Innlent

Lausnir á vanda og óvissu Landsréttar eru í skoðun

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Fjórir landsréttardómarar, hafa ekki tekið þátt í dómstörfum frá því MDE komst að þeirri niðurstöðu með dómi að þeir hefðu ekki verið skipaðir í samræmi við lög og þar af leiðandi væru skilyrði réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi ekki uppfyllt þegar þeir sætu í dómi.
Fjórir landsréttardómarar, hafa ekki tekið þátt í dómstörfum frá því MDE komst að þeirri niðurstöðu með dómi að þeir hefðu ekki verið skipaðir í samræmi við lög og þar af leiðandi væru skilyrði réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi ekki uppfyllt þegar þeir sætu í dómi. Vísir/vilhelm

Óvissa ríkir enn um stöðu fjögurra dómara við Landsrétt vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu en yfirdeild dómsins mun taka málið til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun sem tekin var í Strassborg í gær.

„Dómstólasýslan hefur nú til skoðunar hvernig bregðast megi við áframaldandi óvissu og mun koma sínum tillögum til ráðuneytisins á næstunni,“ segir Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar.

Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Þegar dómur MDE féll í mars kallaði dómstólasýslan eftir tímabundinni fjölgun dómara við réttinn.

Dráttur á meðferð mála við Landsrétt er þegar farinn að gera vart við sig og hafa bæði dómstólasýslan og lögmannafélagið lýst yfir áhyggjum af stöðunni.

Fjórir landsréttardómarar, hafa ekki tekið þátt í dómstörfum frá því MDE komst að þeirri niðurstöðu með dómi að þeir hefðu ekki verið skipaðir í samræmi við lög og þar af leiðandi væru skilyrði réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi ekki uppfyllt þegar þeir sætu í dómi.

„Það er praktískt úrlausnarefni hvernig best má tryggja starfsemi Landsréttar og ég hef nú þegar óskað eftir nýjum og ítarlegri upplýsingum um fjölda mála og stöðu þeirra við réttinn“, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×