Fjölbreytileiki á Midgard-ráðstefnunni um helgina Eiður Þór Árnason skrifar 13. september 2019 22:53 Um helgina fer fram Midgard-ráðstefnan í Fífunni í Kópavogi. Þar kemur saman stór hópur áhugafólks um meðal annars vísindaskáldskap, spil og myndasögur. Fjölmargir viðburðir verða á ráðstefnunni um helgina sem er nú haldin í annað sinn hér á landi. Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett er meðal þeirra erlendu gesta sem verða viðstaddir ráðstefnuna. Bennett er til dæmis þekktur fyrir hlutverk sitt sem skylmingakappinn Crixus í sjónvarpsþáttunum Spartacus og sem orkinn Azog í kvikmyndunum um Hobbitann.Reiknað með metaðsókn Þórgnýr Einar Albertsson tók stöðuna á ráðstefnunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi við gesti og Gísla Einarsson, framkvæmdarstjóra Nexus og einn stofnanda ráðstefnunnar. Gísli býst fastlega við því að fjölmennt verði þar núna um helgina. „Forsalan er helmingi meiri en í fyrra og við erum með þrisvar sinnum meira pláss. Getum tekið á móti fullt af fólki á morgun og hinn. Við vonumst eftir að það verði alveg metaðsókn,“ sagði Gísli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hvað er það sem trekkir að?„Þetta er í rauninni annað skiptið sem svona hátíð er haldin á Íslandi. Það hefur alltaf vantað í þessa menningu, að koma svona saman, sjá sölubása, fara á fyrirlestra, alls konar uppákomur, umræður, spila saman. Það er bara svo mikið að gera,“ bætti Gísli við.Stærra og fjölbreyttara en þær áttu von á Önnu Eir Pálsdóttur, gesti á Midgard-ráðstefnunni leist vel á dagskránna um helgina. „Það er miklu meiri fjölbreytileiki en ég átti von á og þetta er miklu stærra en ég átti von á.“ Inga Lilja Snorradóttir var sömuleiðis ánægð með ráðstefnuna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega geggjað. Ég hef aldrei séð svona marga með sama áhugamál og ég, þetta er bara geggjað.“ Á hátíðinni er fjöldi aðila saman kominn til að kynna ýmsar vörur og þjónustu. Þar á meðal er William Holm, prentari hjá Prusa, sem sýnir þar þrívíddarprentara og framleiðsluvörur þeirra á ráðstefnunni um helgina. Midgard-ráðstefnan mun standa fram á sunnudagskvöld og er þétt dagskrá alla helgina. Kópavogur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Um helgina fer fram Midgard-ráðstefnan í Fífunni í Kópavogi. Þar kemur saman stór hópur áhugafólks um meðal annars vísindaskáldskap, spil og myndasögur. Fjölmargir viðburðir verða á ráðstefnunni um helgina sem er nú haldin í annað sinn hér á landi. Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett er meðal þeirra erlendu gesta sem verða viðstaddir ráðstefnuna. Bennett er til dæmis þekktur fyrir hlutverk sitt sem skylmingakappinn Crixus í sjónvarpsþáttunum Spartacus og sem orkinn Azog í kvikmyndunum um Hobbitann.Reiknað með metaðsókn Þórgnýr Einar Albertsson tók stöðuna á ráðstefnunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi við gesti og Gísla Einarsson, framkvæmdarstjóra Nexus og einn stofnanda ráðstefnunnar. Gísli býst fastlega við því að fjölmennt verði þar núna um helgina. „Forsalan er helmingi meiri en í fyrra og við erum með þrisvar sinnum meira pláss. Getum tekið á móti fullt af fólki á morgun og hinn. Við vonumst eftir að það verði alveg metaðsókn,“ sagði Gísli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hvað er það sem trekkir að?„Þetta er í rauninni annað skiptið sem svona hátíð er haldin á Íslandi. Það hefur alltaf vantað í þessa menningu, að koma svona saman, sjá sölubása, fara á fyrirlestra, alls konar uppákomur, umræður, spila saman. Það er bara svo mikið að gera,“ bætti Gísli við.Stærra og fjölbreyttara en þær áttu von á Önnu Eir Pálsdóttur, gesti á Midgard-ráðstefnunni leist vel á dagskránna um helgina. „Það er miklu meiri fjölbreytileiki en ég átti von á og þetta er miklu stærra en ég átti von á.“ Inga Lilja Snorradóttir var sömuleiðis ánægð með ráðstefnuna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega geggjað. Ég hef aldrei séð svona marga með sama áhugamál og ég, þetta er bara geggjað.“ Á hátíðinni er fjöldi aðila saman kominn til að kynna ýmsar vörur og þjónustu. Þar á meðal er William Holm, prentari hjá Prusa, sem sýnir þar þrívíddarprentara og framleiðsluvörur þeirra á ráðstefnunni um helgina. Midgard-ráðstefnan mun standa fram á sunnudagskvöld og er þétt dagskrá alla helgina.
Kópavogur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira