Kona ættuð frá Rússlandi með græna fingur í Borgarnesi Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2019 20:00 Í Borgarnesi býr kona ættuð frá Rússlandi sem beitir óvenjulegum aðferðum við að rækta kartöflur þannig að þær vaxa hraðar en gengur og gerist og lengur fram á haustið en Íslendingar eiga að venjast. Þá ræktar hún alls kyns grænmeti og ávexti og býr til líkjör úr sólberjum, allt eftir aðferðum sem rússnesk amma hennar kenndi henni. Elena Lyngdal flutti frá Rostov í Rússlandi í Borgarnes fyrir fjórtán árum þar sem hún býr með íslenskri fjölskyldu sinni. Hún situr aldrei auðum höndum, vinnur á þremur stöðum, meðal annars á dvalarheimili aldraðra og þrífur tuttugu og fjögur heimili í bænum á milli þess sem hún ræktar grænmeti og ávexti eftir rússneskum aðferðum í garði sínum með slíkum árangri að eftir er tekið. Hún leggur útsæðið ofan á moldarlag og leggur gras yfir.Og þetta vex svona rosalega vel hjá þér, betur en í moldinni? „Já, já ég hugsa það. Þetta er bara gras og kartöflur,“ segir Elena stolt þar sem hún sýnir fréttamanni vænar kartöflur sem hún tekur beint undan graslagi í timburkassa.Þær eru stórar og fínar? „Já eitthvað um 200 grömm. Við smíðuðum kassa í enda apríl og sáðum kartöflum úr Húsasmiðjunni,“ segir Elena stolt. Eftir því sem kartöflukálið vex leggur Elena meira gras yfir kartöflurnar og segist geta tekið upp nýjar kartöflur langt fram á haustið. „Ég lærði þetta á YouTube. Svona gerir fólk þetta í Síberíu í Rússlandi þar sem fólk hefur tekið upp níu kíló af kartöflum út frá einni kartöflu. Ég veit ekki hvað mikið ég tek hér,“ segir Elena. En hún er nú þegar búin að taka upp sex kíló úr einu litlu hólfi í kassanum sínum.Gúrkur, mandarínur og líkjör En hún ræktar ekki bara kartöflur. Í gróðurhúsi sem Högni maður hennar smíðaði kennir ýmissa grasa, oft af fræjum sem hún flytur inn frá heimalandinu eins og tómatafræ. „Hafa þetta sætt og safaríkt. Allir koma og smakka hvað þetta er rosalega gott. Og góð lykt eins og þú finnur,“ segir Elena og réttir fréttamanni vænan og eldrauðan tómat.Þetta lyktar mjög vel. „Já, þetta er tómatalykt.“Má ég bíta í hann? „Já, já gjörðu svo vel.“Þetta er frábær tómatur. „Já, já,“ segir Elena hæst ánægð með árangurinn. Það er of langt að telja upp öll berin, grænmetið og ávextina eins og mandarínur sem Elena ræktar. „Ég er búin að taka um 30 kíló á þessu ári af gúrku. Og gjörðu svo vel þú mátt smakka. Hvernig finnst þér,“ spyr Elena.Þetta er úrvals gúrka og hún er líka svolítið sæt. „Já, fólk spyr hvort þetta séu grænir bananar,“ segir Elena og hlær. En áður en fréttamaður kvaddi lumaði Elena á enn einu leyndarmálinu, líkjör úr sólberjum sem hún ræktar. Þetta er rautt eins og Rússland, sagði fréttamaður Þar sem hann leit á mjöðinn í staupinu. „Smakkaðu,“ sagði Elena sem upplýsti að uppskriftin væri kíló af sólberjum, hálft kíló af sykri og eins flaska af vodka.Þetta er æðislegt, sagði fréttamaður eftir að af dreypt á líkjörnum. „Ekki spurning,“ sagði Elena. Borgarbyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Í Borgarnesi býr kona ættuð frá Rússlandi sem beitir óvenjulegum aðferðum við að rækta kartöflur þannig að þær vaxa hraðar en gengur og gerist og lengur fram á haustið en Íslendingar eiga að venjast. Þá ræktar hún alls kyns grænmeti og ávexti og býr til líkjör úr sólberjum, allt eftir aðferðum sem rússnesk amma hennar kenndi henni. Elena Lyngdal flutti frá Rostov í Rússlandi í Borgarnes fyrir fjórtán árum þar sem hún býr með íslenskri fjölskyldu sinni. Hún situr aldrei auðum höndum, vinnur á þremur stöðum, meðal annars á dvalarheimili aldraðra og þrífur tuttugu og fjögur heimili í bænum á milli þess sem hún ræktar grænmeti og ávexti eftir rússneskum aðferðum í garði sínum með slíkum árangri að eftir er tekið. Hún leggur útsæðið ofan á moldarlag og leggur gras yfir.Og þetta vex svona rosalega vel hjá þér, betur en í moldinni? „Já, já ég hugsa það. Þetta er bara gras og kartöflur,“ segir Elena stolt þar sem hún sýnir fréttamanni vænar kartöflur sem hún tekur beint undan graslagi í timburkassa.Þær eru stórar og fínar? „Já eitthvað um 200 grömm. Við smíðuðum kassa í enda apríl og sáðum kartöflum úr Húsasmiðjunni,“ segir Elena stolt. Eftir því sem kartöflukálið vex leggur Elena meira gras yfir kartöflurnar og segist geta tekið upp nýjar kartöflur langt fram á haustið. „Ég lærði þetta á YouTube. Svona gerir fólk þetta í Síberíu í Rússlandi þar sem fólk hefur tekið upp níu kíló af kartöflum út frá einni kartöflu. Ég veit ekki hvað mikið ég tek hér,“ segir Elena. En hún er nú þegar búin að taka upp sex kíló úr einu litlu hólfi í kassanum sínum.Gúrkur, mandarínur og líkjör En hún ræktar ekki bara kartöflur. Í gróðurhúsi sem Högni maður hennar smíðaði kennir ýmissa grasa, oft af fræjum sem hún flytur inn frá heimalandinu eins og tómatafræ. „Hafa þetta sætt og safaríkt. Allir koma og smakka hvað þetta er rosalega gott. Og góð lykt eins og þú finnur,“ segir Elena og réttir fréttamanni vænan og eldrauðan tómat.Þetta lyktar mjög vel. „Já, þetta er tómatalykt.“Má ég bíta í hann? „Já, já gjörðu svo vel.“Þetta er frábær tómatur. „Já, já,“ segir Elena hæst ánægð með árangurinn. Það er of langt að telja upp öll berin, grænmetið og ávextina eins og mandarínur sem Elena ræktar. „Ég er búin að taka um 30 kíló á þessu ári af gúrku. Og gjörðu svo vel þú mátt smakka. Hvernig finnst þér,“ spyr Elena.Þetta er úrvals gúrka og hún er líka svolítið sæt. „Já, fólk spyr hvort þetta séu grænir bananar,“ segir Elena og hlær. En áður en fréttamaður kvaddi lumaði Elena á enn einu leyndarmálinu, líkjör úr sólberjum sem hún ræktar. Þetta er rautt eins og Rússland, sagði fréttamaður Þar sem hann leit á mjöðinn í staupinu. „Smakkaðu,“ sagði Elena sem upplýsti að uppskriftin væri kíló af sólberjum, hálft kíló af sykri og eins flaska af vodka.Þetta er æðislegt, sagði fréttamaður eftir að af dreypt á líkjörnum. „Ekki spurning,“ sagði Elena.
Borgarbyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira