Mikilvægt að tekjur skerðist ekki Ari Brynjólfsson skrifar 12. september 2019 08:15 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri. „Ég er fylgjandi því að leitað sé leiða til að bæta rekstrarumhverfi innlendra fjölmiðla, enda viljum við öll blómlega flóru einkarekinna miðla við hlið kjölfestunnar sem felst í öflugu Ríkisútvarpi,“ segir Magnús Geir Þórðarson Útvarpsstjóri. Fram kom í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í gær að meirihluti vill að dregið verði úr umsvifum eða að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stefnir að því en boðar jafnframt að tekjutapið yrði bætt til að tryggja að þjónusta RÚV skerðist ekki. Um árabil hefur þjónusta RÚV verið fjármögnuð með blandaðri leið útvarpsgjalds og auglýsinga. „RÚV hefur í sjálfu sér ekki haft skoðun á því hvaða fyrirkomulag fjármögnunar eigi helst að viðhafa enda er það pólítísk spurning,“ segir Magnús Geir. „Á hinn bóginn er það staðfest í könnunum að almenningur nýtir sér þjónustu RÚV í ríkum mæli og vill ekki að þjónustan verði skert.“ Magnús Geir bendir á að viðhorfskannanir staðfesti að landsmenn séu ánægðir með þjónustu RÚV og viðhorf landsmanna sé jákvæðara nú en um langt árabil. Hann vill að horft verði á fjölmiðlamarkaðinn í heild nú þegar miklar breytingar eru að verða á ytra umhverfi innlendra fjölmiðla með tilkomu erlendra efnisveitna. „Til að geta sinnt þessari víðtæku þjónustu við landsmenn, ekki síst nú þegar miðlunarleiðirnar eru að verða fleiri og flóknari, er mikilvægt að heildartekjur skerðist ekki og að sjálfstæði almannaþjónustumiðilsins sé tryggt.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði en jafnframt boðað að væntanlegt tekjutap yrði bætt og þjónusta RÚV skerðist ekki. Magnús Geir og ráðherra hafa rætt þessi mál reglulega. „Við höfum verið sammála um meginatriðin sem eru grundvöllur öflugrar innlendrar fjölmiðlunar. Sömuleiðis erum við sammála um þær áherslubreytingar sem hafa orðið á RÚV á undanförnum árum með aukinni áherslu á innlent efni, menningarefni og þjónustu við börn í gegnum KrakkaRÚV,“ segir hann. „Það er gaman að segja frá því að innlent efni hefur aukist um 23% í dagskrá RÚV á sama tíma og bandarískt efni hefur minnkað um 45% á síðustu fimm árum. Umræðan um fyrirkomulag fjármögnunar RÚV mun án efa halda áfram en meginforsendan hlýtur að vera sú að RÚV geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki.“ Hann telur að fjármagn verði að koma frá öðrum leiðum ef auglýsingatekjur verða skertar ef ekki eigi að skerða þjónustu RÚV. „Að mínu mati hefur sjaldan verið mikilvægar en nú að landsmönnum standi til boða fjölbreytt úrval af vönduðu íslensku efni á íslenskri tungu enda er ofgnótt af erlendu afþreyingarefni á erlendum tungum í boði í gegnum erlendar efnisveitur og samfélagsmiðla,“ segir Magnús Geir. „Við sem þjóð þurfum á því að halda að nýjar kynslóðir alist upp við sögur á íslenskri tungu úr okkar nærumhverfi.“ Í þeim tilgangur hefur RÚV aukið verulega hlutfall innlends efnis í dagskránni, eflt innlenda menningarumfjöllun ásamt meiri þjónustu við börn en nokkru sinni fyrr. „Á sama tíma hefur hlustun á Rás 1 aukist mikið og er nú sú mesta um árabil. Framboð af íslensku leiknu efni er sömuleiðis meira en við höfum séð um áratugaskeið. Allt er þetta mikilvægt nú þegar erlenda afþreyingarefnið er svo nærtækt. Til að okkur takist að sinna áfram þessari mikilvægu þjónustu þá mega heildartekjur RÚV ekki minnka.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
„Ég er fylgjandi því að leitað sé leiða til að bæta rekstrarumhverfi innlendra fjölmiðla, enda viljum við öll blómlega flóru einkarekinna miðla við hlið kjölfestunnar sem felst í öflugu Ríkisútvarpi,“ segir Magnús Geir Þórðarson Útvarpsstjóri. Fram kom í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í gær að meirihluti vill að dregið verði úr umsvifum eða að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stefnir að því en boðar jafnframt að tekjutapið yrði bætt til að tryggja að þjónusta RÚV skerðist ekki. Um árabil hefur þjónusta RÚV verið fjármögnuð með blandaðri leið útvarpsgjalds og auglýsinga. „RÚV hefur í sjálfu sér ekki haft skoðun á því hvaða fyrirkomulag fjármögnunar eigi helst að viðhafa enda er það pólítísk spurning,“ segir Magnús Geir. „Á hinn bóginn er það staðfest í könnunum að almenningur nýtir sér þjónustu RÚV í ríkum mæli og vill ekki að þjónustan verði skert.“ Magnús Geir bendir á að viðhorfskannanir staðfesti að landsmenn séu ánægðir með þjónustu RÚV og viðhorf landsmanna sé jákvæðara nú en um langt árabil. Hann vill að horft verði á fjölmiðlamarkaðinn í heild nú þegar miklar breytingar eru að verða á ytra umhverfi innlendra fjölmiðla með tilkomu erlendra efnisveitna. „Til að geta sinnt þessari víðtæku þjónustu við landsmenn, ekki síst nú þegar miðlunarleiðirnar eru að verða fleiri og flóknari, er mikilvægt að heildartekjur skerðist ekki og að sjálfstæði almannaþjónustumiðilsins sé tryggt.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði en jafnframt boðað að væntanlegt tekjutap yrði bætt og þjónusta RÚV skerðist ekki. Magnús Geir og ráðherra hafa rætt þessi mál reglulega. „Við höfum verið sammála um meginatriðin sem eru grundvöllur öflugrar innlendrar fjölmiðlunar. Sömuleiðis erum við sammála um þær áherslubreytingar sem hafa orðið á RÚV á undanförnum árum með aukinni áherslu á innlent efni, menningarefni og þjónustu við börn í gegnum KrakkaRÚV,“ segir hann. „Það er gaman að segja frá því að innlent efni hefur aukist um 23% í dagskrá RÚV á sama tíma og bandarískt efni hefur minnkað um 45% á síðustu fimm árum. Umræðan um fyrirkomulag fjármögnunar RÚV mun án efa halda áfram en meginforsendan hlýtur að vera sú að RÚV geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki.“ Hann telur að fjármagn verði að koma frá öðrum leiðum ef auglýsingatekjur verða skertar ef ekki eigi að skerða þjónustu RÚV. „Að mínu mati hefur sjaldan verið mikilvægar en nú að landsmönnum standi til boða fjölbreytt úrval af vönduðu íslensku efni á íslenskri tungu enda er ofgnótt af erlendu afþreyingarefni á erlendum tungum í boði í gegnum erlendar efnisveitur og samfélagsmiðla,“ segir Magnús Geir. „Við sem þjóð þurfum á því að halda að nýjar kynslóðir alist upp við sögur á íslenskri tungu úr okkar nærumhverfi.“ Í þeim tilgangur hefur RÚV aukið verulega hlutfall innlends efnis í dagskránni, eflt innlenda menningarumfjöllun ásamt meiri þjónustu við börn en nokkru sinni fyrr. „Á sama tíma hefur hlustun á Rás 1 aukist mikið og er nú sú mesta um árabil. Framboð af íslensku leiknu efni er sömuleiðis meira en við höfum séð um áratugaskeið. Allt er þetta mikilvægt nú þegar erlenda afþreyingarefnið er svo nærtækt. Til að okkur takist að sinna áfram þessari mikilvægu þjónustu þá mega heildartekjur RÚV ekki minnka.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira