Innlent

Strekkingsvindur víða á landinu í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vindaspáin í dag klukkan 15 eins og hún leit út á áttunda tímanum í morgun.
Vindaspáin í dag klukkan 15 eins og hún leit út á áttunda tímanum í morgun. Skjáskot/veðurstofa íslands
Í dag verður útsynningur á landinu og víða strekkingsvindur. Skúrir um sunnan- og vestanvert landið en annars þurrt að mestu, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þá lægir síðdegis og gengur í austan 10-20 m/s með rigningu sunnanlands í kvöld og nótt, hvassast undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit. Þar er jafnframt varað við snörpum vindhviðum um tíma í fyrramálið, sem geta verið varasamar farartækjum sem taka á sig vind.

Snýst í norðan 10-15 m/s á morgun með rigningu um allt land og hellirigningu suðaustantil. Lægir mjög annað kvöld og styttir upp sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 12 stig yfir daginn. Fremur hæg vestlæg átt á sunnudag og skúrir sunnan- og vestanland en bjartviðri austanlands. Kólnar heldur í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Austan og síðan norðaustan 10-15 m/s, en 15-20 með suðurströndinni framan af degi. Rigning, sumsstaðar talsverð. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast með suðurströndinni.

Á sunnudag:

Breytileg átt, 3-8 m/s með rigningu eða skúrum, einkum vestantil. Hiti 4 til 8 stig.

Á mánudag og þriðjudag:

Norðlægar áttir, 3-8 m/s og væta norðantil en þurrt að mestu sunnanlands. Hiti 2 til 8 stig, en allvíða næturfrost inn til landsins.

Á miðvikudag:

Suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður.

Á fimmtudag:

Sunnan 5-13 og rigning sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×