RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2019 11:45 Hatari á sviðinu í Ísrael. Getty/Gui Prives RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Íslenska undankeppnin, Söngvakeppnin, verður haldin í febrúar 2020 og þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í keppninni og fylgir eftir gengi Hatara sem endaði í 10. sæti í Tel Aviv í vor. Sumir bjuggust jafnvel við að Íslendingum yrði refsað fyrir athæfi Hatara þegar meðlimir sveitarinnar flögguðu fána Palistínu á lokakvöldinu í Tel Aviv í vor. Nú er það staðfest að Ísland tekur þátt í Hollandi en það er ennþá spurning hvort RÚV þurfi að greiða sekt fyrir atvikið í Tel Aviv. Á hádegi í dag verður opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2020 á slóðinni songvakeppnin.is. Tíu lög komast í keppnina og verða þau valin með sama hætti og í fyrra. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem sérstök valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV gefur umsögn um.Skora á lagahöfunda að senda inn Einnig verður leitað til reyndra og vinsælla lagahöfunda um að semja nokkur laganna en þetta var einnig gert í síðustu undankeppni. „RÚV og framkvæmdastjórn keppninnar hvetja alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lög og halda þannig áfram að móta tónlistarsögu Íslands. Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni og eru allar tónlistartegundir velkomnar. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 17. október nk. og í janúar á næsta ári verður svo tilkynnt hvaða lög taka þátt í þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins,“ segir í tilkynningunni. Eins og í fyrra verður breski danshöfundurinn Lee Proud listrænn stjórnandi og danshöfundur keppninnar. Hann hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjum landsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona verður söng- og raddþjálfari keppenda en hún hefur áralanga reynslu af söng og söngkennslu. Undankeppnirnar tvær verða haldnar í Háskólabíói 8. og 15. febrúar og úrslitin í Laugardalshöll 29. febrúar 2020. Á síðustu árum hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum troðið upp í Höllinni á úrslitakvöldinu, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri. Á því verður engin breyting í næstu keppni. Eurovision Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Íslenska undankeppnin, Söngvakeppnin, verður haldin í febrúar 2020 og þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í keppninni og fylgir eftir gengi Hatara sem endaði í 10. sæti í Tel Aviv í vor. Sumir bjuggust jafnvel við að Íslendingum yrði refsað fyrir athæfi Hatara þegar meðlimir sveitarinnar flögguðu fána Palistínu á lokakvöldinu í Tel Aviv í vor. Nú er það staðfest að Ísland tekur þátt í Hollandi en það er ennþá spurning hvort RÚV þurfi að greiða sekt fyrir atvikið í Tel Aviv. Á hádegi í dag verður opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2020 á slóðinni songvakeppnin.is. Tíu lög komast í keppnina og verða þau valin með sama hætti og í fyrra. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem sérstök valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV gefur umsögn um.Skora á lagahöfunda að senda inn Einnig verður leitað til reyndra og vinsælla lagahöfunda um að semja nokkur laganna en þetta var einnig gert í síðustu undankeppni. „RÚV og framkvæmdastjórn keppninnar hvetja alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lög og halda þannig áfram að móta tónlistarsögu Íslands. Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni og eru allar tónlistartegundir velkomnar. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 17. október nk. og í janúar á næsta ári verður svo tilkynnt hvaða lög taka þátt í þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins,“ segir í tilkynningunni. Eins og í fyrra verður breski danshöfundurinn Lee Proud listrænn stjórnandi og danshöfundur keppninnar. Hann hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjum landsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona verður söng- og raddþjálfari keppenda en hún hefur áralanga reynslu af söng og söngkennslu. Undankeppnirnar tvær verða haldnar í Háskólabíói 8. og 15. febrúar og úrslitin í Laugardalshöll 29. febrúar 2020. Á síðustu árum hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum troðið upp í Höllinni á úrslitakvöldinu, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri. Á því verður engin breyting í næstu keppni.
Eurovision Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira