Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2019 12:30 Miðflokksmenn voru duglegir að fara í andsvör við hvorn annan um orkupakka þrjú á síðasta þingi en voru oftast sammála um atriði málsins. vísir/vilhelm Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. Byggingaframkvæmdir hefjast á alþingisreitnum í nóvember en forseti Alþingis, sem kemur saman í dag, segir að ný skrifstofubygging þingsins muni gerbreyta aðstöðu þingflokka og þingmanna. Alþingi verður sett við hátíðlega og hefðbundna athöfn í dag. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö setur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þingið með ávarpi en hefðbundin þingstörf hefjast síðar í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis vonar að ekki komi til málþófs eins og á vorþingi þegar þingmenn Miðflokksins töluðu vikum saman um orkupakkann. Forsætisnefnd hafi samþykkti að gera breytingar á reglum um framkvæmd andsvara þannig að samflokksmenn veiti ekki andsvör við ræðum hvers annars og andsvör verði ekki leyfð við ítrekaðar fimm mínútna ræður. „Það má vissulega viðurkenna að þetta eru ákveðin viðbrögð við stöðunni hér síðast liðið vor. Þetta afgreiddi forsætisnefnd á sumarfundi sínum og kemur nú til framkvæmda við upphaf nýs þings,” segir Steingrímur.Þannig að flokkssystkini geta ekki farið í andsvör við hvert annað? „Nema fyrir liggi að þau séu alveg á öndverðu meiði efnislega í málinu, eða þetta sé mál sem alls ekki lúti neinum flokkslínum,” segir forseti Alþingis. Almennt séu annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar helstu uppskeru þingin. Þá sé bestu tækifærin til að koma viðamiklum málum fram. „Því á fyrsta þingi eru menn að setja sig í stellingar og auðvitað fullt af málum að fara í vinnslu og undirbúning. Og síðustu þingi fyrir kosningar vilja oft vera ódrjúg,” segir Steingrímur. Síðasta þing hafi verið afkastamikið og búast megi við viðamiklum málum frá ríkisstjórn á komandi vetri. Þá verði nóg að gera hjá forsætisnefnd meðal annars vegna ýmissa breytinga sem verið sé að innleiða. „Svo sem að stjórnsýsla Alþingis heyrir nú undir upplýsingalög. Við erum að sjálfsögðu í byggingaframkvæmdunum sem eru fram undan og enn með endurskoðun siðareglna, þingskapa og fleira undir. Þannig að það verður nóg að gera,” segir Steingrímur. Jarðvinna fyrir nýja skrifstofubyggingu verði væntanlega auglýst á næstu dögum sem geti þá hafist í nóvember. Útboð fyrir uppsteypu sjálfrar byggingarinnar fari vonandi fram um mitt næsta ár og byggingin vonandi tilbúin um mitt ár 2023. „En aðalatriðið er að þetta verður náttúrlega alger bylting á starfsaðstöðu þingmanna, þingnefnda og allri stoðþjónustunni í kringum þingstörfin. Það er ákaflega tímabært að Alþingi komi allri þessari starfsemi undir eitt þak og í sitt eigið húsnæði. Þannig að það óhagræði sem er af því að leigja byggingar á ýmsum stöðum í miðborginni, sem ekki er nú beinlínis ókeypis heldur; að við komumst út úr því,” segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. Byggingaframkvæmdir hefjast á alþingisreitnum í nóvember en forseti Alþingis, sem kemur saman í dag, segir að ný skrifstofubygging þingsins muni gerbreyta aðstöðu þingflokka og þingmanna. Alþingi verður sett við hátíðlega og hefðbundna athöfn í dag. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö setur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þingið með ávarpi en hefðbundin þingstörf hefjast síðar í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis vonar að ekki komi til málþófs eins og á vorþingi þegar þingmenn Miðflokksins töluðu vikum saman um orkupakkann. Forsætisnefnd hafi samþykkti að gera breytingar á reglum um framkvæmd andsvara þannig að samflokksmenn veiti ekki andsvör við ræðum hvers annars og andsvör verði ekki leyfð við ítrekaðar fimm mínútna ræður. „Það má vissulega viðurkenna að þetta eru ákveðin viðbrögð við stöðunni hér síðast liðið vor. Þetta afgreiddi forsætisnefnd á sumarfundi sínum og kemur nú til framkvæmda við upphaf nýs þings,” segir Steingrímur.Þannig að flokkssystkini geta ekki farið í andsvör við hvert annað? „Nema fyrir liggi að þau séu alveg á öndverðu meiði efnislega í málinu, eða þetta sé mál sem alls ekki lúti neinum flokkslínum,” segir forseti Alþingis. Almennt séu annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar helstu uppskeru þingin. Þá sé bestu tækifærin til að koma viðamiklum málum fram. „Því á fyrsta þingi eru menn að setja sig í stellingar og auðvitað fullt af málum að fara í vinnslu og undirbúning. Og síðustu þingi fyrir kosningar vilja oft vera ódrjúg,” segir Steingrímur. Síðasta þing hafi verið afkastamikið og búast megi við viðamiklum málum frá ríkisstjórn á komandi vetri. Þá verði nóg að gera hjá forsætisnefnd meðal annars vegna ýmissa breytinga sem verið sé að innleiða. „Svo sem að stjórnsýsla Alþingis heyrir nú undir upplýsingalög. Við erum að sjálfsögðu í byggingaframkvæmdunum sem eru fram undan og enn með endurskoðun siðareglna, þingskapa og fleira undir. Þannig að það verður nóg að gera,” segir Steingrímur. Jarðvinna fyrir nýja skrifstofubyggingu verði væntanlega auglýst á næstu dögum sem geti þá hafist í nóvember. Útboð fyrir uppsteypu sjálfrar byggingarinnar fari vonandi fram um mitt næsta ár og byggingin vonandi tilbúin um mitt ár 2023. „En aðalatriðið er að þetta verður náttúrlega alger bylting á starfsaðstöðu þingmanna, þingnefnda og allri stoðþjónustunni í kringum þingstörfin. Það er ákaflega tímabært að Alþingi komi allri þessari starfsemi undir eitt þak og í sitt eigið húsnæði. Þannig að það óhagræði sem er af því að leigja byggingar á ýmsum stöðum í miðborginni, sem ekki er nú beinlínis ókeypis heldur; að við komumst út úr því,” segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira