Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 07:18 Sigurlaug María Jónsdóttir reið á vaðið og fór af stað í morgun, fyrst Marglyttanna. Hér sést hún á sundi í Ermarsundinu í morgunsárið. Mynd/Aðsend Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. Sund Marglyttanna yfir Ermarsundið, sem hefur þurft að fresta ítrekað vegna veðurs undanfarna daga, er þannig formlega hafið. Framundan er 34 kílómetra boðsund til Cap Gris Nez í Frakklandi sem er ein helsta siglinga- og flutningaleið í Evrópu. Marglytturnar, sem hafa undirbúið sundið í tvö ár, hafa beðið í sex daga eftir hagstæðum skilyrðum til að leggjast til sunds en auk veðurs þurfa sjávarföll, vindar, ölduhæð og straumar að vera hagstæð. Sú er loksins raunin nú. Áætlað er að sundið muni taka sex sundkonur Marglyttanna um 16-18 tíma. Hver Marglytta mun synda tvisvar til þrisvar sinnum í fyrirfram ákveðinni röð. Fiskibáturinn Rowena fylgir Marglyttunum eftir alla leið til Frakklands og sinnir jafnframt eftirliti með skiptingum sundkvennanna. Boðsundið þarf að fylgja settum reglum til þess að verða staðfest sem fullgilt sund af samtökum um sund yfir Ermarsundið, The English Channel Association. „Við erum fullar tilhökkunar eftir viku bið og veðurglugginn sem við fáum er frábær. Það verður gaman að byrja snemma morguns og synda í birtu langleiðina yfir Ermarsundið, upplifunin verður betri og notalegri en að synda að nóttu í myrkri, þó að við hefðum alveg verið tilbúnar í það líka. Skipstjórarnir okkar eru þaulvanir sjómenn sem þekkja Ermarsundið vel og við treystum þeim fullkomlega,“ er haft eftir Sigurlaugu Maríu, fyrstu sundkonunni, í tilkynningu frá Marglyttunum. „Það hefur verið yndislegt og hvetjandi að fá allar þessar góðu kveðjur sem okkur hafa borist til Dover undanfarna viku. Við erum auðmjúkar, þakklátar, stoltar og tilbúnar í þessa áskorun.“ Fylgjast má með staðsetningu Marglyttanna í rauntíma á kortinu hér fyrir neðan. Markmið Marglyttanna með sundinu er að vekja athygli á þeirri alvarlegu umhverfisvá sem felst í plastmengun í hafinu, að því er segir í tilkynningu. „Á sjósundsæfingum sínum hér í Dover hafa Marglytturnar fengið að bragða á sjónum og er hann vægast sagt mikið mengaður. Það verður mikil þrekraun fyrir sundkonurnar að synda í gegnum þá olíuflekki sem er að finna í Ermarsundinu auk sjávardýra.“Marglyttur hvetja landsmenn, einstaklinga sem og fyrirtæki, að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð fyrir Bláa herinn. Hægt er að styðja Marglyttur í AUR-appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219 (í nafni Grétu Ingþórsdóttur). Allar upplýsingar um boðsundið eru á Facebook-síðu Marglytta.Marglytturnar spenntar fyrir sundið.Mynd/Aðsend Skipting undirbúin um borð í bátnum.Mynd/Aðsend England Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8. september 2019 13:06 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. Sund Marglyttanna yfir Ermarsundið, sem hefur þurft að fresta ítrekað vegna veðurs undanfarna daga, er þannig formlega hafið. Framundan er 34 kílómetra boðsund til Cap Gris Nez í Frakklandi sem er ein helsta siglinga- og flutningaleið í Evrópu. Marglytturnar, sem hafa undirbúið sundið í tvö ár, hafa beðið í sex daga eftir hagstæðum skilyrðum til að leggjast til sunds en auk veðurs þurfa sjávarföll, vindar, ölduhæð og straumar að vera hagstæð. Sú er loksins raunin nú. Áætlað er að sundið muni taka sex sundkonur Marglyttanna um 16-18 tíma. Hver Marglytta mun synda tvisvar til þrisvar sinnum í fyrirfram ákveðinni röð. Fiskibáturinn Rowena fylgir Marglyttunum eftir alla leið til Frakklands og sinnir jafnframt eftirliti með skiptingum sundkvennanna. Boðsundið þarf að fylgja settum reglum til þess að verða staðfest sem fullgilt sund af samtökum um sund yfir Ermarsundið, The English Channel Association. „Við erum fullar tilhökkunar eftir viku bið og veðurglugginn sem við fáum er frábær. Það verður gaman að byrja snemma morguns og synda í birtu langleiðina yfir Ermarsundið, upplifunin verður betri og notalegri en að synda að nóttu í myrkri, þó að við hefðum alveg verið tilbúnar í það líka. Skipstjórarnir okkar eru þaulvanir sjómenn sem þekkja Ermarsundið vel og við treystum þeim fullkomlega,“ er haft eftir Sigurlaugu Maríu, fyrstu sundkonunni, í tilkynningu frá Marglyttunum. „Það hefur verið yndislegt og hvetjandi að fá allar þessar góðu kveðjur sem okkur hafa borist til Dover undanfarna viku. Við erum auðmjúkar, þakklátar, stoltar og tilbúnar í þessa áskorun.“ Fylgjast má með staðsetningu Marglyttanna í rauntíma á kortinu hér fyrir neðan. Markmið Marglyttanna með sundinu er að vekja athygli á þeirri alvarlegu umhverfisvá sem felst í plastmengun í hafinu, að því er segir í tilkynningu. „Á sjósundsæfingum sínum hér í Dover hafa Marglytturnar fengið að bragða á sjónum og er hann vægast sagt mikið mengaður. Það verður mikil þrekraun fyrir sundkonurnar að synda í gegnum þá olíuflekki sem er að finna í Ermarsundinu auk sjávardýra.“Marglyttur hvetja landsmenn, einstaklinga sem og fyrirtæki, að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð fyrir Bláa herinn. Hægt er að styðja Marglyttur í AUR-appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219 (í nafni Grétu Ingþórsdóttur). Allar upplýsingar um boðsundið eru á Facebook-síðu Marglytta.Marglytturnar spenntar fyrir sundið.Mynd/Aðsend Skipting undirbúin um borð í bátnum.Mynd/Aðsend
England Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8. september 2019 13:06 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45
Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35
Vilja komast í sjóinn í dag Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. 8. september 2019 13:06