúmist innan heimildar ákvæðisins.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent