Strákarnir okkar mega ekki misstíga sig í Elbasan Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2019 16:00 Ragnar Sigurðsson leikur í dag sinn 90. leik fyrir Ísland. Nordicphotos/Getty Íslenska karlalandsliðið mætir Albaníu ytra í sjöttu umferð H-riðils í undankeppni Evrópumótsins 2020 klukkan 18:45 í dag. Ísland á í harðri baráttu við ríkjandi heimsmeistara Frakklands og Tyrklands um eitt af efstu tveimur sætunum sem veita þátttökurétt á EM næsta sumar og mega strákarnir okkar því ekki við því að misstíga sig. Þetta verður í sjöunda skiptið sem þjóðirnar mætast, fjórum sinnum hefur Ísland unnið en Albanir hafa unnið tvo. Leikurinn fer fram í Elbasan, þriðju stærstu borg Albaníu, 45 mínútum frá höfuðborginni Tirana þar sem Ísland dvelur í aðdraganda leiksins. Ísland hefur unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna með núverandi gullkynslóð íslenska landsliðsins. Gera má ráð fyrir að átta leikmenn sem byrjuðu leikinn í 2-1 sigri Íslands árið 2012 byrji leikinn í kvöld en í þeim leik skoruðu Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason mörk Íslands. Stutt er síðan liðin mættust á Laugardalsvelli í sumar þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands en í síðustu fimm leikjum liðanna hefur eitt mark skilið liðin að. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sagðist á blaðamannafundi íslenska liðsins eiga von á erfiðum leik í kvöld. „Við erum bara að horfa á þennan leik og við eigum von á erfiðum leik gegn særðu liði Albaníu eftir skellinn sem þeir fengu í Frakklandi. Yfirleitt munar litlu á þessum liðum þegar þau mætast, mikið um baráttu og einvígi inn á vellinum. Við megum ekki missa einbeitinguna í leiknum því Albanir mæta klárir til leiks,“ sagði Aron Einar og tók Erik Hamrén, þjálfari landsliðsins í sama streng og fyrirliðinn. „Við ætlum okkur á EM og þetta er mjög mikilvægur leikur í þeirri vegferð. Við berum mikla virðingu fyrir liði Albana en vitum þurfum að ná góðum úrslitum hérna gegn liði sem hefur verið sterkt undanfarin ár og voru óheppnir að fá ekkert úr leiknum gegn Tyrklandi á heimavelli. Þeir munu selja sig dýrt á heimavelli fyrir framan þjóð sína til að taka stigin þrjú.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Albaníu ytra í sjöttu umferð H-riðils í undankeppni Evrópumótsins 2020 klukkan 18:45 í dag. Ísland á í harðri baráttu við ríkjandi heimsmeistara Frakklands og Tyrklands um eitt af efstu tveimur sætunum sem veita þátttökurétt á EM næsta sumar og mega strákarnir okkar því ekki við því að misstíga sig. Þetta verður í sjöunda skiptið sem þjóðirnar mætast, fjórum sinnum hefur Ísland unnið en Albanir hafa unnið tvo. Leikurinn fer fram í Elbasan, þriðju stærstu borg Albaníu, 45 mínútum frá höfuðborginni Tirana þar sem Ísland dvelur í aðdraganda leiksins. Ísland hefur unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna með núverandi gullkynslóð íslenska landsliðsins. Gera má ráð fyrir að átta leikmenn sem byrjuðu leikinn í 2-1 sigri Íslands árið 2012 byrji leikinn í kvöld en í þeim leik skoruðu Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason mörk Íslands. Stutt er síðan liðin mættust á Laugardalsvelli í sumar þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands en í síðustu fimm leikjum liðanna hefur eitt mark skilið liðin að. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sagðist á blaðamannafundi íslenska liðsins eiga von á erfiðum leik í kvöld. „Við erum bara að horfa á þennan leik og við eigum von á erfiðum leik gegn særðu liði Albaníu eftir skellinn sem þeir fengu í Frakklandi. Yfirleitt munar litlu á þessum liðum þegar þau mætast, mikið um baráttu og einvígi inn á vellinum. Við megum ekki missa einbeitinguna í leiknum því Albanir mæta klárir til leiks,“ sagði Aron Einar og tók Erik Hamrén, þjálfari landsliðsins í sama streng og fyrirliðinn. „Við ætlum okkur á EM og þetta er mjög mikilvægur leikur í þeirri vegferð. Við berum mikla virðingu fyrir liði Albana en vitum þurfum að ná góðum úrslitum hérna gegn liði sem hefur verið sterkt undanfarin ár og voru óheppnir að fá ekkert úr leiknum gegn Tyrklandi á heimavelli. Þeir munu selja sig dýrt á heimavelli fyrir framan þjóð sína til að taka stigin þrjú.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira