Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 14:45 Guðni forseti ávarpaði þingmenn við þingsetningu í dag. Vísir/Vilhelm Það er ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hafa hæst og láta formælingar fjúka. Þetta sagði Guðni Th. Jóhanesson, forseti, þegar hann setti Alþingi í dag. Varaði hann við því hvernig hófstilltur málflutningur getur umhverfst í öfgar. Eftir að forsetinn hafði boðið þingmenn velkomna gerði hann ágreining að umræðuefni í ræðu sinni. Sagði hann ágreining einkenni á öflugu þingi og samfélagi og bann við honum væri haldreipi þeirra þröngsýnu og kúgunartól harðstjóra. Bjartsýni ríki einnig í öflugum samfélögum, ekki biturð, beiskja, ólund eða ótti. Virtist hann síðan vísa óbeint til harðra deilna sem geisuðu á síðasta þingi, fyrst og fremst um þriðja orkupakkann sem Guðni nefndi þó aldrei á nafn. „Við megum varast þá andvaralausu og kærulausu, það sanna dæmin. En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði Guðni.Forsetinn í þinghúsinu með Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.Vísir/VilhelmVitnaði í Carly Simon Talaði hann um vægi vonar í heimi sem væri sífellt við það að farast og lagði áherslu á bjartsýni og hugrekki. Spurði forsetinn hvað hugrekki þýddi á Alþingi og á vettvangi þjóðmálanna. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst, þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað, hvernig hófstilltur og röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. Vildi forsetinn þó koma í veg fyrir að ákveðnir þingmenn eða landsmenn tækju orð hans sérstaklega til sín og bað þá um að minnast speki sem fælist í þekktu lagi bandarísku söngkonunnar Carly Simon. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ sagði forsetinn sem uppskar hlátur þingmanna. Vísaði hann þar til lagsins „You‘re so vain“ með Simon.„Lýðræðishefð er best varin með rökræðu og hlustun og endurmati. Ekki með yfirgangi, þótta og skoðanahroka,“ sagði forsetinn. Varaði hann þingmenn ennfremur við því að gera fólk og flokka að svörnum óvinum. Málamiðlun væri aðalsmerki öflugs þings og samfélags. Stundum þurfi flokkar og stjórnmálamenn að gera fleira en gott þykir og annað en vonir stóðu til. Alþingi Forseti Íslands Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira
Það er ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hafa hæst og láta formælingar fjúka. Þetta sagði Guðni Th. Jóhanesson, forseti, þegar hann setti Alþingi í dag. Varaði hann við því hvernig hófstilltur málflutningur getur umhverfst í öfgar. Eftir að forsetinn hafði boðið þingmenn velkomna gerði hann ágreining að umræðuefni í ræðu sinni. Sagði hann ágreining einkenni á öflugu þingi og samfélagi og bann við honum væri haldreipi þeirra þröngsýnu og kúgunartól harðstjóra. Bjartsýni ríki einnig í öflugum samfélögum, ekki biturð, beiskja, ólund eða ótti. Virtist hann síðan vísa óbeint til harðra deilna sem geisuðu á síðasta þingi, fyrst og fremst um þriðja orkupakkann sem Guðni nefndi þó aldrei á nafn. „Við megum varast þá andvaralausu og kærulausu, það sanna dæmin. En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði Guðni.Forsetinn í þinghúsinu með Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.Vísir/VilhelmVitnaði í Carly Simon Talaði hann um vægi vonar í heimi sem væri sífellt við það að farast og lagði áherslu á bjartsýni og hugrekki. Spurði forsetinn hvað hugrekki þýddi á Alþingi og á vettvangi þjóðmálanna. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst, þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað, hvernig hófstilltur og röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. Vildi forsetinn þó koma í veg fyrir að ákveðnir þingmenn eða landsmenn tækju orð hans sérstaklega til sín og bað þá um að minnast speki sem fælist í þekktu lagi bandarísku söngkonunnar Carly Simon. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ sagði forsetinn sem uppskar hlátur þingmanna. Vísaði hann þar til lagsins „You‘re so vain“ með Simon.„Lýðræðishefð er best varin með rökræðu og hlustun og endurmati. Ekki með yfirgangi, þótta og skoðanahroka,“ sagði forsetinn. Varaði hann þingmenn ennfremur við því að gera fólk og flokka að svörnum óvinum. Málamiðlun væri aðalsmerki öflugs þings og samfélags. Stundum þurfi flokkar og stjórnmálamenn að gera fleira en gott þykir og annað en vonir stóðu til.
Alþingi Forseti Íslands Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira