Ekki annað tækifæri á annarri plánetu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2019 19:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. Katrín gerði heimsókn varaforseta Bandaríkjanna og vinnumarkaðinn jafnframt að umræðuefni sem og jafnréttismál svo fátt eitt sé nefnt. Hún beindi jafnframt spjótum sínum að popúlískum hreyfingum og orðræðu sem hafi vaxið fiskur um hrygg í Evrópu og víðar að undanförnu. „Loftslagsváin er að skapa neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskorun. Mannkynið ber ábyrgð á ástandinu, mannkyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verkefni mannkynsins að draga úr hraða þessarar ógnvænlegu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu,“ sagði Katrín. Mannkynið eigi ekki eftir að fá annað tækifæri á annarri plánetu. Hún sé stolt af því að leiða ríkisstjórn sem leggi fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina til að bregðast við loftslagsvánni. „Við munum nýta efnahagslega hvata til að ná loftslagsmarkmiðum, bæði græna skatta og grænar ívilnanir. Matvælastefna stjórnvalda lítur dagsins ljós í vetur en þar verða loftslagsmarkmiðin höfuðmarkmið ásamt lýðheilsu og sjálfbærni,“ sagði Katrín.Of mörg börn búi við fátækt Katrín minntist lífskjarasamninganna svokölluðu í ræðu sinni og áform ríkisstjórnarinnar sem eiga að miða að því að lækka skattbyrði tekjulægri hópa. „Nýleg skýrsla sýnir að of mörg börn búa við fátækt á Íslandi. Það er því líka sérstakt fagnaðarefni að meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld boða í vetur er fyrra skref í lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf,“ sagði Katrín. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka barnabóta spili einnig stóra rullu í því samhengi að mati forsætisráðherra.Viðbúin fjórðu iðnbyltingunni „Það er ánægjulegt að fyrsti fundur nýs þjóðhagsráðs verður haldinn í október þar sem eiga sæti fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, og Seðlabanka,“ sagði Katrín. Hún hafi væntingar til þess að samtal stjórnvalda og vinnumarkaðar sé komið í skýran farveg sem hafi jákvæð áhrif. Þá hyggist stjórnvöld í vetur leggja fram tillögur að aðgerðum til að mæta fjórðu iðnbyltingunni og þeim áskorunum sem henni fylgi. Þá sé von á tillögum starfshóps í september um hvernig megi fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þá gerði Katrín orkumálin jafnframt að umræðuefni. „Meðferð orkuauðlindarinnar hefur verið mikið rædd á undanförnum vikum og mánuðum. Sú hatramma umræða sýnir hve mikil þörf er á því að Alþingi standi við að gera breytingar á stjórnarskrá, ekki síst með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og umhverfissjónarmið við auðlindanýtingu,“ sagði Katrín meðal annars. Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. Katrín gerði heimsókn varaforseta Bandaríkjanna og vinnumarkaðinn jafnframt að umræðuefni sem og jafnréttismál svo fátt eitt sé nefnt. Hún beindi jafnframt spjótum sínum að popúlískum hreyfingum og orðræðu sem hafi vaxið fiskur um hrygg í Evrópu og víðar að undanförnu. „Loftslagsváin er að skapa neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskorun. Mannkynið ber ábyrgð á ástandinu, mannkyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verkefni mannkynsins að draga úr hraða þessarar ógnvænlegu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu,“ sagði Katrín. Mannkynið eigi ekki eftir að fá annað tækifæri á annarri plánetu. Hún sé stolt af því að leiða ríkisstjórn sem leggi fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina til að bregðast við loftslagsvánni. „Við munum nýta efnahagslega hvata til að ná loftslagsmarkmiðum, bæði græna skatta og grænar ívilnanir. Matvælastefna stjórnvalda lítur dagsins ljós í vetur en þar verða loftslagsmarkmiðin höfuðmarkmið ásamt lýðheilsu og sjálfbærni,“ sagði Katrín.Of mörg börn búi við fátækt Katrín minntist lífskjarasamninganna svokölluðu í ræðu sinni og áform ríkisstjórnarinnar sem eiga að miða að því að lækka skattbyrði tekjulægri hópa. „Nýleg skýrsla sýnir að of mörg börn búa við fátækt á Íslandi. Það er því líka sérstakt fagnaðarefni að meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld boða í vetur er fyrra skref í lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf,“ sagði Katrín. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka barnabóta spili einnig stóra rullu í því samhengi að mati forsætisráðherra.Viðbúin fjórðu iðnbyltingunni „Það er ánægjulegt að fyrsti fundur nýs þjóðhagsráðs verður haldinn í október þar sem eiga sæti fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, og Seðlabanka,“ sagði Katrín. Hún hafi væntingar til þess að samtal stjórnvalda og vinnumarkaðar sé komið í skýran farveg sem hafi jákvæð áhrif. Þá hyggist stjórnvöld í vetur leggja fram tillögur að aðgerðum til að mæta fjórðu iðnbyltingunni og þeim áskorunum sem henni fylgi. Þá sé von á tillögum starfshóps í september um hvernig megi fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þá gerði Katrín orkumálin jafnframt að umræðuefni. „Meðferð orkuauðlindarinnar hefur verið mikið rædd á undanförnum vikum og mánuðum. Sú hatramma umræða sýnir hve mikil þörf er á því að Alþingi standi við að gera breytingar á stjórnarskrá, ekki síst með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og umhverfissjónarmið við auðlindanýtingu,“ sagði Katrín meðal annars.
Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira