Ný þáttaröð um sigurgöngu Aegon nálgast framleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2019 23:22 Þættirnir eru sagðir fjalla um forfeður Jon og Dany í Westeros. Vísir/HBO HBO er nálægt því að samþykkja gerð prufuþáttar nýrrar þáttaraðar úr söguheimi Game of Thrones. Nú þegar er búið að gera prufuþátt fyrir þáttaröð sem á að gerast um átta þúsund árum fyrir sögu Game of Thrones og fjalla meðal annars um uppruna Næturkonungsins en sú nýja á að gerast um 300 árum áður. Samkvæmt Hollywood Reporter eiga þættirnir að fjalla um Tagaryen ættina og þar á meðal um sigurgöngu Aegon Targaryen um Westeros.Þá segja heimildarmenn Deadline að þáttaröðin muni byggja á nýrri bók George R.R. Martin sem kallast Fire & Blood og fjallar sérstaklega um Targaryen ættina. GRRM sjálfur og Ryan Condal skrifa handrit prufuþáttarins.Eins og allir eiga að vita, þá sigraði Aegon Targaryen alla konunga Westeros og stofnaði nýtt konungsríki sem afkomendur hans stýrðu í 300 ár. Auk þess að skrifa Blood & Fire hefur GRRM skrifað mikið um þessi 300 ár og er óhætt að segja að þar megi finna mikið af áhugaverðum sögum. Þar á meðal er styrjöld á milli meðlima Targaryen ættarinnar sem kallast Dance of Dragons. Ný þáttaröð um það stríð var til skoðunar hjá HBO en hætt var við framleiðslu hennar. Sú saga fellur inn í þessa þáttaröð sem um ræðir. Hver sería gæti fjallað um mismunandi tímabil í Westeros. Sú fyrsta um Aegon og systur/eiginkonur hans, önnur um Dance of Dragons og jafnvel önnur til viðbótar um uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen ættinni, þó GRRM hafi lýst því yfir að hann hafi ekki mikinn áhuga á því. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Tökur nýrra þátta hefjast á Kanaríeyjum í vor Nýir Game of Thrones þættir, sem hafa enn ekki fengið opinbert nafn, verða teknir upp á Kanaríeyjum og í Norður-Írlandi. 8. janúar 2019 08:51 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
HBO er nálægt því að samþykkja gerð prufuþáttar nýrrar þáttaraðar úr söguheimi Game of Thrones. Nú þegar er búið að gera prufuþátt fyrir þáttaröð sem á að gerast um átta þúsund árum fyrir sögu Game of Thrones og fjalla meðal annars um uppruna Næturkonungsins en sú nýja á að gerast um 300 árum áður. Samkvæmt Hollywood Reporter eiga þættirnir að fjalla um Tagaryen ættina og þar á meðal um sigurgöngu Aegon Targaryen um Westeros.Þá segja heimildarmenn Deadline að þáttaröðin muni byggja á nýrri bók George R.R. Martin sem kallast Fire & Blood og fjallar sérstaklega um Targaryen ættina. GRRM sjálfur og Ryan Condal skrifa handrit prufuþáttarins.Eins og allir eiga að vita, þá sigraði Aegon Targaryen alla konunga Westeros og stofnaði nýtt konungsríki sem afkomendur hans stýrðu í 300 ár. Auk þess að skrifa Blood & Fire hefur GRRM skrifað mikið um þessi 300 ár og er óhætt að segja að þar megi finna mikið af áhugaverðum sögum. Þar á meðal er styrjöld á milli meðlima Targaryen ættarinnar sem kallast Dance of Dragons. Ný þáttaröð um það stríð var til skoðunar hjá HBO en hætt var við framleiðslu hennar. Sú saga fellur inn í þessa þáttaröð sem um ræðir. Hver sería gæti fjallað um mismunandi tímabil í Westeros. Sú fyrsta um Aegon og systur/eiginkonur hans, önnur um Dance of Dragons og jafnvel önnur til viðbótar um uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen ættinni, þó GRRM hafi lýst því yfir að hann hafi ekki mikinn áhuga á því.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Tökur nýrra þátta hefjast á Kanaríeyjum í vor Nýir Game of Thrones þættir, sem hafa enn ekki fengið opinbert nafn, verða teknir upp á Kanaríeyjum og í Norður-Írlandi. 8. janúar 2019 08:51 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Tökur nýrra þátta hefjast á Kanaríeyjum í vor Nýir Game of Thrones þættir, sem hafa enn ekki fengið opinbert nafn, verða teknir upp á Kanaríeyjum og í Norður-Írlandi. 8. janúar 2019 08:51
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein