Fjárfestingar vegna loftslagsbreytinga skila sér margfalt til baka Heimsljós kynnir 13. september 2019 13:00 Forsíðumynd skýrslunnar. Fjárfestingar sem tengjast aðlögun að loftslagsbreytingum skila sér margfalt til baka, að mati alþjóðlegs ráðgjafahóps undir forsæti Ban Ki-moon, fyrrverandi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði í vikunni í kynningu á nýútkominni skýrslu hópsins að tæplega 260 milljarða króna fjárfestingar á fimm lykilsviðum gætu skilað rúmlega 900 milljarða króna hagnaði. Meginskilaboð skýrslunnar eru þau að brýnt sé að draga úr losun skaðlegra lofttegunda og á sama tíma verði að hefja aðlögun að loftslagsbreytingum með kröftugu viðnámi. „Að draga úr losun og hefja aðlögun fer einkar vel saman enda tvær jafn mikilvægar undirstöður Parísarsamkomulagsins. Aðlögun er ekki aðeins rétt leið heldur líka snjöll leið til að auka hagvöxt og skapa heim sem bregst við loftslagsvandanum,“ sagði Ban Ki-moon en ásamt honum eru þau Bill Gates, stofnandi Microsoft, og Kristina Georgieva, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, í framkvæmdastjórn Global Commission for Adoption. Í skýrslunni - Adapt Now: A Gobal Call for Leadership on Climate Resilience - eru færð rök fyrir því að aðlögun tengd loftslagsbreytingum geti skilað „þreföldum arði“ með því að takmarka tjón í framtíðinni, skila jákvæðum efnahagslegum ábata með nýsköpun, og skila nýjum félagslegum og umhverfislegum ávinningi.Ein þeirra fjárfestinga sem ráðgjafahópurinn bendir á er viðvörunarkerfi sem myndi gera fólki viðvart um öfgafull veðurfyrirbæri eins og hitabylgjur, flóð, fellibylji eða aðrar náttúrhamfarir. Slíkt viðvörunarkerfi gæti á skömmum tíma dregið verulega úr tjóni. Aðrar ábendingar hópsins um arðvænlegar fjárfestingar snúa meðal annars að sterkari innviðum, umbótum í landbúnaði, vernd leiruviðar (tré sem vaxa við sjávarstrendur, þau einu sem eru fær um að vaxa í söltu vatni) og lokum vernd vatnsbóla. Í skýrslunni er bent á að loftslagsbreytingar hafi áhrif á alla jarðarbúa en þó mest á þá sem síst skyldi, þær fátæku þjóðir sem eiga minnstan þátt í að skapa vandann en líða mest fyrir breytingarnar. Milljónir manna verði enn fátækari og hætta aukist á átökum og óstöðugleika. „Fólk upplifir alls staðar hrikaleg áhrif loftslagsbreytinga,“ segir Bill Gates. „Þau bitna mest á milljónum smábænda og fjölskyldum þeirra í þróunarríkjunum sem glíma við fátækt og hungur vegna lítillar uppskeru og vegna mikilla breytinga á hitastigi og úrkomu.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent
Fjárfestingar sem tengjast aðlögun að loftslagsbreytingum skila sér margfalt til baka, að mati alþjóðlegs ráðgjafahóps undir forsæti Ban Ki-moon, fyrrverandi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði í vikunni í kynningu á nýútkominni skýrslu hópsins að tæplega 260 milljarða króna fjárfestingar á fimm lykilsviðum gætu skilað rúmlega 900 milljarða króna hagnaði. Meginskilaboð skýrslunnar eru þau að brýnt sé að draga úr losun skaðlegra lofttegunda og á sama tíma verði að hefja aðlögun að loftslagsbreytingum með kröftugu viðnámi. „Að draga úr losun og hefja aðlögun fer einkar vel saman enda tvær jafn mikilvægar undirstöður Parísarsamkomulagsins. Aðlögun er ekki aðeins rétt leið heldur líka snjöll leið til að auka hagvöxt og skapa heim sem bregst við loftslagsvandanum,“ sagði Ban Ki-moon en ásamt honum eru þau Bill Gates, stofnandi Microsoft, og Kristina Georgieva, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, í framkvæmdastjórn Global Commission for Adoption. Í skýrslunni - Adapt Now: A Gobal Call for Leadership on Climate Resilience - eru færð rök fyrir því að aðlögun tengd loftslagsbreytingum geti skilað „þreföldum arði“ með því að takmarka tjón í framtíðinni, skila jákvæðum efnahagslegum ábata með nýsköpun, og skila nýjum félagslegum og umhverfislegum ávinningi.Ein þeirra fjárfestinga sem ráðgjafahópurinn bendir á er viðvörunarkerfi sem myndi gera fólki viðvart um öfgafull veðurfyrirbæri eins og hitabylgjur, flóð, fellibylji eða aðrar náttúrhamfarir. Slíkt viðvörunarkerfi gæti á skömmum tíma dregið verulega úr tjóni. Aðrar ábendingar hópsins um arðvænlegar fjárfestingar snúa meðal annars að sterkari innviðum, umbótum í landbúnaði, vernd leiruviðar (tré sem vaxa við sjávarstrendur, þau einu sem eru fær um að vaxa í söltu vatni) og lokum vernd vatnsbóla. Í skýrslunni er bent á að loftslagsbreytingar hafi áhrif á alla jarðarbúa en þó mest á þá sem síst skyldi, þær fátæku þjóðir sem eiga minnstan þátt í að skapa vandann en líða mest fyrir breytingarnar. Milljónir manna verði enn fátækari og hætta aukist á átökum og óstöðugleika. „Fólk upplifir alls staðar hrikaleg áhrif loftslagsbreytinga,“ segir Bill Gates. „Þau bitna mest á milljónum smábænda og fjölskyldum þeirra í þróunarríkjunum sem glíma við fátækt og hungur vegna lítillar uppskeru og vegna mikilla breytinga á hitastigi og úrkomu.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent