Vilja minnka markaðshluta Ríkisútvarps Ari Brynjólfsson skrifar 11. september 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra stefnir á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Fréttablaðið/Anton Brink Meira en helmingur þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun vill að RÚV hverfi alfarið af eða dragi úr umsvifum sínum á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Tæpur fjórðungur svarenda tók ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja 34,4 prósent að draga eigi úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, 18,6 prósent telja að RÚV eigi að hverfa alfarið af auglýsingamarkaði, samanlagt gera það 59 prósent. Þá vilja 41 prósent að umsvifin eigi að vera óbreytt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudaginn stefnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þær fyrirætlanir hafa ekki verið kynntar ríkisstjórninni formlega og telur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að bæta þurfi tekjurnar upp með hækkuðu útvarpsgjaldi. Yngra fólk er almennt hlynntara minni umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en þeir sem eldri eru. Kjósendur Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins vilja helst að RÚV dragi úr umsvifum sínum eða hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vill hins vegar óbreytt ástand. Tölunum svipar nokkuð til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2008. Þá sögðust 51,5 prósent vera hlynnt því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Athygli vekur að þá voru það síst kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem vildu RÚV af auglýsingamarkaði á sama tíma og meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vildi það helst. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðastliðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Meira en helmingur þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun vill að RÚV hverfi alfarið af eða dragi úr umsvifum sínum á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Tæpur fjórðungur svarenda tók ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja 34,4 prósent að draga eigi úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, 18,6 prósent telja að RÚV eigi að hverfa alfarið af auglýsingamarkaði, samanlagt gera það 59 prósent. Þá vilja 41 prósent að umsvifin eigi að vera óbreytt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudaginn stefnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þær fyrirætlanir hafa ekki verið kynntar ríkisstjórninni formlega og telur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að bæta þurfi tekjurnar upp með hækkuðu útvarpsgjaldi. Yngra fólk er almennt hlynntara minni umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en þeir sem eldri eru. Kjósendur Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins vilja helst að RÚV dragi úr umsvifum sínum eða hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vill hins vegar óbreytt ástand. Tölunum svipar nokkuð til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2008. Þá sögðust 51,5 prósent vera hlynnt því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Athygli vekur að þá voru það síst kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem vildu RÚV af auglýsingamarkaði á sama tíma og meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vildi það helst. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðastliðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira