Þú gætir átt heima í nýju póstnúmeri um mánaðamótin Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 11:46 Horft í átt að Vatnsmýri þar sem nýja póstnúmerið verður að finna. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur hefur ákveðið að gera breytingar á póstnúmerum, jafnt á Höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Flestar eru minniháttar, tilfæringar á landfræðilegum mörkum, en þeirra stærst er upptaka póstnúmersins 102 í Vatnsmýri Reykjavíkur. Þannig mun sá hluti póstnúmersins 101 sem er sunnan Hringbrautar breytast í póstnúmerið 102. Í útskýringu Íslandspósts segir að sú breyting sé tekin að frumkvæði Reykjavíkurborgar, ekki síst í ljósi þess að mikil uppbygging fer nú fram á þessu svæði. Þrátt fyrir upptöku nýja póstnúmersins er áréttað að mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Breytingarnar, sem eru útlistaðar betur hér að neðan, taka gildi um næstu mánaðamót. Haft er eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins, í útskýringu Íslandspóst að talið hafi verið mikilvægt að bregðast við fyrrnefndri beiðni borgarinnar. „Einhverrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á þessu svæði vegna breytingarinnar en ég vil taka það fram að breytingar á póstnúmerum hafa almennt ekki áhrif á viðskiptavini þegar kemur að dreifingu pakka og bréfa,“ áréttar Hörður.Óttast áhrif á íbúðaverð Ætla má að hann vísi m.a. til óánægju íbúa í Skerjafirði, sem hafa sett sig upp á móti upptöku póstnúmersins 102. Þeirra á meðal er borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir og íbúasamtök Skerjafjarðar, Prýðisfélagið Skjöldur. Þannig fullyrti félagið að yfirgnæfandi fjöldi Skerfirðinga vildi halda póstnúmeri 101. Var vísað til þess að mikið væri undir fyrir íbúa að halda í póstnúmer 101 upp á húsnæðisverð. Þá væri breytingin algjörlega ótímabær þar sem flugvöllurinn væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sem fyrr segir verða jafnframt gerðar nokkrar breytingar á póstnúmerum á landsbyggðinni. Helsti tilgangur þeirra er sagður að „afmarka sveitarfélög með sérstökum póstnúmerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu.“ Nánar má fræðast um landfræðileg mörk póstnúmera með því að smella hér, en að neðan má sjá breytingarnar sem eiga sér stað þann 1. október næstkomandi.VarVerðurPóstáritunSvæðiLýsing/svæði/Annað311342StykkishólmurEyja og MiklaholtshreppurVerður þjónustað frá Stykkishólmi710710SeyðisfjörðurSeyðisfjörðurMinniháttar lagfæring108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring (Veðurstofa)108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105103ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105108ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring110113ReykjavíkReykjavíkPNR 113 mun fylgja Suðurlandsvegi161110ReykjavíkReykjavíkDreifbýli fyrir ofan Norðlingarholt (Bugðu)203206KópavogurKópavogurDreifbýli sem tilheyrir Kópavogi (Hellisheiði)466465BíldudalurBíldudalurMinniháttar lagfæring101102ReykjavíkReykjavíkVatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102801801SelfossSelfossÁrborg verði með 801 áfram801803SelfossSelfossFlóahreppur801804SelfossSelfossSkeiða og Gnúpverjahreppur801805SelfossSelfossGrímsnes og Grafningshreppur801806SelfossSelfossBláskógabyggð601601AkureyriAkureyriAkureyri fyrir ofan Naustahverfi601604AkureyriAkureyriHörgársveit601605AkureyriAkureyriEyjafjarðarsveit601606AkureyriAkureyriSvalbarðshreppur601607AkureyriAkureyriÞingeyjasveit (hluti) Íslandspóstur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Íslandspóstur hefur ákveðið að gera breytingar á póstnúmerum, jafnt á Höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Flestar eru minniháttar, tilfæringar á landfræðilegum mörkum, en þeirra stærst er upptaka póstnúmersins 102 í Vatnsmýri Reykjavíkur. Þannig mun sá hluti póstnúmersins 101 sem er sunnan Hringbrautar breytast í póstnúmerið 102. Í útskýringu Íslandspósts segir að sú breyting sé tekin að frumkvæði Reykjavíkurborgar, ekki síst í ljósi þess að mikil uppbygging fer nú fram á þessu svæði. Þrátt fyrir upptöku nýja póstnúmersins er áréttað að mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Breytingarnar, sem eru útlistaðar betur hér að neðan, taka gildi um næstu mánaðamót. Haft er eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins, í útskýringu Íslandspóst að talið hafi verið mikilvægt að bregðast við fyrrnefndri beiðni borgarinnar. „Einhverrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á þessu svæði vegna breytingarinnar en ég vil taka það fram að breytingar á póstnúmerum hafa almennt ekki áhrif á viðskiptavini þegar kemur að dreifingu pakka og bréfa,“ áréttar Hörður.Óttast áhrif á íbúðaverð Ætla má að hann vísi m.a. til óánægju íbúa í Skerjafirði, sem hafa sett sig upp á móti upptöku póstnúmersins 102. Þeirra á meðal er borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir og íbúasamtök Skerjafjarðar, Prýðisfélagið Skjöldur. Þannig fullyrti félagið að yfirgnæfandi fjöldi Skerfirðinga vildi halda póstnúmeri 101. Var vísað til þess að mikið væri undir fyrir íbúa að halda í póstnúmer 101 upp á húsnæðisverð. Þá væri breytingin algjörlega ótímabær þar sem flugvöllurinn væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sem fyrr segir verða jafnframt gerðar nokkrar breytingar á póstnúmerum á landsbyggðinni. Helsti tilgangur þeirra er sagður að „afmarka sveitarfélög með sérstökum póstnúmerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu.“ Nánar má fræðast um landfræðileg mörk póstnúmera með því að smella hér, en að neðan má sjá breytingarnar sem eiga sér stað þann 1. október næstkomandi.VarVerðurPóstáritunSvæðiLýsing/svæði/Annað311342StykkishólmurEyja og MiklaholtshreppurVerður þjónustað frá Stykkishólmi710710SeyðisfjörðurSeyðisfjörðurMinniháttar lagfæring108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring (Veðurstofa)108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105103ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105108ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring110113ReykjavíkReykjavíkPNR 113 mun fylgja Suðurlandsvegi161110ReykjavíkReykjavíkDreifbýli fyrir ofan Norðlingarholt (Bugðu)203206KópavogurKópavogurDreifbýli sem tilheyrir Kópavogi (Hellisheiði)466465BíldudalurBíldudalurMinniháttar lagfæring101102ReykjavíkReykjavíkVatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102801801SelfossSelfossÁrborg verði með 801 áfram801803SelfossSelfossFlóahreppur801804SelfossSelfossSkeiða og Gnúpverjahreppur801805SelfossSelfossGrímsnes og Grafningshreppur801806SelfossSelfossBláskógabyggð601601AkureyriAkureyriAkureyri fyrir ofan Naustahverfi601604AkureyriAkureyriHörgársveit601605AkureyriAkureyriEyjafjarðarsveit601606AkureyriAkureyriSvalbarðshreppur601607AkureyriAkureyriÞingeyjasveit (hluti)
Íslandspóstur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56