Efast um forsendur fjárlaga Sveinn Arnarsson skrifar 13. september 2019 07:15 Bjarni Benediktsson mælti fyrir fjárlögunum í gær. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar, fyrir árið 2020, fór fram í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn telja forsendur fjárlaga ekki halda þar sem staða og horfur í íslensku efnahagslífi séu verri en fjárlögin geri ráð fyrir. Samkvæmt forsendum fjárlaga eru hagspár á einu máli um að hagkerfið vaxi að nýju frá árinu 2020. Einnig segir að efnahagsáföll á fyrri hluta ársins, fall WOW og loðnubrestur, svo dæmi séu tekin, hafi ekki haft víðtæk áhrif. Óvissa ríkir þó í heimsbúskapnum og verri hagþróun meðal helstu viðskiptaríkja Íslands og takmarkanir á alþjóðaviðskiptum geta hamlað innlendum efnahagsbata. Fjárlagafrumvarpið byggir á hagspá Hagstofunnar frá því í maí. Fram kemur einnig í frumvarpinu að spáin sé bjartsýn í samanburði við spár annarra greiningaraðila. „Vísbendingar eru hins vegar um að vöxtur einkaneyslu geti verið minni í ár en gert er ráð fyrir í spánni þar sem innflutningur neysluvara og bifreiða dróst töluvert saman á fyrri helmingi ársins,“ segir berum orðum í frumvarpi Bjarna Benediktssonar. „Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa versnað enn frá framlagningu endurskoðaðrar fjármálastefnu í vor og hættan á niðursveiflu í helstu viðskiptalöndum hefur magnast.“Þorsteinn VÃglundsson, Eygló HarðardóttirÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði einmitt formann fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, hvort þetta væru ekki of miklar bjartsýnisspár. „Erum við að byggja þetta frumvarp á raunhæfum forsendum? Verðum við í stöðu til að standa við þau loforð sem hér eru gefin?“ spurði þingmaðurinn. „Ég óttast að efnahagslegar forsendur þessara fjárlaga muni ekki standast. Ég óttast að hér sjáum við vísvitandi framsett allt of bjartsýnar horfur sem okkur ber engin skylda til að gera bara til þess að ríkisstjórnin geti staðið hér og veitt innistæðulaus loforð í umræðu um fjárlög.“ Willum var sammála um að forsendur fjárlaganna væru stóra málið í frumvarpinu. „Þetta er í raun stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur að. Ég met að við höfum lagt grunninn vel í endurskoðaðri stefnu sem eykur líkurnar á því að þetta gangi upp og vonandi gerir það það og ég hef fulla trú á því.“Gagnrýna nýjan urðunarskatt Stefnt er að því í fjárlagafrumvarpinu að ríkið innheimti um þrjá milljarða með nýjum urðunarskatti á fyrirtæki. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir þessi áform. „Hætt er við því að innleiðing urðunarskatts endi sem hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð á meðan ekki er brugðist við þeim vanda sem uppi er hvað varðar aðstöðu- og úrræðaleysi við meðhöndlun slíks úrgangs,“ segir Sigurður. „Fyrirtæki og heimili landsins vilja standa sig vel í úrgangsmálum en ekki eru til staðar nauðsynleg úrræði svo hægt sé að farga úrgangi með fullnægjandi hætti hér á landi. Ekki verður séð að urðunarskatturinn leysi þessa stöðu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Sjá meira
Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar, fyrir árið 2020, fór fram í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn telja forsendur fjárlaga ekki halda þar sem staða og horfur í íslensku efnahagslífi séu verri en fjárlögin geri ráð fyrir. Samkvæmt forsendum fjárlaga eru hagspár á einu máli um að hagkerfið vaxi að nýju frá árinu 2020. Einnig segir að efnahagsáföll á fyrri hluta ársins, fall WOW og loðnubrestur, svo dæmi séu tekin, hafi ekki haft víðtæk áhrif. Óvissa ríkir þó í heimsbúskapnum og verri hagþróun meðal helstu viðskiptaríkja Íslands og takmarkanir á alþjóðaviðskiptum geta hamlað innlendum efnahagsbata. Fjárlagafrumvarpið byggir á hagspá Hagstofunnar frá því í maí. Fram kemur einnig í frumvarpinu að spáin sé bjartsýn í samanburði við spár annarra greiningaraðila. „Vísbendingar eru hins vegar um að vöxtur einkaneyslu geti verið minni í ár en gert er ráð fyrir í spánni þar sem innflutningur neysluvara og bifreiða dróst töluvert saman á fyrri helmingi ársins,“ segir berum orðum í frumvarpi Bjarna Benediktssonar. „Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa versnað enn frá framlagningu endurskoðaðrar fjármálastefnu í vor og hættan á niðursveiflu í helstu viðskiptalöndum hefur magnast.“Þorsteinn VÃglundsson, Eygló HarðardóttirÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði einmitt formann fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, hvort þetta væru ekki of miklar bjartsýnisspár. „Erum við að byggja þetta frumvarp á raunhæfum forsendum? Verðum við í stöðu til að standa við þau loforð sem hér eru gefin?“ spurði þingmaðurinn. „Ég óttast að efnahagslegar forsendur þessara fjárlaga muni ekki standast. Ég óttast að hér sjáum við vísvitandi framsett allt of bjartsýnar horfur sem okkur ber engin skylda til að gera bara til þess að ríkisstjórnin geti staðið hér og veitt innistæðulaus loforð í umræðu um fjárlög.“ Willum var sammála um að forsendur fjárlaganna væru stóra málið í frumvarpinu. „Þetta er í raun stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur að. Ég met að við höfum lagt grunninn vel í endurskoðaðri stefnu sem eykur líkurnar á því að þetta gangi upp og vonandi gerir það það og ég hef fulla trú á því.“Gagnrýna nýjan urðunarskatt Stefnt er að því í fjárlagafrumvarpinu að ríkið innheimti um þrjá milljarða með nýjum urðunarskatti á fyrirtæki. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir þessi áform. „Hætt er við því að innleiðing urðunarskatts endi sem hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð á meðan ekki er brugðist við þeim vanda sem uppi er hvað varðar aðstöðu- og úrræðaleysi við meðhöndlun slíks úrgangs,“ segir Sigurður. „Fyrirtæki og heimili landsins vilja standa sig vel í úrgangsmálum en ekki eru til staðar nauðsynleg úrræði svo hægt sé að farga úrgangi með fullnægjandi hætti hér á landi. Ekki verður séð að urðunarskatturinn leysi þessa stöðu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Sjá meira