Fasteignakaupum Íslendinga á Spáni fækkar eftir tvö metár Sylvía Hall skrifar 29. september 2019 15:28 Íslendingar hafa löngum leitað í sólina til Spánar. Visir/Getty Árin 2017 og 2018 keyptu Íslendingar fasteignir á Spáni fyrir um 16,2 milljónir evra, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna í gegnum fasteignasöluna Medland. Umsvif Íslendinga á spænskum fasteignamarkaði hafa minnkað eilítið á árinu sem er að líða, en markaðsstjóri Íslandsdeildar fyrirtækisins telur ýmislegt spila þar inn í. „Salan hefur dregist eitthvað saman síðan í vor, síðan WOW Air fór í gjaldþrot. Verkföll og gengi krónunnar höfðu líka sitt að segja. Það er eins og Ísland hafi verið á varðbergi gagnvart kreppuástandi og allir að bíða storminn af sér. Þetta er svo sem í takt við það sem hefur verið að gerast á Íslandi þar sem rólegt hefur verið yfir fasteigna- og bílamarkaðnum,“ segir Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá Medland. Hún segir veðurblíðu sumarsins eflaust hafa einnig spilað þar inn í, en það fór ekki fram hjá neinum að sumarið var óvenju sólríkt og hlýtt hér heima fyrir. Hún segir áhuga fólks á kaupunum aukast aftur með haustinu og hreyfing sé að komast markaðinn. „Vonandi eigum við góðan lokasprett núna með landanum. Enn eru eftir þrír mánuðir af árinu og við stefnum að því að slaga hátt í tölur síðustu tveggja ára,” segir Steina.Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar fasteignasölunnar Medland.AðsendSundlaugar helsta aðdráttaraflið Að sögn Steinu eru eignir á góðum kjörum með aðgangi að sundlaug það sem Íslendingar sækja hvað mest í. Vinsælustu eignirnar séu annars vegar um 80 fermetra íbúðir eða einbýlishús með einkasundlaug. Hún segir algengast að fólk sé að bæta við sig eign frekar en að flytjast búferlum alfarið til Spánar. Það séu þó dæmi um slíkt, en fólk sé almennt að sækja í birtuna og betra veður. „Staðsetningin við Miðjarðarhafið býður upp á meiri lífsgæði. Fólk sækir í birtuna og veðurblíðuna auk þess sem verðlagið er sérlega hagstætt.“ Sérstök kynning fór fram í Hörpu um helgina þar sem fasteignir á Spáni voru kynntar. Um er að ræða þriðju stóru ráðstefnu fasteignasölunnar hér á landi þar sem byggingaraðilum frá Spáni er boðið og úrvalið kynnt fyrir Íslendingum. Að sögn Steinu er framboðið sífellt að aukast og lægstu verð á eignum eru nú um tólf til þrettán milljónir króna. Hæstu verð eru allt frá þrjú hundruð upp í fimm hundruð milljónir, en slíkur verðmiði er á lúxusvillum á besta stað. Húsnæðismál Spánn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Árin 2017 og 2018 keyptu Íslendingar fasteignir á Spáni fyrir um 16,2 milljónir evra, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna í gegnum fasteignasöluna Medland. Umsvif Íslendinga á spænskum fasteignamarkaði hafa minnkað eilítið á árinu sem er að líða, en markaðsstjóri Íslandsdeildar fyrirtækisins telur ýmislegt spila þar inn í. „Salan hefur dregist eitthvað saman síðan í vor, síðan WOW Air fór í gjaldþrot. Verkföll og gengi krónunnar höfðu líka sitt að segja. Það er eins og Ísland hafi verið á varðbergi gagnvart kreppuástandi og allir að bíða storminn af sér. Þetta er svo sem í takt við það sem hefur verið að gerast á Íslandi þar sem rólegt hefur verið yfir fasteigna- og bílamarkaðnum,“ segir Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá Medland. Hún segir veðurblíðu sumarsins eflaust hafa einnig spilað þar inn í, en það fór ekki fram hjá neinum að sumarið var óvenju sólríkt og hlýtt hér heima fyrir. Hún segir áhuga fólks á kaupunum aukast aftur með haustinu og hreyfing sé að komast markaðinn. „Vonandi eigum við góðan lokasprett núna með landanum. Enn eru eftir þrír mánuðir af árinu og við stefnum að því að slaga hátt í tölur síðustu tveggja ára,” segir Steina.Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar fasteignasölunnar Medland.AðsendSundlaugar helsta aðdráttaraflið Að sögn Steinu eru eignir á góðum kjörum með aðgangi að sundlaug það sem Íslendingar sækja hvað mest í. Vinsælustu eignirnar séu annars vegar um 80 fermetra íbúðir eða einbýlishús með einkasundlaug. Hún segir algengast að fólk sé að bæta við sig eign frekar en að flytjast búferlum alfarið til Spánar. Það séu þó dæmi um slíkt, en fólk sé almennt að sækja í birtuna og betra veður. „Staðsetningin við Miðjarðarhafið býður upp á meiri lífsgæði. Fólk sækir í birtuna og veðurblíðuna auk þess sem verðlagið er sérlega hagstætt.“ Sérstök kynning fór fram í Hörpu um helgina þar sem fasteignir á Spáni voru kynntar. Um er að ræða þriðju stóru ráðstefnu fasteignasölunnar hér á landi þar sem byggingaraðilum frá Spáni er boðið og úrvalið kynnt fyrir Íslendingum. Að sögn Steinu er framboðið sífellt að aukast og lægstu verð á eignum eru nú um tólf til þrettán milljónir króna. Hæstu verð eru allt frá þrjú hundruð upp í fimm hundruð milljónir, en slíkur verðmiði er á lúxusvillum á besta stað.
Húsnæðismál Spánn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira