Vilja fjölga dómurum við Landsrétt Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 21:34 Mannréttindadómstóllinn hefur vísað málinu til yfirdeildar dómsins og mun sú málsmeðferð taka allt að tvö ár. Vísir/Vilhelm Stjórn dómssýslunnar hefur lagt til að dómsmálaráðuneytið hlutist til um lagabreytingu svo að fjölga megi dómurum við Landsrétt. Þetta kom fram í bókun stjórnarinnar frá því í dag. Bókunin er til komin vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að skipan dómara í Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu.Eftir að dómur Mannréttindadómstólsins féll hafa fjórir dómarar ekki gegnt dómstörfum við réttinn og óafgreiddum málum hefur fjölgað og málsmeðferðartími lengst vegna þess. Mannréttindadómstóllinn hefur vísað málinu til yfirdeildar dómsins og mun sú málsmeðferð taka allt að tvö ár. „Mjög brýnt er að brugðist verði við svo Landsréttur geti með viðunandi hætti sinnt hlutverki sínu. Með tilliti til þessa áréttar dómstólasýslan mikilvægi þess að verði fjölgað dómurum við réttinn með sólarlagsákvæði í samræmi við fyrri tillögu dómstólasýslunnar. Felur stjórn dómstólasýslunnar formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við ráðuneytið um þetta,“ segir í bókuninni, sem var samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Segir réttaróvissu enn vera til staðar og undirmönnun sé áhyggjuefni Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. 9. september 2019 20:56 Lausnir á vanda og óvissu Landsréttar eru í skoðun Óvissa ríkir enn um stöðu fjögurra dómara við Landsrétt vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu en yfirdeild dómsins mun taka málið til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun sem tekin var í Strassborg í gær. 10. september 2019 08:45 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Stjórn dómssýslunnar hefur lagt til að dómsmálaráðuneytið hlutist til um lagabreytingu svo að fjölga megi dómurum við Landsrétt. Þetta kom fram í bókun stjórnarinnar frá því í dag. Bókunin er til komin vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að skipan dómara í Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu.Eftir að dómur Mannréttindadómstólsins féll hafa fjórir dómarar ekki gegnt dómstörfum við réttinn og óafgreiddum málum hefur fjölgað og málsmeðferðartími lengst vegna þess. Mannréttindadómstóllinn hefur vísað málinu til yfirdeildar dómsins og mun sú málsmeðferð taka allt að tvö ár. „Mjög brýnt er að brugðist verði við svo Landsréttur geti með viðunandi hætti sinnt hlutverki sínu. Með tilliti til þessa áréttar dómstólasýslan mikilvægi þess að verði fjölgað dómurum við réttinn með sólarlagsákvæði í samræmi við fyrri tillögu dómstólasýslunnar. Felur stjórn dómstólasýslunnar formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við ráðuneytið um þetta,“ segir í bókuninni, sem var samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Segir réttaróvissu enn vera til staðar og undirmönnun sé áhyggjuefni Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. 9. september 2019 20:56 Lausnir á vanda og óvissu Landsréttar eru í skoðun Óvissa ríkir enn um stöðu fjögurra dómara við Landsrétt vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu en yfirdeild dómsins mun taka málið til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun sem tekin var í Strassborg í gær. 10. september 2019 08:45 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59
Segir réttaróvissu enn vera til staðar og undirmönnun sé áhyggjuefni Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. 9. september 2019 20:56
Lausnir á vanda og óvissu Landsréttar eru í skoðun Óvissa ríkir enn um stöðu fjögurra dómara við Landsrétt vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu en yfirdeild dómsins mun taka málið til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun sem tekin var í Strassborg í gær. 10. september 2019 08:45
Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00
Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30