RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2019 11:45 Hatari á sviðinu í Ísrael. Getty/Gui Prives RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Íslenska undankeppnin, Söngvakeppnin, verður haldin í febrúar 2020 og þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í keppninni og fylgir eftir gengi Hatara sem endaði í 10. sæti í Tel Aviv í vor. Sumir bjuggust jafnvel við að Íslendingum yrði refsað fyrir athæfi Hatara þegar meðlimir sveitarinnar flögguðu fána Palistínu á lokakvöldinu í Tel Aviv í vor. Nú er það staðfest að Ísland tekur þátt í Hollandi en það er ennþá spurning hvort RÚV þurfi að greiða sekt fyrir atvikið í Tel Aviv. Á hádegi í dag verður opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2020 á slóðinni songvakeppnin.is. Tíu lög komast í keppnina og verða þau valin með sama hætti og í fyrra. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem sérstök valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV gefur umsögn um.Skora á lagahöfunda að senda inn Einnig verður leitað til reyndra og vinsælla lagahöfunda um að semja nokkur laganna en þetta var einnig gert í síðustu undankeppni. „RÚV og framkvæmdastjórn keppninnar hvetja alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lög og halda þannig áfram að móta tónlistarsögu Íslands. Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni og eru allar tónlistartegundir velkomnar. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 17. október nk. og í janúar á næsta ári verður svo tilkynnt hvaða lög taka þátt í þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins,“ segir í tilkynningunni. Eins og í fyrra verður breski danshöfundurinn Lee Proud listrænn stjórnandi og danshöfundur keppninnar. Hann hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjum landsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona verður söng- og raddþjálfari keppenda en hún hefur áralanga reynslu af söng og söngkennslu. Undankeppnirnar tvær verða haldnar í Háskólabíói 8. og 15. febrúar og úrslitin í Laugardalshöll 29. febrúar 2020. Á síðustu árum hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum troðið upp í Höllinni á úrslitakvöldinu, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri. Á því verður engin breyting í næstu keppni. Eurovision Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Sjá meira
RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Íslenska undankeppnin, Söngvakeppnin, verður haldin í febrúar 2020 og þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í keppninni og fylgir eftir gengi Hatara sem endaði í 10. sæti í Tel Aviv í vor. Sumir bjuggust jafnvel við að Íslendingum yrði refsað fyrir athæfi Hatara þegar meðlimir sveitarinnar flögguðu fána Palistínu á lokakvöldinu í Tel Aviv í vor. Nú er það staðfest að Ísland tekur þátt í Hollandi en það er ennþá spurning hvort RÚV þurfi að greiða sekt fyrir atvikið í Tel Aviv. Á hádegi í dag verður opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2020 á slóðinni songvakeppnin.is. Tíu lög komast í keppnina og verða þau valin með sama hætti og í fyrra. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem sérstök valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV gefur umsögn um.Skora á lagahöfunda að senda inn Einnig verður leitað til reyndra og vinsælla lagahöfunda um að semja nokkur laganna en þetta var einnig gert í síðustu undankeppni. „RÚV og framkvæmdastjórn keppninnar hvetja alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lög og halda þannig áfram að móta tónlistarsögu Íslands. Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni og eru allar tónlistartegundir velkomnar. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 17. október nk. og í janúar á næsta ári verður svo tilkynnt hvaða lög taka þátt í þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins,“ segir í tilkynningunni. Eins og í fyrra verður breski danshöfundurinn Lee Proud listrænn stjórnandi og danshöfundur keppninnar. Hann hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjum landsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona verður söng- og raddþjálfari keppenda en hún hefur áralanga reynslu af söng og söngkennslu. Undankeppnirnar tvær verða haldnar í Háskólabíói 8. og 15. febrúar og úrslitin í Laugardalshöll 29. febrúar 2020. Á síðustu árum hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum troðið upp í Höllinni á úrslitakvöldinu, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri. Á því verður engin breyting í næstu keppni.
Eurovision Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Sjá meira